PEACE

fimmtudagur, júní 01, 2006

KK eða KVK?

Flest öll mín samskipti í vinnunni eru við útlendinga í gegnum tölvupóst og það sem ég á erfiðast með er að vita kynið á manneskjunni sem ég er að "tala" við. Oftar en ekki er ég búin að vera að ræða við karl í marga mánuði sem svo kemur í ljós að er KVENmaður... eða öfugt...úps :)

Langar því að rita upp lista með nokkrum nöfnum sem ég á mikil samskipti við og þið eigið að setja í commentin hvaða kyn þið haldið að sé um að ræða - allir að kommenta (NEMA VINNUFÉLAGAR) svo ég sjái hvort ég sé sú eina heimska :)

Sacha
Sasha
Chantal
Manjit
Pirkko
Shreedhare
Pawel
Varadha
Pilar
Axelle

Látum þetta duga í bili :)

þriðjudagur, maí 30, 2006

Pólitík

Mér finnst hún leiðinleg. Þeir kennarar sem spáðu mér á þing í fjölbraut höfðu því rangt fyrir sér ég mun seint enda þar :)

En mér finnst samt alltaf viss stemming að fara og kjósa, ég fer svona í aðeins fínni föt og tek mig til og hef þetta pínu hátíðlegt :) Svo kýs ég þann mann/konu sem mér líst best á, ég er nefninlega lítið fyrir flokka... (svipað með íþróttir, held með mönnum en ekki liðum og skipti því ört milli liða...) og svo er kosningin búin fyrir mér því ég nenni enganveginn að horfa á kosningasjónvarpið.

Á laugardagskvöldið sat því Gunnar frammi og horfði á kosningasjónvarpið (og tefldi eflaust í leiðinni... og drakk öl) en ég sat inni í kompu og horfði á The Apprentice - náði sko alveg 8 þáttum takk fyrir og þessi nýja sería er geggjuð, alveg þvílíkt hot strákar í henni :O)

X-Trump

sunnudagur, maí 28, 2006

Maja Blö mælir með:

Ég er búin að gera lítið annað en éta undanfarna viku... æ æ..

Allavega á miðvikudagskvöldið bauð hún Rebekka mér út að borða á Austur Indíafélgagið sem er minn UPPÁHALDSSTAÐUR :) Namm við fengum svo góðan mat og skemmtum okkur sko vel :) Fengum meðal annars svona fjóra rétti sem kokkurinn velur og ég get mælt með því, var bara geggjað!!

Í gær var svo skelltum við fjölskydlan okkur á Vegamót með Mæju og co og fengum við okkur ÖLL Steiksamloku hahaha ekkert smá mikil fjölbreytni í matarvalinu :) Ég var reyndar pínu öðruvísi því ég vil piparsósu á mína og nammmm þetta er besta samloka í heimi og ég mæli sko líka með henni :)

Í dag skelltum við Gunni okkur svo á Rossapommodoro, ákváðum að nýta okkur það að vera barnlaus og fara út að borða þrátt fyrir mikið át undanfarna daga... Ég var búin að heyra svo mikið um þennan stað að ég bara varð að prufa hann, flest hafði nú reyndar verið neikvætt... en ég lét það ekki stoppa mig :) Allavega þá held ég að ég hafi fengið BESTU PIZZU Í HEIMI þarna, nammm hvað hún var sjúklega góð :þ Hún var með mozzarella, einhverjum 4 ostateg í viðbót, parmaskinku og rucola káli - mæli sem sagt 100% með henni :O) Gunni fékk sér humarpasta sem var líka ágætt en ekki eins gott og pizzan :)

Ég fór sko í Sogaæðanudd og Eurowave á laugardaginn svo ég held ég hafi alveg mátt við þessu....