PEACE

fimmtudagur, desember 30, 2004

Stolt!

Já maður fyllist bara stolti yfir því hve söfnunin gengur vel hér á Íslandi fyrir þessi svæði í Asíu sem lentu í flóðunum. Ég er alveg hætt að geta horft á fréttir eða myndir af þessu án þess að fá bara tár í augun, þvílík sorg :´(
Enn stoltari er ég af fyrirtækinu "mínu" sem gaf lyf fyrir andvirði ca.30 milj.króna - ekki amalegt það!!
Er líklegast minnst stolt af 5 miljónunum frá ríkisstjórninni en allt er betra en ekkert... er það ekki og mér skilst að þeir séu nú eitthvað að bæta við þetta...

Verð nú að minnast á það í leiðinni að ég er alveg ROSALEGA stolt af ónefndri vinkonu minni (og nöfnu) sem fékk atkvæði á barnalandi sem BARNLENDINGUR ÁRSINS!! Já já og er hún vel að atkvæðinu komin stúlkan sú, svo ljúf og góð og fyndin og allt það - muuuuuuuuuuuuuuuuu!

Árið!

Jæja þá eru bara áramótin að koma og það verður glatt á hjalla á mínum bæ, 13-15 manns í mat oooo það verður fjör ;) Hér í denn þegar maður bjó í sveitinni (Sauðárkróki) fór maður alltaf á ball/barinn á áramótunum og þá sagði maður við alla sem maður hitti "-ÁRIÐ!" Haha fannst það alltaf pínu fyndið en já það voru skemmtilegir tímar, mikið djammað, mikið stuð ;)

Þegar ég lít tilbaka yfir árið og spái í það hvað það er sem stendur upp úr held ég að mesta einstaka gleðistundin hafi verið þegar mér var sagt að ég fengi vinnu hér hjá Actavis, jiii hvað ég var glöð og ég held að það hafi í alvöru forðað mér frá þunglyndi!! Lúx ferðin var líka æðisleg og svo er það einstök upplifun að sjá litlu dúlluna okkar þroskast dag frá degi ;) Hún er farin að tala svo mikið, kemur manni á óvart daglega nánast, kallaði t.d. á mig í gær "mamma sjáðu" og ég sagði henni að koma og sýna mér en þá var sagt dimmri röddu "Nei mamma, koddu hingað núna!" Hihi ákveðin eins og..... pabbi sinn muhahahaha ;) Og svo eru auðvitað krílin sem komu á árinu yndisleg - Dagur, Sara og Úlfur sem öll koma úr matvælafræðinni og hún Hekla krútt ;)

Það var ekkert leiðinlegt við árið held ég, pínu svekkjandi að vera ekki orðin eins og módel í vextinum eftir öll átökin - en hey ég er vön ;) Og svo var erfitt þegar afi veiktist en það fór allt vel svo árið var bara þrælgott í heild sinni!!

Óska bara öllum blogglesurum gleðilegs árs og takk fyrir bloggstundirnar á því sem líður ;o)

-ÁRIÐ!!

miðvikudagur, desember 29, 2004

Ljósaferðin

Ég fór í ljós áðan. Það er eitthvað sem gerist ekki oft þar sem ég HATA að fara í ljós!! En ég ákvað að skella mér og sjá hvort axlirnar yrðu ekki aðeins betri, er eitthvað stíf þessa dagana og svo eru UNGLINGABÓLUR að hrjá mig þessa dagana, það gleymdi einhver að láta þær vita að ég er ekki unglingur lengur.... Allavega ákvað að sjá hvort ljósin myndu ekki laga það ástand líka ;) Ég hata ljós því það er svo heitt í ljósum að mér verður flökurt og fer að svima, þoli illa svona mikinn hita enda ENGIN sólbaðsmanneskja ;) Og það sem verra er, þegar ég kem úr ljósum er ég eins og skrímsli.... jebb eldrauð eins og eldhnöttur í framan og svo öll svona blettótt.... hvað er það? Sem betur fer fara blettirnir eftir nokkra tíma en mikið er ég alltaf smeik að mæta einhverjum sem ég þekki þegar ég hleyp út... úff sá hinn sami fengi taugaáfall, bara svona - uuuuu var þér byrlað eitur eins og gaurnum þarna í Úkraínu... (var það ekki örugglega Úkraína...held það)

