PEACE

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Snakes on a plane

FYFAN hvað þetta er mögnuð mynd!! Skil ekki hvað er að þessum bíóhúsum.... það er nýbyrjað að sýna myndina, hún fær svaðalega dóma og Samuel L Jackson leikur í henni og hún er í SAL 4...?? Dísus og Miami Vice sem allir segja lélega eða í mesta lagi sæmilega er í sal 1 og lúxus.. ég er bara ekki að ná þessu því ég ætlaði að slappa af í Leisíbój :)

En sætin í Smáralind eru svo góð og salur 4 hjúmongus svo þetta skipti svo sem engu máli og myndin var geggjuð svo ég er hress :) Held að Gunni hafi skammast sín pínu fyrir mig.. ég var alltaf öskrandi því myndin var svo ógeðsleg... og svo var ég grenjandi þess á milli... bæði úr hlátri og af sorg... því hún er svo ógeðslega fyndin en líka svolítið sorgleg og svo hélt ég stundum niðri í mér andanaum því hún var svo spennandi - já þetta er sko ein með öllu :)

Fyrri hluta myndarinnar var ég reyndar mestmegnis með hendurnar fyrir andlitinu... fjúff hvað sum atriðin voru mikill viðbjóður... það hefði mátt sleppa þeim eða minnka þau en ég mæli samt með henni - 100% - enda er Sammi bara "mothafuckin'" snillingur :)

Ef þið viljið sjá svalasta atriði myndarinnar þá er smá klippa hér... kannski ekki allir sem vilja svona spoiler en þetta er bara snilld:
"Enough is enough! I have had it with these muthafuckin' snakes on this muthafuckin' plane!"

Mæja - you asked for it!


Við Mæja erum með rosalega ólíkan smekk á karlmönnum... erum bara algjörlega á öndverðum meiði með þetta og hér fyrir ofan sjáið þið hugmynd hennar um KARLMENNI!! *GUBB* :):)

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

JO HO HO...


Ok er það bara ég eða er maðurinn að meika það....? Shit hann verður bara betri og betri og hann er sko uppáhaldið mitt - ÁFRAM RYAN!

Vil samt ekkert endilega sjá hann með þessum krumpugaurum í Supernova heldur bara við píanóið sitt... helst beran að ofan... að syngja rólegt fallegt lag.... með augnráðinu sem bræðir köldustu hjörtu.... lol :)

Já og bara benda á það að það er annað nýtt blogg hér fyrir neðan, ég er í stuði sko :)

LONDON BABY

Já eins og flestir vita þá er ég að fara til London og ég er að DEYJA úr spennu! Skil ekki alveg hvað ég er spennt því ég hef oft farið til London en það hefur líka alltaf verið gaman og núna er svo margt sem við ætlum að gera :) Og svo höfum við aldrei farið bara tvö út saman, ég held það verði kósí :o)

Við ætlum á ABBA og QUEEN show-ið. Ég var ekki viss hvort við ættum að fara á og datt því í hug að hringja í hana Ruth vinkonu mína sem var búin að sjá bæði vissi ég. Ruth var sko að koma heim frá London Í DAG og hafði farið í bæði showin í þessari ferð... á annað þeirra í 3ja skiptið og hitt í 2 skiptið lol :) Og hún sannfærði mig bara um að skella mér á þau bæði og við getum ekki beðið :) Og það kom á daginn að ég hafði hringt í réttu manneskjuna viku fyrir brottför því að London is her middle name, stúlkan er bara alltaf í London :) Hún gat sko þrætt Oxford street í huganum og benti mér á ALLAR verslanir, hverjar ég verð að fara í, hvað fæst í hverri búð, rosa flott blá lína í Disney m.a. á stelpur osfrv. ÞETTA VAR BARA ÆÐI muhahahaha við erum alveg eins með þetta verslunardæmi :O) Og hún gerði mig ENN spenntari... ef það var þá hægt.

