PEACE

laugardagur, maí 21, 2005

Afmælisdagurinn...

Dagurinn í dag tók við þar sem frá var horfið í gærkveldi... hann var sem sagt ekki góður :( Mér fannst það sérstaklega svekkjandi þar sem ég á afmæli en svona er þetta, maður ræður ekki hvaða daga maður hefur það gott og hvenær ekki!!

Ég sofnaði með dúndrandi höfuðverk, svaf illa í nótt því mér var svo illt í höfðinu og vaknaði svo hreinlega að farast og var óglatt í þokkabót en það var nú eflaust bara af þreytu og verkjum. Ákvað nú samt að drífa mig í vinnuna enda geggjað veður og ýmislegt planað í vinnunni á afmælisdeginum mínum og mig langaði síst af öllu að mygla hérna heima hjá mér, hefði þó betur hlustað á hann Gunna minn sem flest veit, jiii hvað mér leið illa í dag :'( Fór og keypti köku handa liðinu um kl.10 og nammm hvað hún var góð, mér leið aðeins betur eftir að hafa komið henni niður (eða að töflurnar virkuðu aðeins) Svo um hálf tólf var ég aftur að deyja og þá drifum við okkur á Stylinn þar sem ég fékk mér nú bara bjórglas til að reyna að kippa heilsunni í lag (hef heyrt hann lækni allt) en nei hann virkaði ekki heldur :( Um hálf tvö var ég hreinlega hætt að geta horft á tölvuna mína og fann að bjórinn og salatið voru ekki langt frá því að koma upp aftur svo ég fór bara heim og lagði mig, steinsofnaði alveg í góða 2 tíma en vaknaði MEÐ HAUSVERKINN, URRRR hvað ég var pirruð en ógleðin var þó farin. En hann skánaði svo loks seinnipartinn og er bærilegur núna enda afmælisdagurinn búinn og frábæri Eurovision dagurinn að byrja.... ;o) Heja DENMARK ;)

Já þetta var sem sagt sorgarafmælissaga Maríu, vorkenna ekki örugglega allir mér gífurlega mikið?

föstudagur, maí 20, 2005

ÖMURLEGT HELVXXX EUROVISION DRASL

Vá hvað ég var pirruð í gær þegar ljóst var að við kæmumst ekki áfram, ég hafði satt að segja varla íhugað þann möguleika, fannst hann svo FAR OUT miðað við spár og annað á netinu sem og frammistöðu Selmu! Ég bara sat og gapti og velti því fyrir mér hvort þetta yrði kannski bara kært.... kæra kæra, ég er eins og Kaninn, þetta er alltaf það fyrsta sem mér dettur í hug þegar mér finnst eitthvað ósanngjarnt, hvort sem það eru Eurovision úrslit eða handboltaúrslit ;)

En ég held með Noregi og Danmörku, fengu bæði eitt símtal frá mér og komust bæði áfram, var allavega sátt við það ;)

Horfði svo á idol og úff en meiri vonbrigði, hvar endar þetta eiginlega :´( Vaknaði svo í morgun með dúndrandi höfuðverk og er óglatt og úff er ekki að meika daginn bara, já þetta er sko erfitt líf!

Best að fara og kaupa köku handa liðinu hérna í vinnunni, heyri í ykkur seinna!

mánudagur, maí 16, 2005

BJÖRGUN BURT!

Oh hvað þetta var ÆÐISLEG helgi, verst að hún er búinn :'(

Ég fór í langan og góðan göngutúr í Elliðárdalnum í dag og það er svo geggjað að labba þarna um, skil ekkert í mér að fara ekki þangað oftar þar sem þetta er bara hérna rétt hjá! Þegar ég kom tilbaka var hann Gunni minn með þessar líka frábæru fréttirnar, hann hafði farið á róló með dömuna og hitt þar konu sem er víst skyld honum sem á Björgun og hún sagði að Björgun væri nú bara byrjuð að flytja burt - VÚ HÚ HÚ ;) Fyrir þá sem vita ekki hvað/hver Björgun er, þá er það HELVXXXX sanddæmið hérna alveg við hverfið og ég HATA hana! Sandurinn er svo fínn að þrátt fyrir að hún sé nokkuð langt frá mér eru garðhúsgögnin alltaf öll í sandi sem og gluggar og þetta berst sko alveg inn á gólf takk fyrir! Fyrir utan SJÓNMENGUNINA af þessu, oj oj oj!

Við vissum að hún væri með starfsleyfi til 2007 og gæti fengið framlengingu eftir það svo ég var nú ekki vongóð að losna við þetta drasl svona fljótt en svo virðist sem hún Björgun sé bara að kveðja og ég gæti varla verið ánægðari ;) Já og sama konan sagði jafnframt að það vantaði ekki marga upp á að það væri skylda að byggja leikskóla í hverfinu svo þegar Björgun fer þá kemur leikskóli fljótlega eftir það þar sem það á að byggja á svæðinu þar sem hún er! Já það er sko bara allt að gerast í Bryggjó :o)