PEACE

laugardagur, nóvember 05, 2005

ÁFRAM GÍSLI MARTEINN :)

Verst að ég get ekki kosið því ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum og vil ekki skrá mig í hann...

En ef Gísli vinnur þetta er aldrei að vita nema maður kjósi X-D í Borgarstjórnarkosningunum... ef hann vinnur þetta ekki þá fá þeir pottþétt ekki mitt atkvæði! Er samt ekkert of bjartsýn, mínir menn vinna yfirleitt ekki :(

föstudagur, nóvember 04, 2005

Kiss kiss, bang bang

Kíkti á þessa myndi í gær með Gunna og Mæju. Mér fannst hún snilld, við Mæja hlógum eins og vitleysingar alla myndina :o) Hún er samt mjög svona öðruvísi og húmorinn svolítið svartur en jiii mér fannst það fyndið og svo er Robert Downey Jr. auðvitað bara SÆTUR, reyndar að verða gamall eins og flestir fallegir karlmenn í Hollywood...... en samt ennþá SÆTUR :)

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Smásaga :)

Ég bara verð að segja ykkur frá þessu því mér finnst þetta svo óendanlega fyndið. Við hérna í deildinni minni kíktum út að borða í hádeginu saman sem væri nú ekki frásögu færandi nema það er byrjað að ræða um bílinn sem sprakk upp þarna í Skeifunni. Mæja vinkona þegir á meðan sagan er sögð og svo í svolítinn tíma á eftir sem er mjög óvanalegt.... en hún hafði greinilega verið í þungum þönkum því svona 5 min seinna kemur þessi snilldarsetning frá hennni:

"Toyota..tákn um gæði..hehehehe ekki lengur segir þá litli terroristinn og sprengir hann í loft upp sprhghrghhe" (hún gerði svona rosaleg sprengjuhlóð með...)

SAY WHAT....?? Jesús ég var bara ekki að trúa því að hún hefði verið 5 min að hugsa upp eina hallærislegustu setningu sem heyrst hefur muhahahaha :) En hún var nú svo heppin að það heyrði hana engin nema ég.... ja og þó.. ég grenjaði úr hlátri og ákvað að deila henni með fleirum.... Hún nafna mín er nú oftast mjög fyndin en þó aldrei jafn fyndin og þegar brandararnir hennar misheppnast hahahahaha :) Og svo er aldrei að vita, kannski er til fólk þarna úti sem finnst þetta góður brandari, endilega látið hana þá vita hún yrði svo glöð :):)

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Átakið hafið!

Jebb í morgun kl.06:30 hófst átakið "Í kjólinn fyrir jólin", það heitir reyndar "Þrekraun" en okkur Rebbu fannst það hljóma svo agalega að við breyttum því bara fyrir okkur :) Það er sem sagt mæting 6 sinnum í viku... ókí.... og á laugardaginn kl.08:15 er þrekpróf... dísus við skelltum nú bara upp úr, er ekki verið að djóka með tímasetninguna á LAUGARDAGSMORGNUM...??? En what the heck það er með ólíkindum hvað maður er tilbúin til að leggja á sig fyrir gott form og fagrar línur muhahaha :o) Þetta verður ekkert mál og búið áður en maður veit af og þá um leið komin jól - bara ÆÐI :)

Annars ekkert að frétta hjá mér, næstu vikur verða bara vinna-æfa-sofa!

mánudagur, október 31, 2005

GEISP

Vá ef ég er ekki þreytt núna þá veit ég ekki hvað...!!

Helgin var stórfín alveg :) Það var slegið nýtt met í Actionary á mínu heimili, annað liðið komst á endareit á meðan hitt liðið var enn á byrjunarreit.... því miður var ég í hinu stórkostlega tapliði í þetta skiptið :( En við skoruðum á þau aftur og þá í Pictionary og sigruðum, ekki með svona yfirburðum en sigur var það :)

Ég hef komist að því að það er nánast ekkert flogið á veturna... vorum að spá í að skella okkur í borgarferð í febrúar jafnvel til t.d. Barcelona eða Rómar en flug á þessa staði hefst bara ekkert fyrr en í maí... hvað er það?? Urrr bara pirringur en við hljótum að finna eitthvað!!