PEACE

fimmtudagur, desember 02, 2004

Sækó?

Ég veit að ég er klikkuð en stundum geng ég nú aðeins fram af mér haha ;) Sá svo flott jólaskraut í glugga í dag og hugsaði með mér að þetta yrði flott í stofuglugganum mínum en svo fór ég að spá í það hvort ÞAÐ TÆKI ÞVÍ AÐ KAUPA ÞAÐ ÚR ÞESSU..... jii minn eini hvað maður er gaga stundum... sumir eru ekki einu sinni byrjaðir að skreyta ;)

Og það er sama með kransinn minn, þarf svo að laga hann aðeins og gera flottari en sú hugsun kom upp í dag hvort það tæki því nokkuð því jólin væru nú bara nærri komin... kannski betra að gera það bara næst.... Dísus ég ætla út í búð á morgun og kaupa betra skraut á kransinn, ÉG SKAL ;)

Jæja sækó fréttum lokið hjá mér í bili - er maður nokkuð sækó ef maður gerir sé grein fyrir því hvað maður er klikkaður...? Já - með fullri virðingu fyrir sækóum og klikkhausum eins og mér :þ

miðvikudagur, desember 01, 2004

Er þetta þess virði?

Oh nú er ég búin að vera 2 mánuði í ræktinni og búin að vera mjööög samviskusöm finnst mér... ein slæm vika bara! Jæja ákvað að stíga á vigtina í morgun eftir langa pásu frá þessari ó-vinkonu minni og viti menn.... EKKI EITT FOXXXXX GRAMM FARIÐ arrrgggg :S

Dísus ég skil ekki tilhvers maður er að eyða svo til öllum kvöldum í þetta í stað þess að liggja bara uppi í sófa að horfa á imbann með bland í poka.... Hnusss ætla að þrauka út þessa 3 mán og ef það verður enn ekki gramm farið þá má ræktin hoppa þangað sem sólin ekki skín...

Við Rebba og Kristín mættum allavega í pömpið í dag - var ekki alveg að fara með rétt mál með að við værum oftast tvær því hún Stína pömp rokkar sko hehe ;) Jæja við tókum bara ágætlega á því fannst mér :þ Kristín kom nú með komment um að hún héldi að rassinn hennar væri eitthvað að minnka aftur - ekki góðar fréttir sem sagt hjá Olgunum þennan daginn.... spurning hvar þetta endar...?

Og það sem mig langar alltaf í sælgæti, djíííísus það er ekki eðlilegt :( Nammiþörfin er hreinlega að gera út af við mig, reyndar er sá tími mánaðarins núna sem ég er verst... kannski að vigtin hafi líka verið leiðinleg þessvegna... hmmm gefum henni sjens eftir svona 2 vikur hehe ;) En ef einhver á ráð við nammiþörfinni þá komið með það í commentin takk takk :þ

Jólahlaðborð

Jæja það eru 3 jólahlaðborð þetta árið, nammm :þ Mér finnst rosalega gaman að borða svona góðan mat en yfirleitt fer ég svo bara heim eftir matinn... nenni einhverra hluta vegna ekki að djamma eftir allt ofátið... líklega vegna þess að ég get ekki hreyft mig hahaha :)

Í ár mun ég prufa Versali, Óðinsvé og Grandhótel - fer reyndar á Grandhótel í 3ja sinn sem er bara fínt því það er alltaf svo góður maturinn þar :)

Ég fer á hverju ári á svona hlaðborð og þau sem ég hef prufað eru:
Grandhótel sem sagt 2svar og mæli með því
Skíðaskálinn - mæli ekki með honum því það var glatað að komast ekki heim þegar maður vildi!
Viðey - það var rosalega þröngt þar en maturinn góður
Broadway 2svar - var fínt ;)
Argentína - var ÆÐI ;)
Lækjarbrekka - sæmileg, myndi samt ekki mæla með henni það var t.d. bara ansi margt búið þegar það kom að mér og það var alveg hálftíma bið í það, t.d. eftir sósu og kjöti....!!
Í sal með aðfluttum mat frá Hótel Sögu held ég... það var sæmilegt
Á Hótel Sögu það var rosalega fínt
Á Hótel Loftleiðum, það var líka rosalega fínt
Naustið - mjög fínt líka ;)
Hótel Borg 2svar - ÖMURLEGT í fyrra skiptið, sátum svo þröngt að maður komst ekki fyrir, fengum matinn alltof seint (að verða 23:00!!) og var bara mega ósátt! Sæmilegt í seinna skiptið en mæli ekki með þeim!

Hmmm það er nú eflaust meira en ég bara man ekki eftir fleiri stöðum í bili :) Kannski þetta hafi hjálpað einhverjum sem er að leita að stað.... mæli sem sagt mest með Argentínu og Grandhótel held ég :)

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Allt að verða reddí

Jæja nú er jólaskrautið komið upp og ég búin að búa til þennan líka fína krans hehe ekkert smá stolt af afrekinu :) Ég elska hvað það er allt að verða jólalegt, maður kemst bara í gott skap á leiðinni í vinnuna í myrkrinu þegar maður sér öll þessi jólaljós :þ

Ég er með harðsperrur í hundraðasta skipti síðan ég byrjaði í ræktinni... þarf eitthvað aðeins að endurskoða þessa þyngdir í Body Pump hehe þetta er reyndar aðallega brjóstvöðvinn en ég er svo aum þar en held greinilega að ég sé aðeins sterkari en ég er.... En við Olgurnar erum að verða bara tveggja manna teymi held ég hehe, ég er ekkert smá ánægð að hafa náð að fá Rebbu í ræktina því annars væri ég örugglega hætt en hún ofurduglega vinkona mín er sko alltaf á því að mæta ;) Það er verið að spá í Combat í kvöld ef einhver hefur áhuga á að koma með okkur, síðasti tími var bara geðveikur :þ

Já og að lokum fannst mér Dabbi Kóngur snilld í gær þegar hann kom með þetta líka flotta nýyrði á Samfylkinguna hahahaha jább maðurinn er bara snilld, allavega hlæ ég mig alltaf máttlausa þegar hann kemur með svona skot :þ Sérstaklega þegar þau beinast að Össuri en sá maður fer meira en lítið í mínar fínustu.....

oao