PEACE

laugardagur, janúar 20, 2007

HELGIN

Jeij komin helgi :) Ég ELSKA helgarnar!! Fór reyndar að vinna aðeins í dag, bara í 2 tíma, hafði ekki tíma í meir en kom nú bara slatta í verk á þessum tíma - ef maður hefur lítinn tíma þá bara vinnur maður tvöfalt hraðar muhahaha :)

Maðurinn minn á afmæli í dag, hann er að verða pínu gamall þessi elska... hmm ætli það þýði að ég sé að verða það líka..?? Mér finnst svo ótrúlegt að hann er eldri núna en pabbi minn var þegar við Gunni byrjuðum saman... SHIT!! Spurði Gunna í gær hvort honum fyndist það ekki ótrúlegt en hann sagðist nú bara ekkert spá svona í hlutum eins og ég... lol við erum stundum svo ólík :) Ég man bara að mér fannst pabbi sko GAMALL KARL þegar við vorum að byrja saman hehe en eftir því sem maður eldist þá breytist pínu viðhorfið til "eldra" fólks :O)

Bóndadagurinn í gær og afmæli í dag - aldeilis að maður þarf að dekstra við karlinn, það fer að slaga í mánuð sem búið er að dekstra við hann (ég byrjaði á aðfandagskvöld)!! Hann á það svo sem skilið :)

Annars bara allir hressir hér á bæ. Erum að fara til Rebekku og Ömma í Júróvisjón partý :) Reyna að taka aðeins af bjórnum sem er afgangs síðan síðustu helgi :) Mér fannst hellingur afgangs en kokkurinn sem sá um salinn trúði því ekki hversu mikið áfengi rann niður í liðið - hann hélt við værum að grínast þegar við komum með búsið í hús en maður þekkir sitt fólk muhahaha :)

Jæja best að taka sig til, eigið góða helgi öll :O)

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Hjónalífið

Það er alveg frábært að vera giftur :) LOL reyndar finn ég engan mun nema ég er enn í skýjunum með kvöldið og svo á ég svo mikið af fallegum hlutum og fullt fullt af inneignum hehe :)

Ég fékk svo fallegar gjafir að það er með ólíkindum :) Einn hlutur sem ég fékk 3 af sem ég þarf að skipta en annars var ótrúlegt hvað þetta passaði allt vel saman :) Mér finnst svo leiðinlegt þegar maður þarf að skipta gjöfum - ég skipti svo til aldrei gjöfum (nema ég fái margar eins) því það sem er skemmtilegast við gjöfina er að það valdi einhver annar hana sérstaklega handa mér - sem gerir hana svo sérstaka :)

Morgungjöfin var líka bara ÆÐISLEGUST, hann Gunni minn er alltaf svo sætur :O)

Oh hvað haldið þið að ég hafi fundið í skottinu á bílnum á sunnudeginum...? GESTABÓKINA fyrir brúðkaupið - hversu týpískt er það lol ég gleymdi að láta gestina kvitta... muhahaha alveg glötuð en það verður bara að hafa það :)

Það er leikskólavesen enn og aftur hjá dömunni. Ohh þetta er bara pirrandi nú er hún ekki með leikskólapláss einu sinni í viku allavega fram í febrúar 0g örugglega lengur þar sem ekki finnst starfsfólk :( En ég á góða að sem redda mér þegar þeir geta :)

Jæja frúin biður að heilsa í bili - ætlar að kíkja í búðir og reyna að eyða smá money :)

sunnudagur, janúar 14, 2007

Frúin heilsar :)


Já þá er maður bara orðin frú - haldið að það sé :) Gærkveldið var yndislegasta kvöld EVER, jiii minn eini hvað þetta var GEÐVEIKT!! Eins og ég hef sagt áður þá þekkjum við BARA skemmtilegt fólk og þetta kvöld hefði ekki getað heppnast betur.

Smá stress þegar fólkið byrjaði að streyma inn um dyrnar og ég ekki alveg tilbúin... lykkjufall á sokkabuxum og læti lol en það reddaðist allt :) Svo þegar athöfnin átti að byrja kom í ljós að hann afi minn hafði ekkert verið sóttur en ég sendi leigubíl eftir honum svo hann kæmist í athöfnina en leigubíllinn misskildi þetta eitthvað og skildi karlinn eftir... þessu var samt reddað í einum grænum og athöfnin byrjaði nokkurnveginn á tíma - og afi á svæðinu :)

Athöfnin var yndisleg alveg, presturinn rosalega fínn og hafði þetta alveg eins og við vildum, í styttri kanntinum og persónulegt :) Jónsi söng fyrir okkur lag fyrir athöfn og 2 lög eftir athöfnina og Binni spilaði á gítarinn, það var ÆÐISELGT ooohhhh :)

