Oh ég skrifaði risa blogg hér í gær en það kom svo bara ekkert inn, óþolandi :(
Allavega þá grenjaði ég í vinnunni í fyrsta sinn í gær, þó vonandi ekki í það síðasta þar sem þetta voru happy tears ;) Við Mæja vorum eitthvað að fikta í tölvunni hennar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst okkur að setja allt sem var í tölvunni á hvolf... dísús og músin virkaði líka öfugt, Guð hvað við hlógum mikið, við bara grenjuðum í hlátri ;) Það sem var enn ótrúlegra var að Mæja gat lagað þetta fyrir rest... þvílíkur tölvusjení sem manneskjan er ;)
Í gær fór ég til ömmu að stytta allar buxurnar sem ég keypti úti, mikið rosalega er óþolandi að þurfa að stytta ALLAR buxur sem maður kaupir, urrr þoli ekki að vera strumpur :´(
Og að lokum langar mig að minnast á msn félaga mína sem eru ekki lítið skrítnir margir hverjir.... þeir eru annaðhvort busy eða away en eru samt hvorki busy né away.... ég er engan veginn að fatta þetta :s Ef maður setur að maður sé busy en er svo ekkert busy og alveg til í að spjalla, til hvers setur maður þá að maður sé busy..... og það sama með away, ef maður situr við tölvuna og er til í nett spjall afhverju segir maður þá að maður sé away..? Held að 50% af mínum msn félögum séu með svona "mixed signals" sem ég skil bara engan veginn ;) Allavega ef þið eruð merkt busy eða away þá þurfið þið held ég bara að hefja samræðurnar við mig ef þið eruð til í spjall því ég vil helst ekki trufla upptekna manneskju eða tala við einhvern sem er ekki við muhahahahhaha ;) Kannski rétt að taka það fram að ef ég er merkt busy þá er ég mjög líklega upptekin og ef það stendur away þá er ég ekki við tölvuna en í öðrum tilfellum er ég alltaf til í smá spjall ;o)