Í JÓLAFÍLING
Já nú er Maja sko komin í jólafílingin og ekki seinna vænna því það styttist óðum í jólin :) Maja skreytti húsið hátt og lágt í kvöld og nú er Maja sko sátt.... muhahahaha finnst ykkur ekki fyndið að tala um sjálfan sig í 3ju persónu? Þetta var í Grey's þætti sem ég sá um daginn og mér finnst þetta ógeðslega fyndið :O)
En allavega við dóttirin skreyttum hér í kvöld, á þó eftir að henda upp seríunum og þá er þetta nú bara næstum komið hjá okkur :) Síðan hlusta ég á jólalög á daginn í vinnunni... hlusta svona 5 sinnum á nýja Gospel diskinn með Sálinni yfir daginn og svo á 1-2 jóladiska inn á milli en þeim fer að fjölga á kostnað Sálarinnar :) Svo er stefnan sett á Ikea og jólaball í Smáralind um helgina en hvoru tveggja er nú bara til að koma manni í jólaskapið sko :)
Brúðkaupsundirbúningur er.. enginn. NADA. En við hljótum að hrökkva í gírinn fyrir brúðkaup - vona það allavega. Í augnablikinu hef ég mestar áhyggjur af boðskortum, þarf maður ekki að fara að búa þau til allavega.... oh langar mest að senda bara e-mail á liðið - en nei það er púkó :)
Svo er ég í smá dilemmu með helgina. Ákvað að sleppa jólahlaðborði Actavis sem er standandi boð þetta árið, bæði vegna þess að ég get hreinlega ekki staðið lengi á hælum og svo vegna þess að smá rólegheit hérna heima eru kærkomin... sé ekki fram á aðra rólega helgi fyrr en eftir brúðkaup. En æi samt langar mig pínu að fara og borða góðan mat með skemmtilega fólkinu sem ég vinn með. Sé til hvað ég geri - sjáum hversu sannfærandi hún Sigrún vinkona mín nær að vera á morgun muhahaha :O) Annars er svo annað jólahlaðborð á vegum vinnunnar minnar í næstu viku og svo eitt hjá Gunna helgina þar á eftir svo ég svelti nú ekkert í desember mánuði :)
Jæja Maja ætlar að kíkja á Horatio (CSI Miami) svo hún kveður í bili... ég get nú reyndar sagt ykkur það að hún nafna mín gerir óspart grín að því að mér finnist Grishom sexy (nota bene mér finnst það ekki hún er bara kúkú..) en eitt er víst hann er ÞÚSUND sinnum meira sexy en Horatio sem er goð nöfnunnar *HROLLUR*
En allavega við dóttirin skreyttum hér í kvöld, á þó eftir að henda upp seríunum og þá er þetta nú bara næstum komið hjá okkur :) Síðan hlusta ég á jólalög á daginn í vinnunni... hlusta svona 5 sinnum á nýja Gospel diskinn með Sálinni yfir daginn og svo á 1-2 jóladiska inn á milli en þeim fer að fjölga á kostnað Sálarinnar :) Svo er stefnan sett á Ikea og jólaball í Smáralind um helgina en hvoru tveggja er nú bara til að koma manni í jólaskapið sko :)
Brúðkaupsundirbúningur er.. enginn. NADA. En við hljótum að hrökkva í gírinn fyrir brúðkaup - vona það allavega. Í augnablikinu hef ég mestar áhyggjur af boðskortum, þarf maður ekki að fara að búa þau til allavega.... oh langar mest að senda bara e-mail á liðið - en nei það er púkó :)
Svo er ég í smá dilemmu með helgina. Ákvað að sleppa jólahlaðborði Actavis sem er standandi boð þetta árið, bæði vegna þess að ég get hreinlega ekki staðið lengi á hælum og svo vegna þess að smá rólegheit hérna heima eru kærkomin... sé ekki fram á aðra rólega helgi fyrr en eftir brúðkaup. En æi samt langar mig pínu að fara og borða góðan mat með skemmtilega fólkinu sem ég vinn með. Sé til hvað ég geri - sjáum hversu sannfærandi hún Sigrún vinkona mín nær að vera á morgun muhahaha :O) Annars er svo annað jólahlaðborð á vegum vinnunnar minnar í næstu viku og svo eitt hjá Gunna helgina þar á eftir svo ég svelti nú ekkert í desember mánuði :)
Jæja Maja ætlar að kíkja á Horatio (CSI Miami) svo hún kveður í bili... ég get nú reyndar sagt ykkur það að hún nafna mín gerir óspart grín að því að mér finnist Grishom sexy (nota bene mér finnst það ekki hún er bara kúkú..) en eitt er víst hann er ÞÚSUND sinnum meira sexy en Horatio sem er goð nöfnunnar *HROLLUR*