Á leiðinni í ljós var ég að hlusta á útvarpið og það var verið að tala um ástandið í Asíu eftir flóðin. Guð hvað það er erfitt að hlusta á þetta, að vita að þarna eru börn að leita að foreldrum og foreldrar að leita að börnunum sínum og svo ættingjar um allan heim að bíða frétta af sínum nánustu :-/ Eftir smá stund var mér farið að líða svo illa yfir þessu og sá fram á að ég færi að grenja þarna í bílnum sem væri hættulegt því ég var að keyra svo ég skipti um stöð.... hversu gott hefur maður það? Þegar maður er komin með nóg af að hlusta á hörmungarástandið þá skiptir maður um stöð eða slekkur á sjónvarpinu.. Já maður hefur það alveg ótrúlega gott og það eru einmitt svona hlutir sem minna mann á það. Hann föðurbróðir minn býr í Tælandi og það hafði ekkert heyrst frá honum fyrr en í gær, er reyndar ekki á þessu svæði sem flæddi yfir en samt var mjög óþægilegt að heyra ekkert, úff hvað ég finn til með öllu þessu fólki sem bíður frétta af ættingjum sínum og veit ekkert um þá :´(

Jæja best að halda áfram með Da Vinci Lykilinn, þvílík snilldarbók!! Og eftir hana er það Barn að eilífu sem Gunni gaf mér áðan, já hann er sætur þessi elska ;)

þriðjudagur, desember 28, 2004

Skýlið!!

Það er einn maður í húsfélaginu okkar sem berst fyrir því á hverjum einasta húsfundi að fá einhver skýli yfir hurðarnar sem áttu víst að fylgja með húsunum tilbúnum en verktakinn setti aldrei upp. Nú vill þessi maður að húsfélagið borgi skýlinn til að húsið sé nú fullklárað, ég hafði ósköp lítinn áhuga á þessum skýlum til að byrja með, var alveg sama hvort þau yrðu sett upp eða ekki - ÞAR TIL ÉG HEYRÐI VERÐIÐ!! Dísus kræst, hvert skýli kostar víst lágmark 250.000 kr. takk fyrir, það er bara KVARTMILJÓN..... je minn eini ég er ekki að fara að eyða kvartmiljón í skýli yfir hurðina hjá mér og er ég því núna mjööög á móti skýlunum. Um er að ræða 8-10 hurðar og yrði verðið því 2-2,5 miljón kall ef skýlin verða samþykkt...

Hann hefur alltaf staðið einn þessi kall en er núna búin að fá annan mann með sér sem er nýfluttur hér í hverfið og vill endilega skýli yfir hurðina hjá sér, jii minn eini hefur fólk ekkert betra að gera að gera við peninginn en að kaupa sér kvartmiljónakróna skýli...?? Maður hefði nú haldið það!! Allavega áttu þeir félagar að finna út nákvæmt verð og hvað vinnan yrði og þetta mál á að ræða næsta vor en ég er búin að tilkynna Gunnari það að við berjumst gegn skýlunum fram í rauðan dauðann... hann hefur nú eitthvað minni áhyggjur af þessu en ég. Málið kom upp í einhverjum umræðum áðan og ég hnussaði "þessi skýli eru nú meiri djö... vitleysan" og þá heyrðist í mínum "Það væri nú gott að standa undir þeim í rigningunni..." STANDA UNDIR ÞEIM Í RIGNINGUNNI GUNNAR??? Hver stendur undir skýli við hurðina sína þegar rignir ha? Fólk hleypur út í bíl og hleypur inn, ég hef bara aldrei nokkurn tímann séð mann standa undir skýli fyrir framan hurðina hjá sér....!! Hahahaha hann kallinn minn hló mikið að æsingnum í mér því honum finnst það í meira lagi fyndið hvað ég er æst yfir þessum skýlum ;o)

En það verða engin skýli í Básbryggjunni á meðan ég bý hér.... vonandi... allavega ekki ef ég fæ einhverju ráðið!!

