PEACE

laugardagur, september 11, 2004

Sveitt að baka!

Úff ég er alveg sveitt að baka núna fyrir afmælið á morgun, Guð hvað ég hef ekki þessi bökunargen í mér :s Reyndar heppin með það að mamma bakar fullt fyrir mig, svoddan engill þessi elska ;)

Er líka rennandi blaut eftir göngutúrinn í kvöld en það er þó alveg þess virði, geggjað að labba í rigningunni svo yndislegt andrúmsloftið eitthvað ;)

Best að halda áfram að baka,
over and out!

föstudagur, september 10, 2004

Mæli með ;)

Vá er þetta þriðja bloggið mitt í dag eða..? Allavega var að horfa á How to lose a guy in ten days og mæli með henni, Matthew er næg ástæða til að sitja dáleiddur, þokkalegur gaur..!!

Herregud

Dísus ég villtist inn á stöð eitt áðan og hvaða viðbjóð haldið þið að þeir hafi verið að sýna...? Myndina hennar Britney Spears og þetta hlýtur bara að vera THE WORST MOVIE EVER MADE - oj djös vibbi *gubb*! Sem betur fer er Súpan að fara að byrja, vonum að hún eyði flökurleikanum sem kom í kjölfar nokkura mínútna af þessum horror.... Ég er samt bara að fara að horfa ein á Súpuna, þó svo að ég hafi nú alltaf gaman af henni þá er það mikið meiri stemming að horfa á hana í góðra manna hópi og með smá öl við höndina eins og síðustu helgi, það var bara snilld ;)

Grenjað í vinnunni...

Oh ég skrifaði risa blogg hér í gær en það kom svo bara ekkert inn, óþolandi :(

Allavega þá grenjaði ég í vinnunni í fyrsta sinn í gær, þó vonandi ekki í það síðasta þar sem þetta voru happy tears ;) Við Mæja vorum eitthvað að fikta í tölvunni hennar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst okkur að setja allt sem var í tölvunni á hvolf... dísús og músin virkaði líka öfugt, Guð hvað við hlógum mikið, við bara grenjuðum í hlátri ;) Það sem var enn ótrúlegra var að Mæja gat lagað þetta fyrir rest... þvílíkur tölvusjení sem manneskjan er ;)

Í gær fór ég til ömmu að stytta allar buxurnar sem ég keypti úti, mikið rosalega er óþolandi að þurfa að stytta ALLAR buxur sem maður kaupir, urrr þoli ekki að vera strumpur :´(

Og að lokum langar mig að minnast á msn félaga mína sem eru ekki lítið skrítnir margir hverjir.... þeir eru annaðhvort busy eða away en eru samt hvorki busy né away.... ég er engan veginn að fatta þetta :s Ef maður setur að maður sé busy en er svo ekkert busy og alveg til í að spjalla, til hvers setur maður þá að maður sé busy..... og það sama með away, ef maður situr við tölvuna og er til í nett spjall afhverju segir maður þá að maður sé away..? Held að 50% af mínum msn félögum séu með svona "mixed signals" sem ég skil bara engan veginn ;) Allavega ef þið eruð merkt busy eða away þá þurfið þið held ég bara að hefja samræðurnar við mig ef þið eruð til í spjall því ég vil helst ekki trufla upptekna manneskju eða tala við einhvern sem er ekki við muhahahahhaha ;) Kannski rétt að taka það fram að ef ég er merkt busy þá er ég mjög líklega upptekin og ef það stendur away þá er ég ekki við tölvuna en í öðrum tilfellum er ég alltaf til í smá spjall ;o)

þriðjudagur, september 07, 2004

Nýja vinnan ;)

Það eru allir svo forvitnir hvernig mér líkar í nýju vinnunni, þetta er sko bara snilld mér líst svo súper vel á þetta ;) Frábært fólk, skemmtileg og spennandi vinna og nóg að gera. Ég kann reyndar ósköp takmarkað ennþá... en er með svo góðan kennara að þetta kemur allt með tíð og tíma :) Mæja ætti nú bara að næla sér í kennsluréttindin, þvílíkt góður kennari!!

En núna ætla ég að drífa mig út að labba með nýja MP3 spilarann, til þess var hann víst keyptur...

Adjö

sunnudagur, september 05, 2004

Typical maður...

Djöfullinn var að skoða veðrið í Lúx og þar er bara nánast heiðskýrt og 26°C og spáin þannig bara út vikuna... hvað er málið ha? Urrr hvað maður verður pirraður en það þýðir lítið að pirra sig á því.... geri það nú samt ;)

Jæja þarf að fara og undirbúa mig undir nýju vinnuna - með því að horfa á sjónvarpið, borða fullt fullt af sælgæti og slappa veeeeel af - besta leiðin til að undirbúa sig, trúið mér ;o)