PEACE

laugardagur, júní 17, 2006

LOKSINS HM

Þann 9.júní heyrði ég í útvarpinu að LOKSINS VÆRI HM KOMIÐ og vá hvað ég var spennt, ég tók þessu nefninlega eins og að loksins væri verið að opna almennilega H&M búð á Íslandi...

En það var víst ekki málið heldur var loksins komið að heimsmeistaramótinu í fótbolta - DAMN!
En það þýðir nú lítið að væla yfir því heldur bara að vera með í stemningunni og halda með Englandi :) (sem eru að skíta á sig..)

En nú ætla ég að drífa mig heim að horfa á Ísland-Svíþjóð, shit hvað ég er smeyk um að við klúðrum þessu... en ég ætla að senda góða strauma á FULLU og vona það besta :O)

fimmtudagur, júní 15, 2006

Kúk og piss brandarar...

Hvenær ætli maður vaxi upp úr þessu... eða hvenær ætli ÉG vaxi upp úr þessu...?
Guð ég geti hlegið endalaust að svona bröndurum og t.d. í dag þá uppgötvaði ég hljóð sendingar á msn en nafna mín sendi mér "prump" hljóð og viti menn - ég urlaðist úr hlátri :o) Pínu vandræðalegt þegar herbergisfélagarnir spurðu hvað væri svona geðveikislega fyndið (ég var í kasti) að reyna útskýra að ég hefði fengið prump hljóð í gegnum msn-ið hjá mér sem hefði vakið svona rosalega kátínu.... sjæse!

Sem betur fer er allavega ein önnur þarna í deildinni með sama húmor og ég því ég heyrði hláturinn frá hinum endanum alveg yfir í mitt herbergi... prumpið var alveg að gera sig í dag!! Og reyndar fleiri msn fítusar sem voru að gera góða hluti, I LOOOOOVE MY MSN :)

Jæja rúm 2,5 vika í Króatíu og ég komin með bíkiní-ið (Jesús hvernig skrifar maður þetta orð) í hendurnar, keypti það áðan og er svaka ánægð með það :) Verð ennþá ánægðari ef ég næ af mér svona eins og 2 kg fyrir ferðina :O) Las í dag (í tvöfalda Eurowave tímanum mínum sem ég hélt að myndi gera út af við mig) að maður á að borða sterkan mat með chili svona 2svar í viku því það eykur brensluna og það er óhætt að segja að ég hafi fengið mér sterkan rétt í kvöld!! Fór á Shalimar með föndurstelpunum og fékk mér VERY STRONG INDIAN FOOD og já hann var sko STERKUR - fjúff - en góður :)

Hvar er sumarið?

Djö maður hvað er málið með þetta veður? Það er komið mitt sumar liggur við og maður er ekki einu sinni búin að draga fram pottinn á pallinn... GLATAÐ :( Var að skoða myndir á síðunni hennar Hafdísar Önju minnar og í júní í fyrra.. og árið þar áður þá var sko sól og blíða allavega einhverja daga í júni!! Ég man ekki eftir að hafa séð spá á mbl.is öðruvísi en með rigningarspá ALLA daga eins langt fram í tímann og hægt er að fara

I HATE IT :(

þriðjudagur, júní 13, 2006

Þyngdaraflið..

Ég er búin að fara út og skokka undanfarin kvöld, veðrið hefur bara verið algjört æði!

EN... það er eitthvað með mig og þyngdaraflið, ég held það togi meira í mig en aðra..!! Ég á sko þvílíkt erfitt með að hlaupa ég meira svona drattast einhvernvegin áfram og alveg þoli ég það þegar einhverjir "skokkarar" taka fram úr mér og þeir svona hálf fljúga áfram... hvernig fara þeir að þessu? Lappirnar á mér bara ná ekki að fljúga svona í gegnum loftið því þær eru FASTAR við jörðina... endilega útskýrið hvernig maður nær þessu flugi - veit reyndar að nafna mín getur það ekki því hún er jafnvel enn fastari en ég við jörðina muhahaha :O)

mánudagur, júní 12, 2006

Beverly og Melrose

Ég hef svona verið að kíkja á Beverly og Melrose öðru hvoru, ekki séð heilan þátt þó en svona aðeins kíkt :) Beverly Hills eru of gamlir bara til að horfa á finnst mér, fólkið er píííínlega hallærislegt - allir nema hann Brandon (Jason Priestley) sem er enn Guðdómlega cute muhahahaha :) Shit hvað ég var skotin í honum þegar ég var hvað... 14.. eða 15...? Og hann bara ER sætur, þúsund sinnum sætari en þessir O.C eða One Tree Hill gaurar :)

En Melrose gæti svona sloppið... ef ég myndi ekki fá velgjuna við að sjá buxurnar hjá konunum rétt 2 sm fyrir neðan brjóstin - HERREGUD sá maður ekki hvað þetta var ógeðslega hallærislegt eða? Ég er nú ekki mikill fan mjaðmatískunnar sem gerir það að verkum að maður sér "plömmera" hægri vinstri allan daginn... en það hlýtur að vera millivegur muhahaha :O) Mér finnst Jake samt ennþá HOT, oh þegar ég komst yfir Brandon féll ég sko big time fyrir Jake *andvarp* :)

Jæja O.C að byrja... já já engir sætir gaurar þar og stelpurnar alltof horaðar og allt það en ég horfi nú stundum samt... fötin eru allavega töff.... svona stundum q:o)