PEACE

laugardagur, mars 05, 2005

Geisp

Haldið að hún dóttir mín hafi ekki bara glaðvaknað kl.6:30 í morgun... JEREMÍAS hvað maður var EKKI tilbúinn til að vakna enda hefur hún ekki vaknað á þessum tíma í örguglega 2 ár! Við fengum hana nú til að vera upp í rúmi til 8:30 en það var lítið sofið því hún var bröltandi og syngjandi og Guð má vita hvað, það er því þreytt húsmóðir sem skrifar!

Rosalega var ég ánægð með idolið í gær, ég var svo að voooona að þær 2 yrðu í úrslitunum. Og jii ég bara missti mig yfir fyrri frammistöðu Davíðs, hló og hló-hef bara aldrei heyrt aðra eins hörmung :S Seinna lagið hjá honum var alveg fínt en mér finnst hann bara geta raulað svona auðveld raul lög sem svo til allir geta raulað... reyndar er hann með nokkuð mjúka rödd. Og hann tók því rosalega vel að detta út, gaman að honum á sviðinu ;) Seinna lagið hjá Hildi var það flottasta sem ég hef heyrt, vááááá hvað þetta var geðveikt en mér fannst dómnefndin ekki hrósa henni nóg fyrir það. Seinna lagið hjá Heiðu var líka alveg rosalega flott - enda fékk hún mikið hrós.... Það verður ekkert smá spennandi að horfa á úrslitin næstu helgi ;)

Ég er á leið á árshátíð í kvöld og á ekkert sem mig langar til að fara í :'( Spurning um að kíkja í Smáralindina og finna eitthvað hehe, sé til ;) Borgar sig varla þegar maður er að fara út eftir 2 vikur og smá verslunarferð er á dagsrká.... hmmm....?

föstudagur, mars 04, 2005

Urr

Oh ég var búin að blogga fullt og það datt allt út :´(

Nenni ekki að skrifa þetta allt aftur... svo bara GÓÐA HELGI!

mánudagur, febrúar 28, 2005

THE GEEK

Já já kallið mig nörd en í kvöld var auglýsing þar sem verið var að bjóða upp á Lifandi Vísindi. Við Gunni vorum áskrifendur lengi lengi en svo í einhverju sparnaðarátakinu þá sögðum við áskriftinni upp en höfum eiginlega alltaf séð eftir því, þetta er nefninlega snilldarblað ;) Jæja við vorum ægilega ánægð með þessa auglýsingu og hringjum inn hið snarasta og það svarar einhver símsvari og upp kemur rosaleg rulla með öllu tilboðinu og að eftir hljóðmerkið eigi maður að lesa inn nafn og kennitölu og heimilisfang og blablablablabla.... Jæja loks hættir blaðrið og Gunni (og ég í annað skiptið) tilbúin að lesa inn á símsvarann en nei þá kemur ekkert bíp heldur bara rödd sem segir að ekki sé meira pláss á spólunni...bíb bíb bíb - bara sónn....? Prufuðum 2svar en nei það er ekki pláss fyrir áskrifendur á spólunni.. og við hringdum sko á sömu sekúndu og auglýsingin kom... ekki mikið sem þær græða á þessari auglýsingu hahahahah NÖRDAR ;O)

Já og ég bara verð að koma því að að ég gerði svolítið rosalegt í dag sem ég mun vonandi ALDREI endurtaka... en ég keypti mér andlitskrem sem kostaði 8200 kr. ein lítil krukka.... *FOKK* Ég eiginlega sé eftir því en það er of seint að skila henni svo ég verð bara að nota hana.... Stundum tek ég svona skyndiákvarðanir sem er bara alls ekki sniðugt því maður nær ekki alveg að hugsa þetta nógu vel... verst er sko nefninlega að þetta krem hentar ekki alveg minni húðgerð *HÓST* fattaði það aaaaaaaðeins of seint :S (ekki segja neinum...)

JÆJA, SPEGILL SPEGILL HERM ÞÚ MÉR, HVER Á LANDI FEGURST ER... eftir svona 4 vikur muhahahahaha :þ

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Bíóhornið

María mælir með Hitch-þvílík snilld, langt síðan ég hef grenjað úr hlátri í bíó en þau láku bara á tímabili :) Hún er fyndin, rómantísk og sæt, ekta mynd fyrir mig!

Annars bara einhvernveginn ekkert að frétta... jú nema það eru aðeins 3 VIKUR í PRAG!!!!!!!!!!! Djísus hvað mig er farið að hlakka til, og kvíða fyrir að vera án snúllunnar minnar í 7 nætur-úff best að hugsa sem minnst um það... og flugið... hugsa bara um góða matinn og vínið og búðirnar - ef Rebba fær einhverju að ráða ;)

Verð nú að minnast á það að Hafdís Anja var að leika við langafa sinn í dag og hann var eitthvað að stríða henni og þá spurði hún allt í einu "ERTU KLIKKAÐUR?" hahahaha vissi ekki hvert langafinn ætlði hann hló svo mikið - sem og langamman... og jú mamman ;) Hún spurði víst frænku sína á föstudaginn hvort hún væri CRAZÝ....? Veit ekkert hvaðan barnið hefur þetta, hér á þessu heimili er enginn klikkaður, né crazy....??