PEACE

laugardagur, maí 27, 2006

Þreyta...zzzz

Ég var svo þreytt í vinnunni í dag að ég hef bara aldrei lent í öðru eins, gerði allt vitlaust og bara gat varla unnið... Ástæðan? Jú aðallega sú að það er hættulegt að hafa frí á fimmtudegi og mætingu á föstudegi því maður sefur út á fimmtudagsmorgun og missir sig svo í Prison Brake langt fram á fimmtudagsnóttu og fær kannski 4 tíma svefn ef maður er heppinn!!

Kláraði Prison Brake seríuna í gærkveldi og OMG segir ekki meir.

Kom heim úr vinnunni í dag og lagðist upp í sófa og það slökknaði bara á mér, ekkert smá gott að fá sér smá svona kríu :)

Í kvöld kláruðum við svo American idol (Gunni hraut smá yfir því... hann náði engri kríu eftir vinnu..) og ég get sagt ykkur það að úrslitaþátturinn er GEÐVEIKUR!! Hann hefur alltaf verið svo langdreginn og leiðinlegur en Rebba hafði orð á því að hann væri góður svo ég ákvað að gefa honum sjens, var að spá að kíkja bara á netið eftir að hafa horft á þau :) Allavega þið verðið ekki svikinn, ótrúlega mikið af góðum atriðum og hann er ekkert langdreginn þó hann sé vissulega langur :) Um úrslitin spjöllum við svo bara í næstu viku.

Jæja best að skella sér í bólið... pynting framundan þar sem við nöfnurnar ætlum að skella okkur í Eurowave OG sogæðanudd á morgun... herregud - já það er sko satt sem hún Mæja segir "BEAUTY IS PAIN!!"

fimmtudagur, maí 25, 2006

Heilsulíf

Mikið á heilsulífið ekki við mig.... ég bara er ekki þessa "holla" týpa. Ég er ekki skvísan sem mætir með skyr eða túnfisk og kotasælu sem hádegismat í vinnuna... eða salat og 1/2 brauðsneið... verður fólk satt af þessu????

Nei ég er meira þessi týpa sem skreppur á Stylinn, KFC eða Makkarann og étur almennilega :)

En maður getur vanið sig á allan andskotann, það er erfitt fyrst - ógeðslega erfitt en þetta venst. Ég fæ mér t.d. svo til aldrei franskar lengur og í byrjun langaði mig varla að borða hamborgara eða pítu eða hvað það var án franskanna en í dag sakna ég þeirra ekki mikið... samt svolítið en ég lifi :) Ég fæ mér ekki nammi öll kvöld eins og ég gerði.... eiginlega bara einu sinni í viku, einstaka sinnum sem ég hef svindlað en þetta vandist líka - VIBBA erfitt fyrst en vandist :)

Eitthvað sem venst ekki er að þurfa að mæta i ræktina, shit ég er bara aldrei að nenna því :´( Þegar við Fjóla mættum í síðasta einkaþjálfunartímann (við mættum sko ALLTAF) þá vorum við að ræða það áður en þjálfarinn mætti hvað það væri frábært að húsið yrði lokað daginn eftir því þá þyrftum við ekki að mæta... við í hnotskurn sem sagt. Jæja þjálfarinn mætir og spyr okkur eftir smá stund hvort við séum ekki orðnar þannig að okkur líði bara hálf illa ef við missum úr æfingu..... uuuuuu.... hmmmmm.... neeeeiiii við gátum nú ekki alveg sagt það... nýbúnar að fagna því að sleppa næsta dag muhahahaha :O) Mér mun aldrei finnast hræðilegt að komast ekki á æfingu - er nokkuð viss um það!!