3 búnir, einn eftir....

Ég er búin með Celebration (minnir að það heiti það) konfektið sem var sko best, nammmm!! 1 kg Nóa konfekt tómt líka en ég át nú ekkert af því, finnst það bara ekki gott konfekt en Gunni sagðist hafa etið góðu molana en hinir væru í ruslinu.... Opnaði svo Mónu konfekt í gærkveldi og það kom nú meira en lítið á óvart, nammmm hvað það voru margir góðir molar þar, nær engir svona ógeðs marsipan og vín og drullumolar ;) Það kláraðist því næstum á nóinu... úff og þá er bara einn Nóa konfektkassi eftir, býð upp á hann á áramótunum ;)
Ég er búin að vera í fríi í dag og í gær og leiðist... ætlaði að mæta í vinnuna í dag en er bara svo drulluslöpp að ég ákvað að ná þessu bara úr mér þar sem ég var hvort eð er búin að segjast ætla að vera í fríi og mæti svo VONANDI bara spræk á morgun. Er eins og skrímsli núna með sokkin augu og svo orðin vibba feit og allt það, ekki beint aðlaðandi.. :´(


Og svo nálgast áramótin bara, oooo hvað mig hlakkar til og það er eins gott að allir verði hraustir þá!! Við mamma ætlum að elda Kalkún handa liðinu, við verðum 12-14 stk og keyptum við því 8 kg kalkún haha hann hlýtur bara að duga :o) Er að spá í að gera svo bara franska í eftirrétt og þá ætti mannskapurinn að vera góður :o)

Oh hef ekkert að gera, löngu búin með bókina sem ég fékk í jólagjöf og það er ekkert í sjónvarpinu svo mér bara drullu leiðist sko :( Ætli það endi ekki bara með því að ég taki til... mamma og Dæja eru að koma í mat í kvöld svo það er kannski skynsamlegasta lausnin á þessu öllu, að skella bara ÁMS eða KEANE í tækið og hefja eina af lokatiltektum ársins :)

mánudagur, desember 27, 2004

Pakkaflóð og sykurát....

Oh jólin voru í einu orði sagt YNDISLEG :þ Ég fékk fullt fullt af pökkum eins og alltaf, alveg 23 stykki og hver öðrum flottari. Þar á meðal fékk ég 4 konfektkassa, úff. Ég er ekki búin að borða svo mikinn mat um jólin, ekkert meiri en vanalega en sykurátið er aðeins meira en góðu hófi gegnir.... eða kannki mikið mikið meira en góðu hófi gegnir *roðn*. Vaknaði í morgun og skildi ekkert í því hvað mér leið rosalega skringilega, fékk pínu svona "úff er ég að verða veik?" sjokk en svo fattaði ég að mig vantaði bara sykur í blóðið og hellti mér því appelsín í glas og fann lakkrísinn og sit núna á beit ;) Dagarnir hafa nefninlega verið þannig að ég vakna, fæ mér súkkulaði eða lakkrís í morgunmat. Fæ mér svo Bugles og smá súkkulaði í hádeginu og svo aðeins meira yfir daginn og svo góðan kvöldmat og svo smá nammi í kvöldkaffinu... *ÆL* þetta er nú meiri vibbinn og gangi mér vel að breyta þessu ég er orðin svo háð sykrinum :(

Annars er bara allt fínt að frétta hjá fitukeppnum ;) Maður tekur sig á einhverntímann á nýju ári hehe eins og allir hinir ;) Vonandi áttuð þið jafn yndisleg jól og ég, ég bara trúi ekki að þau séu búin :( Nú bíður maður bara sumarsins!!