PEACE

miðvikudagur, júní 11, 2008

ANDVÖKUNÆTUR

Ég upplifði ófáar andvökunætur núna fyrstu vikurnar hennar Karítasar Evu. Ég vaknaði alltaf með henni milli 12 og 13 á hádegi og svo á kvöldin þegar allir voru sofnaðir lá ég andvaka, oftast til að verða 4 takk fyrir! Ótrúlega gaman að vera bara aleinn vakandi kl.4 á nóttunni... NOT! Ég ákvað því að gera eitthvað í þessu og núna fer ég á fætur eftir að ég gef stelpunni en hún vaknar yfirleitt kl.10 til að drekka (fyrsti sopinn hennar... hún er ekki morgunhani frekar en mamman hahaha) En mikið ofboðslega er freistandi að kúra hjá henni eftir að hún drekkur, hún sofnar alltaf strax eftir sopann en ég læt mig hafa það að dröslast á fætur og gera eitthvað af viti :O)

Ég byrjaði í dag að leita að dagmömmu. Þær sögðu allar að það væri ekkert hægt að segja með svona löngum fyrirvara þar sem þetta væri frekar erfiður tími upp á að vita eitthvað en stelpan fer til dagmömmu um áramótin. Nokkrar skrifuðu þó nafnið mitt niður og ætla að hafa mig í huga svo nú er bara að krossa allar fingur og allar tær :) Nenni ekki í stresskast yfir þessu núna, byrja að hýperventilera í október ef ekkert gengur ;)

Annars er bara me-time framundan vú hú :O) Það er sko bíó í kvöld með skvízumömmunum (það hljóta bara allir að vita hverjar þær eru :) og svo á laugardaginn er það fyrsta skvízumömmudjammið - get ekki beðið það verður svo mikið STUUUUÐ :O) Verst að ég verð sú eina í gömlum lörfum með þessu áframhaldi.. finn ekkert nýtt sem mér finnst ég flott í og er ástæðan líklegast sú að ég er ekkert mjög flott.... þá er bara að drekka þeim mun meira hahahaha :O)