Síðan tók heimsins besti veislustjóri við og gaf okkur BESTU VEISLU sem hægt er að hugsa sér!!! Byrjað var á að borða aðeins en maturinn var GEGGJAÐUR, sem og vínið :) Eftir matinn var kynntur á svæðið fyndnasti maður í heimi - Pétur Jóhann og JESÚS minn það sem maður hló, mér var illt þegar hann loks hætti úff púff :O) Hann hafði líka orð á því við mig að hann hefði sjaldan skemmt fyrir fullum sal þar sem ALLIR hlæja ALLAN tímann :) En ég líka bauð bara fólki með góðan húmor muhahaha :O)

Jæja nokkru eftir þetta atriði sem ég hélt að ekki væri hægt að toppa mætti MAGNI á svæðið og tók 3 lög. Herregud, maðurinn er GEÐVEIKUR söngvari ég er að segja ykkur það, ég fékk svo mikla gæsahúð og mátti hafa mig alla við að fara bara ekki að grenja :) Hann var sko klappaður upp og sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann væri klappaður upp sem skemmtiatriði í brúðkaupi lol og hefði hann nú skemmt í allavega svona 50 brúðkaupum :O) Hver klappar upp skemmtiatriði í brúðkaupi spurði hann.... lol vinir mínir :) En hann tók aukalag og fékk sko gott klapp fyrir enda fannst öllum hann klikkaður!!

Ég man nú ekki alveg röðina á því sem eftir kom en það var æðisleg súkkulaðikaka, FRÁBÆRAR ræður frá pabba, Robba, Sidda og Mæju og svo MYNDBAND ALDARINNAR frá Birki og Binna :O) Takk öll þið eruð BRILLIANT :) Og að lokum mætti Helga Braga á svæðið og kenndi mér hvernig ég skyldi höndla hann Gunna minn á brúðkaupsnóttina lol hún var alveg FRÁBÆR :O) Kallaði mig svo upp á svið til að dansa magadans, úff ég bara Ó NÓ og reyndi að komast hjá því en það gekk sko EKKI lol :) En þetta var svo bara gaman og hló ég örugglega manna mest að þessum dillum í okkur :O) Frábær endir á frábærri veislu og svo var það bara opinn bar og PARTY PARTY fram eftir öllu... og sko með frameftir öllu meina ég fram eftir öllu því okkur stuðpinnunum var hent út kl.04:30 muhahaha :) Það var dansað STANSLAUST og voru ca.10 lög sííííðasta lagið, sko alveg síííííðasta lagið :O)

Já eins og heyra má þá var þetta bara ÆÐI ÆÐI ÆÐI, ég hef aldrei skemmt mér betur og ég held að hver einasta manneskja sem kvaddi hafi haft orð á því að þetta væri skemmtilegasta brúðkaup sem hún hefði komið í og þar með var tilganginum náð - okkur Gunna langaði í skemmtilegt partý - ekki stífa veislu :O)

Tókum svo upp pakkana í dag og JESÚS ég segi ekki meir... er fólk að TAPA sér???
TAKK ÆÐISLEGA FYRIR OKKUR!!!

Og takk allir sem mættu, þið gerðuð þetta að algjörlega ógleymanlegu kvöldi fyrir okkur!!
Og elsku heimsinsbesti bróðir ÞÚSUND ÞAKKIR, við eigum aldrei eftir að geta fullþakkað þér fyrir þetta en *KNÚÚÚÚÚS* frá okkur :O)

Set inn fullt af myndum á síðuna hennar Önju minnar en þær eru allar af minni vél, svo var Ruth mín með flottari vél og tók helling af myndum sem ég svo bara bæti inn líka þegar ég fæ þær, það er meira af okkur fjölskyldunni, af salnum, tertunni, matnum og athöfninni :)

GLEYMDI að minnast á DJ-inn. Hann eða HÚN var svaðaleg muhahahaha shit hvað það dönsuðu allir, og það fór sko ótrúlegasta fólk út á gólf :O) Þú náðir til allra Lilja mín, takk ÆÐISLEGA :O) Og salurinn var svo fallegur - þökk sé Önnu Leu sem sá um að hanna lookið á salinn :) Takk líka Anna mín :) Já og ég hefði sko ekki verið svona sæt ef Bibba og Fía hefðu ekki málað mig og greitt mér - ÞÚSUND ÞAKKIR STELPUR :o) Og þið öll hin sem hjálpuðuð okkur með þetta allt - takk takk og knús og kossar :) -er örugglega að gleyma einhverjum, líður eins og ég sé að þakka fyrir óskarinn muhahahahaha þessvegna þakka ég bara ÖLLUM sem tóku þátt í þessu ;)