Svo var hún með ALLA restauranta á hreinu :) Lét mig hafa nöfn og símanúmer hjá þeim sem hún mælti með (hún er svo séð, hún er með öll nafnspjöldin í London möppunni sinni) já það var sko þjónusta hjá Ruth.London.com :) *TAKK ELSKU RUTH*

Mæja var nú líka búin að gefa mér góða punkta... en Mæja er ekki skipulagsfrík... og var því ekki um nöfn og heimilisföng og símanúmer að ræða heldur meira svona "hann heitir eitthvað svona wagaska og er einhversstaðar þarna í London" muhahaha en takk samt sæta og ég lofa ég fer á staðinn sem þú sagðir að ég yrði að fara á - ég MUN finna hann enda mjög úrræðagóður einstaklingur :)

Við ætlum sem sagt á show-in, í bátsferð niður Thames, á vaxmyndasafnið, Í VERSLANIR, út að borða oft oft oft, skoða mannlífið á kvöldin og bara OHHHH hafa það svo súpergott :)

Svo tekur reyndar alvaran við á mán og þri því þá er ég að fara á námskeið vegna vinnunnar og skv. stundaskránni þá er PRÓF úr efninu... HERREGUD ég sem hélt ég væri laus við próf fyrir fullt og allt þarf nú að þreyja eitt í London :S
Guð hvað það yrði neyðarlegt að hringja í vinnuna á miðvikudagsmorguninn og tilkynna að ég hafi ekki komið heim með kvöldvélinni kvöldið áður því ég þurfi að mæta í UPPTÖKUPRÓF úr námskeiðsefninu.... muhahahaha það væri nú brilli... nei annars það væri ekki brilli... úff *panic attack*

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ekki svo halló lengur...

Ég viðurkenni það, ég horfi ALLTAF á Beverly og Melrose og mér finnst þeir ÆÐI :) Voru halló fyrst en núna eru þeir komnir fram um nokkur ár og eru bara "hip and cool"... ok ekki alveg en þeir eru entertaining :)

Og mér finnst Brandon alltaf jafn SJÚKLEGA sætur, oh þessi augu og þetta bros... bræddu mig þegar ég var 14 og bræða mig enn :) En sko bara þarna í Beverly vegna þess að gaurinn er í einhverjum þáttum á S1 orðin hvað... 16 árum eldri cirka og SHIT HVAÐ HANN ELDIST ILLA!!! OMG hann er bara allur svona þrútinn og lítur alveg agalega illa út, alveg hreint hræðilega unsexy og uncute... Gott að ég nældi mér ekki í hann þegar ég var 14 :)

Það er svo fyndið að horfa á þessa þætti því ég sá þá ALLA í gamla daga, maður missti ekki af þætti. Og þetta er eins og þegar maður les bók aftur eftir tugi ára... maður man hvað gerist næst svona rétt áður en það gerist.. en maður man ekki svo mikið langt fram í tímann, kannski svona smá helstu atriðin en ekki mikið allavega og þessvegna er svo gaman að horfa :) Svo er ég alltaf "ó nei bíllinn springur" eða "ó nei báturinn springur en ég er viss um að Jake lifir" Hahaha rosa spákona maður... :o)

Er ég nokkuð sú eina sem horfir á þetta...? Jæja þá eruð þið bara að missa af MIKLU!!

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Hótel Rúanda

Shit afhverju var ég ekki löngu búin að sjá þessa mynd? Hún er ROSALEG, sönn saga sem sem gefur manni ágætis innsýn inn í hræðilegan heim :(

Mér finnst alveg rosalega erfitt að horfa á svona myndir og tala nú ekki um þegar ég veit að um sanna sögu er að ræða. Velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að hætta að horfa þegar tárin byrjuðu að renna en hugsaði síðan með mér að þetta er það sem sumt fólk býr við og það er sorglegt að maður skuli helst bara ekki vilja vita af því... af því það er svo sárt að horfa..

Já þetta er lúxuslíf sem maður lifir - getur bara slökkt á sjónvarpinu þegar hörmungarnar í heiminum verða manni ofviða. En ég kláraði myndina og sé ekki eftir því, mæli 100% með henni.