PEACE

laugardagur, maí 13, 2006

ENN Á LÍFI..

Bara busy busy busy :)

Prógramið er alla daga eins - vinna, ræktin, borða, smá TV, sofa. Alla daga nema reyndar sleppi ég ræktinni á föstudögum og geri eitthvað skemmtilegra þá, fór t.d. í 2 afmæli í gær sem var massa stuð :O)

Hef líka verið að vinna svolítið um helgar og ég verð að segja að ég er farin að hlakka rosalega til að fara í sumarfrí. Mig vantar bara smá frí frá vinnunni, búin að vera svo mikil geðveiki í gangi þar sem er reyndar bara stuð - allavega svona oftast... en það verður gott að fá smá breik og hlaða batteríin.

Er á fullu að "plana" afmælið mitt en samt bara í huganum er ekkert farin að gera ennþá... Það eru nú allir vinir mínir svo yndislegir að vera alltaf að bjóðast til að aðstoða en við mamma eigum eftir að rúlla þessu upp - takk samt :) Meiri að segja vinkona mömmu er búin að bjóðast til að aðstoða haha það er ekki hægt að segja annað en að maður eigi góða að ;) En ég er mest að stressast með hvað ég þarf mikið af hverju, mér finnst alveg HRYLLILEGA erfitt að áætla þetta en það hlýtur að reddast!!

sunnudagur, maí 07, 2006

I LOVE THE SUN :)

Oh hvílík veðurblíða rétt í byrjun maí, sumarið byrjar allavega vel :) Akkúrat svona veður hentar mér best, glampandi sól og rétt innan við 20°C :) Ekki of heitt en ekki of kalt heldur bara svona akkúrat til að hafa það notalegt, ég gat meiri að segja legið heillengi í sundi í sólbaði í morgun, er að reyna að ná mér í smá lit fyrir afmælið maður :)

Já ég er nefninlega búin að versla kjól fyrir afmælið... og hann krefst þess að ég sé aðeins brúnni en lík... Og það sem meira er hann var ekki til í minni stærð og ekki í stærðinni fyrir ofan þannig að ég tróð mér í næstu stærð fyrir neðan og það hafðist... en ég verð að vera MEGA dugleg næstu 2 vikurnar í ræktinni ef ég á að geta andað í afmælinu... hvað þá etið og drukkið :O) Ef ég er á innsoginu í afmælinu og ét hvorki né drekk þá vitið þið ástæðuna, ég var þá ekki dugleg í ræktinni síðustu tvær vikurnar hahaha :O)

Verst að maður er að vinna á morgun, væri sko alveg til í aðra sundferð :( En við fáum bara vonandi svona helgi aftur næstu helgi.... as if!!