PEACE

laugardagur, október 06, 2007

NEW YORK, NEEEW YOOOORK

Þeir sem hafa komið til NY vita að þetta er geðveikasta borg í heimi. Þeir sem ekki hafa komið þangað... well ég mæli með að þið skellið ykkur :)

Í gær var fyrsti dagurinn okkar hérna og sjæse við tókum sko FERÐAMANNINN á þetta muhahaha :) Við byrjuðum á að labba hálfa borgina endilanga ég sver það, löbbuðum meðfram Central Park sem er bara flottur. Drifum okkur svo í Empire State og skoðuðum borgina úr hæstu byggingunni frá 86 hæð! Síðan erum við með svona strætómiða þar sem við getum hoppað í og úr strætó sem er svona útsýnisstrætó, algjör snilld. Við tókum hann í gær og skoðuðum NOHO og SOHO en við hoppuðum út og skoðuðum aðeins Soho. Hoppuðum svo aftur í og fórum að Ground Zero og hoppuðum aðeins þar út til að skoða en satt að segja var lítið að skoða þar... Hoppuðum svo aftur í strætó og skoðuðum Kínahverfið, Wall Street, keyrðum meðfram Brooklyn Bridge og þar, í gegnum Times Square og þá vorum við komin eiginlega hringinn um neðribæinn og ákváðum að skella okkur heim í sturtu fyrir mat. Fengum okkur svo svaka gott að borða á ítölskum stað hérna rétt hjá hótelinu.

Í dag á að kíkja á frelsisstyttina, líklega labba aðeins um Wall Street og Kínahverfið þar sem við hoppuðum ekkert út þar í gær og svo verður eitthvað tekið af efribænum.

Síðan erum við líka með miða í kvöldstrætó en þá er rúntað framhjá því sem er fallegast á kvöldin og það er víst flottasti túrinn, spurning hvort við skellum okkur ekki í það í kvöld líka :)

Og að lokum fylgdi með í ferðamannapakkanum sem við tókum sigling um New York sem við tökum áður en við komum heim.

Og að lokum langar flestum að taka þyrluflug yfir borgina, ég skelli mér með ef ákveðið verður að fara en 6 tíma flug hingað til New York var eiginlega bara PLENTY flug fyrir mig :)

Jæja klukkan er orðin 9 hér í New York og við ætlum að hitta ferðafélagana kl.10 svo það er spurning um að fara að taka sig aðeins til :) Maður vaknar hér fyrir allar aldir út af tímamismuni en það er allt í kei, gefur manni bara betri tíma til að skoða borgina en það er sko nóg að sjá!! Svo er hitinn úti um 30°C og sól, aðeins of heitt fyrir hann Gunna minn en okkur hinum líður prýðilega :)

mánudagur, október 01, 2007

Gleðilegan mánudag..

Oj hvað mánudagar eru leiðinlegir. Tala nú ekki um svona gráir, blautir mánudagar.

Annars er ég bara hress. Fékk fína hvíld yfir helgina, hugsaði ekkert um fasteignir, vinnu eða ferðalög nema jú þegar ég skutlaði eiginmanninum út á völl. Það var 3ji sunnudagurinn í röð sem ég kíkti upp á völl en ég lét mér nægja að skoða flugstöðina að utan í þetta skiptið :) Verð nú samt að viðurkenna að mig langaði með honum, ohhhh núna er hann í New York í 25°C og sól og ég að mygla í grámanum á skerinu!

Ég skrapp í bíó í gær, við kíktum á Knocked Up og mér fannst hún æði :) Alltof langt síðan ég fór í bíó síðast, skil bara ekkert í mér.

Svo er hittingur hjá matvælafræðinni annað kvöld. Nóg að gera svo vonandi líður þessi vika hratt.. eða fram á fim því þá fer ég til NYC beibí og það er sko komin tilhlökkun :o)

Smá skoðunakönnun að lokum:
Er sælgæti Djúpur karlkyns eða kvenkyns? Talarðu um eina Djúpu eða einn Djúp? Áður en þú svarar langar mig að benda á sælgætið Hjúpur.. þar er talað um einn Hjúp muhahahaha :)