PEACE

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Æ æ og ó ó

Ég frétti í morgun að ein ónefnd vinkona mín hefði lesið klausu sem hún kannaðist óvenju mikið við í einu af dagblöðunum.. klausu sem hún áttaði sig svo á að var nú bara tekin af blogginu hennar án hennar vitundar....!! Úff ég fæ bara fyrir hjartað, myndi DEYJA ef einhver tæki vitleysuna sem ég skrifa hérna inn og myndi birta í blöðunum og maður getur ekkert sagt!! Ég veit ekki hvort ég ætla að halda áfram að blogga... mér finnst þetta bara of gróft og vildi ÓSKA þess að ég gæti læst blogginu mínu :(

Jæja nokkrum klst eftir að ég frétti þetta fæ ég sendan link af mbl.is frá frænda mínum og hvað haldið þið....? OJ haldið þið að þetta hafi ekki verið ógeðsleg mynd af mér ásamt fleirum á Gay pride en greinin snérist nú samt EKKERT um Gay pride...!! Jesús ég fékk nú bara taugaáfall slíkur var hryllingurinn :s Kannski skárra að það birtist klausa úr blogginu heldur en afmyndað feisið á manni... ;o)

Ég er að fara á dönsku dagana í Stykkishólmi um helgina og jiii hvað mig hlakkar til því daninn sem var í Eurovision verður þarna :o) Ef þið vissuð það ekki þá hélt sko MEGA MIKIÐ með honum því mér finnst hann svo mikið ÆÐI :Þ

Oao

mánudagur, ágúst 08, 2005

FRÍIÐ BÚIÐ!!! :(

Oh ég trúi því bara ekki að þessar 4 vikur sem við tókum í frí séu liðnar :( Þær voru ÆÐISLEGAR hreint út sagt :) Bara geggjað að fá sér Baily's eða hvítvínsglas á kvöldin sama hvaða kvöld er um að ræða, að fara að sofa bara þegar manni sýnist (í fyrsta lagi um 2!) að sofa út á hverjum einasta morgni, að sóla sig á pallinum í spánarveðri, að kíkja í útilegur, sumarbústað, sveitina... oh já þetta var bara allt saman ÆÐI q:o)

Vá ég hélt ég myndi mæta svo endurnærð til vinnu eftir fríið en það er nú öðru nær... ég er hreinlega að mygla...! Svaf tæpa 4 tíma í nótt þar sem ég er gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við en það hlýtur að lagast strax í kvöld, fer snemma í háttinn og sleppi öllu áfengi, sjónvarpsglápi fram eftir nóttu og lestri þar á eftir ;)

Jæja best að halda áfram að fara í gegnum póstinn minn, bið að heilsa!