En við erum enn að púla, reyna að vera duglegar... púluðum allavega fullt í Smáralindinni í dag hlaupandi á milli verlsana muhahaha það var þúsund sinnum skemmtilegra púl en það sem við tók í Sporhúsinu strax á eftir...

mánudagur, maí 22, 2006

Þrítug + eins dags gömul

Já dagurinn í gær byrjaði vel en endaði ekki alveg eins vel... Var ekkert þunn þegar ég vaknaði og upp úr hádegi drifum við okkur út að borða og svo að þrífa salinn. Þegar við vorum svo til búin með salinn (tók um 2 tíma) helltist allt í einu yfir mig ógleðin og úff klósettskálin var föðmuð og magakrampar dauðans tóku við það sem eftir lifði dags og kvölds :( Og ég er enn að deyja í maganum, ég sver það hvað er málið með magann á mér, hann þolir bara ekki neitt (áfengi)!!

En ég opnaði gjafirnar í gær og váááá þvílíkar gjafir - er fólk alveg kú kú? Ég fékk meðal annars:
3 kjóla - hver öðrum flottari
Nudd og hand/fótsnyrtingu í Nordica
2 stórar myndir eftir Línu Rut (love her)
ca.50 þús í peningum - í allskonar formi :)
Fullt af rauðvíni og hvítvíni svo komið í heimsókn :)
4 blómvendi
Andlitskrem
Mac snyrtivörur (2 augnskugga og bronze púður)
Pilgrim hálsfesti og eyrnalokka
Aðra hálsfesti
Skyrtu
Nike peysu
bol
Buzz leikinn nýja :)
Náttslopp
Stóran hvítan glervasa

Úff man ekki meir en þetta var sko heill hellingur og allt alveg GEÐVEIKT!! Þúsund þakkir fyrir mig *smúts*

sunnudagur, maí 21, 2006

Gamla konan bloggar :)

Shit hvað maður er orðin gamall, þetta er rosalegt!! Ég hélt alltaf að það yrði pínu erfitt að verða þrítugur, smá svona sjokkur en isss mér finnst ég ennþá bara 18 svo þetta er allt í ljómanum bara :O)

Loksins kom að veislunni í gær, ég var komin með grænar af að skipuleggja hana og úff við vorum sko með allt á síðustu stundu en þetta reddaðist. Ég var bara sveitt, ómáluð og ógreidd þegar liðið mætti... en í þrusustuði :) Það kom á daginn að mamma hafði rétt fyrir sér með magn veitinga... hmmmm... allt sem hún og Gunna (fósturmamma mín hehe) gerðu var akkúrat passlegt, en það sem ég gerði var í 4 veislur... án gríns, shit hvað það er mikill afgangur!!

En það sem mestu máli skiptir er að það var stuð, MASSASTUÐ ég hefði ekki getað skemmt mér betur og OMG ballið með Páli Óskari toppaði bara ALLT :) Skemmdi pínu fyrir hvað það var geðveikt troðið en maður varð bara að vera frekur og troðast líka :) Þegar Stebbi og Eyfi mættu á sviðið og tóku Nínu missti maður sig bara, SHIT þvílíka stemmingin, það rigndi svo einhverju drasli úr þakinu og þetta var bara eins og.... ég veit ekki eins og hvað.... BARA GEGGJAÐ :)

Fór nú samt heim með kallinum mínum um 3 leytið, held hann hafi verið orðin þreyttur á troðningnum og svona og shit hvað það var KALT :( Ætluðum aldrei að finna taxa, fundum einn hjá Hallgrímskirkjuturni að lokum en þá var ég búin að lofa því að stökkva fyrir næsta bíl og borga viðkomandi 10 þús kell fyrir að skutla mér heim - ég hélt ég yrði bara úti sko!! Fengum okkur svo pizzu og svona hérna í nótt og höfðum það bara kósý og svo er ég með bestu pössupíu í heimi sem gisti hérna hjá okkur svo við gætum sofið út í morgun :)

Já og hvað varðar Júróvisjónið þá var ég mega sátt við úrslitin, hélt reyndar með Svíum en þar á eftir Finnum :) Mér fannst bara öll topplögin bestu lögin í keppninni og er því í heildina bara ánægð með þessa keppni.

En takk allir æðislega fyrir mig :) Fyrir alla skemmtunina, gjafirnar (sem ég get ekki beðið eftir að fara og kíkja á hehe) og síðast en ekki síst fyrir ræðuna og dansinn heimsins bestu skemmtanastjórar :O)