PEACE

laugardagur, júlí 31, 2004

Missti af þeim stóra :Þ(

Ooo ég missti af Lottóinu, við GLEYMDUM að kaupa miða og nú er búið að loka kössunum *grenj* Ég sem var búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við allar 25 miljónirnar... pínu erfitt að þurfa að breyta öllum plönum bara vegna þess að það gleymdist að kaupa miðann en svona er þetta!

Al-alein..

Við Gunni erum bara ein i heiminum nuna og þa akkurat langar mann eitthvað a djammið, typiskt! En við ætlum að eyða helginni i rigningu og roki her a suðvesturhorninu, jei jei...

Hun Birna er buin að eignast litinn prins ;) Oooo eg get ekki beðið eftir að fa að sja gullið en var svo heppin að rekast a mynd af honum a siðunni hennar Fiu piu, ekkert sma kjut enda ekki von a öðru ;) Sa dömuna hennar Hrundar i annað sinn i dag og hun er svo sæt, ooo maður verður bara alveg veikur, mer finnst snullan min bara orðin fullorðin þegar eg se þessi krili!!

Eins og þið sjaið þa er tölvan aftur byrjuð með einhverja uppreisn og byður sko ekki upp a islenska stafi i þetta skiptið, bölvaðir dyntir i þessari druslu *hnuss* Nenni þvi ekki að skrifa meir, over and out!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Streptococcar it is :(

Gafst upp rétt fyrir 23 í gær og brunaði til doksa þar sem ég sá fram á nótt án svefns og ég hafði rétt fyrir mér er komin með streptococca sýkingu, þetta er í annað sinn á 2-3 mánuðum :(  Þeir sem hafa fengið svona sýkingu hljóta að vorkenna mér heil ósköp núna því þetta er sko viðbjóður bu-hu-hu!

Er að fara út á völl að sækja mömmu á eftir, hlakka ekkert smá til að sjá hana ;)  Hitinn hjá henni er búin að fara í 47° spáið í það!!  Og það eru skógareldar og læti þarna úti núna, fínt að fá kellu bara heim..

Það var að rifjast upp fyrir mér skemmtileg saga úr minni sólarlandaferð muhahaha ;)  Við Gunni skruppum til Rimini fyrir nokkrum árum með vinafólki okkar.  Einn daginn þegar við mættum á ströndina var ekki sála á ströndinni sem var ekkert smá skrítið...  sáum að það var flaggað rauðu sem þýðir víst að maður má ekki fara í sjóinn og það var aðeins hvassara en vanalega svo það var smá öldugangur í sjónum.  Við íslendingarnir létum það nú ekki á okkur fá og drifum okkur út í öldurnar enda mikið skemmtilegra í sjónum þegar það er smá action í gangi ;)  Vorum sem sagt í sjónum meira og minna allan daginn... daginn eftir heyri ég í mömmu og hún spyr hvort við höfum nokkuð orðið vör við hákarlinn þarna á ströndinni... WHAT??  Þá hafði komið í fréttunum hér heima að ströndinni á Rimini þar sem mikið væri af íslendingum hefði verið lokað vegna þess að sést hefði til hákarls við ströndina.... Ó MÆ GOD við vorum sem sagt að leika okkur með hákarli þarna í sjónum og hann var ástæðan fyrir rauða flagginu og því að ströndin var tóm þann daginn!!  Væri nú ekki viturlegra að hafa flagg með hákarli á í stað þess rauða svona fyrir the stupid people sem hlustar ekki á fréttirnar á Ítalíu því það skilur ekki ítölsku.... það hafði ég haldið!!

mánudagur, júlí 26, 2004

Aumingi..

Haldiði að maður sé ekki lasin í fríinu sínu :(  Það er eitthvað að mér ég get svo svarið fyrir það, ég er alltaf lasin!!  Er með svo agalega hálsbólgu að ég á í vandræðum með að kyngja munnvatni það er eins og að kyngja hnífum sko, algjör viðbjóður!!  Hringdi á heilsugæsluna í morgun þar sem mig grunar að þetta séu streptococcar-again en þar er nú bara löng bið eftir lækni skal ég segja ykkur... kemur á óvart!!  Svo ég ákvað að bíða bara aðeins og sjá hvort þetta lagist ekki af sjálfu sér... efast samt um það :(

Versló á næsta leiti og við vitum ekkert hvað við ætlum að gera!  Auddi og Lilja voru að reyna að freista okkar í gær með útilegu í blíðu með fullt af skemmtilegu fólki og við erum svona að spá í hlutina ;)  Kemur allt í ljós, annars er maður svolítið að spara fyrir utanlandsferðinni langþráðu, það sem ég ætla ekki að kaupa úti, jii dúdda mía ég verð með geðveika yfirvigt ef ég finn þetta allt hahahaha ;)

Engin sem skildi eftir blogg... hmmm... allir að laumupúkast bara eða? ;)