PEACE

laugardagur, apríl 29, 2006

FLENSA SMENSA

Ég var veik á fimmtudaginn þarsíðasta, það er á sumardaginn fyrsta. Sem og föstudag, laugardag og sunnudag takk fyrir. Var ennþá slöpp mán, þri og mið en samt ekkert að drepast en á fim var mér allri lokið á ný og endaði hjá doksa sem tjáði mér að ég væri með flensuna sem væri lengi að ganga yfir og með miklum og erfiðum hósta - sem ég hef fengið að finna fyrir!! Hann sagði að eyrun á mér væru líka full af skít og fékk ég eitthvað drasl við því og á að mæta aftur eftir helgi ef ég er ennþá heyrnalaus þá og með eyrnaverki..

Þannig ég lá AFTUR seinnihluta fim, allan fös og búin að vera slöpp í dag en held samt að þetta sé nú komið svona nokkurnveginn, það bara verður að vera ef ég á ekki að verða GEÐVEIK!!

Þetta er ekkert sérlega sniðugt þar sem það voru ótrúlega fáir vinnudagar í apríl og það er gjörsamlega kreisí að gera í vinnunni hjá mér akkúrat núna. Drasl sem á að vera farið út og dót sem á að vera komið inn og allt í pati bara og ég aldrei í vinnunni... fyfan. Ætla að reyna að mæta á morgun og finna eitthvað út úr þessu, þetta bara gengur ekki!

Annars var nammidagur hjá mér í dag og ég svo heppin að það var barnaafmæli hjá Fjólu og hún með allskonar kræsingar, nammm :þ Vildi að ég hefði verið aðeins lystmeiri því þá hefði ég örugglega étið þetta allt upp til agna en ég bara hef haft litla lyst alla vikuna - væntanlega fylgifiskur flensunnar. Hefur hjálpað í átakinu en er frekar leiðinlegt á nammidegi... mig á örugglega eftir að dauðlanga í sætindi á morgun!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

BÚIN

Ég er algjörlega búin á því, einkaþjálfarinn er sko ekki vinur minn lengur..!! Hehe nei nei hann er reyndar ekkert nema frábær, þvílíkt indæll og lætur sig hafa það að hlusta á vælið í okkur skvísum hahaha :O) En ég er algjörlega búin á því í líkamanum og er ansi hrædd um að ég geti varla gengið á morgun... hvað þá tekið á því í 3ja sinn á 3 dögum!!

mánudagur, apríl 24, 2006

Nettur sjokkur

Dísus ég var að horfa á idol og hélt að Chris væri að fara að kveðja... ég hefði orðið KREEIISSÍÍÍ, nóg að Mandisa sé farin :(

En mér fannst Kathrin best, sjæse hvað stelpan syngur vel og DOUBLE SJÆSE hvað hún er BEAUTIFUL!! Hélt ég yrði ekki eldri í síðasta þætti þegar Simon sagði að hún hefði verið heppin með lýsinguna því hún hefði gert hana svo fallega.... uuuu hún liti vel út í líkhúsinu sko - alveg rólegur á því félagi :) En hún er pínu spes, ég ætla að skrifa það á aldurinn því mér finnst hún svo góð söngkona :)

Annars allt ágætt að frétta, ég er búin að vera lasin síðan á sumardaginn fyrsta, mjög gaman að fagna sumrinu svona. Er reyndar orðin hress fyrir utan leiðinda hóstaköst sem stundum vilja enda með uppgangi... ætli ég hafi fengið þetta frá barninu eða hún frá mér hmmm... hún ælir svo oft þegar hún hóstar greyið :( Svo er maður verstur á nóttunni og sefur því ekki mikið... ég þoli lítinn svefn illa...

Jú og svo byrjaði ég hjá einkaþjálfara í dag :) Við stöllur erum nú bara nokkuð ánægðar með dúddann sem við fengum, voða indæll og lítur ágætlega út :) Sjáum hvort hann nær ekki að hreyfa eitthvað við fitukeppunum á manni...