PEACE

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Hellú...

Hef nú ekki mikið að blogga um... bara aðeins að taka mér pásu frá geðveikinni í vinnunni... fjúff :)

En ég get sagt ykkur það að það eyðileggur þætti frekar mikið að lesa allt um þá á netinu ef maður ætlar að horfa á þá..... ég er hætt að nenna að horfa á Amy því ég veit hvað gerist í næstu þáttum og nú er þetta ekki spennó :-/ Damn hvað það er svekkjandi að vera svona forvitin :(

En reyndar sleppur þetta ef um raunveruleikaþætti er að ræða, enda þá finnst mér skemmtilegra í raun bara að fylgjast með persónunum enda söguþráðurinn yfirleitt frekar lítill :)

Nú er ég sokkin í House þættina, er með þá á tölvu og finnst þeir frábærir, líka snilld að geta horft bara þegar maður hefur tíma því ég hef ekki náð að horfa á einn í sjónvarpinu er bara alltaf að gera eitthvað annað!!

Jæja blogga vonandi meira spennó næst, hef bara ekkert krassandi að segja...

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Gleymdi eftirminnilegustu gjöf allra gjafa :o)

Hahaha já það er nú reyndar ein gjöf sem stendur upp úr en ég fékk hana reyndar ekki heldur bróðir minn.

Við bjuggum úti í USA og amma og afi gáfu honum rosalega flottan jogging galla með kanínum á, ekkert smá sætur :) En þegar drengurinn mætir í honum í skólann eftir jólafríið kárnar gamanið.... þið vitið nú hvernig kaninn er... sækó as hell hahaha en allavega í ljós kom að sætu litlu kanínurnar á gallanum voru sko PLAYBOY kanínur og Jesús það fór bara allt í uppnám í skólanum hjá krakkanum.... komið fram við 8 ára krakkann eins og pervert!!

Hahaha þetta er svo fyndið eftirá, að mæta í Playboy búning í skólann í Bandaríkjunum er sko ekki alveg the thing to do en það spáði bara engin í að þetta væri klámkanína..... hvorki amma og afi né mamma og pabbi. Og greyið segir að þetta hafi verið einn alversti dagurinn í lífi hans, ekki gaman að lenda í því að það sé komið fram við mann eins og perra þegar mann er bara 8 ára :)

mánudagur, nóvember 28, 2005

Eftirminnilegar jólagjafir :)

Já þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina sem standa upp úr :o)

Ein af þeim eru ísbrauðformaglösin frá honum bróður mínum, hahaha þau eru bara snilld :) Án hans ætti ég reyndar engin glös held ég því hann hefur alltaf gefið mér glös - sem komið hafa að góðum notum en þessi ísbrauðformaglös slógu öll met, mega töff sko :o)

Þegar við Gunni vorum nýbyrjuð að búa gaf vinnan hans okkur listaverk. Hann var búin að heyra að það yrði gefið listaverk eftir "alvöru" listamann og vorum við frekar spennt að fá eitthvað flott í nýju íbúðina :) Herregud þvílíkt listaverk.... þetta var ein mesta hörmung sem ég hef augum litið, trékassi með einhverju garni í miðjunni - bara ógeð og endaði sem kattarklóra fyrir litla kisann okkar!!

Ein mesta snilldin var þó örugglega NAGLALAKKAÞURRKARINN sem ég fékk frá vinkonu minni í USA :) Maður setti naglirnar inn í tækið og þá byrjaði þessi líka svaka blástur til að þurrka naglalakkið hahahaha svei mér þá, allt er nú til :)

Annars er ég nú alltaf ánægð með allar gjafirnar mínar, skárra væri það nú :) bara gaman að fá eftirminnilegar gjafir :) Ég hef fengið fullt fullt af fleiri eftirminnilegum gjöfum en það tæki allan daginn að rifja þær allar upp! Ég hef meðal annars unnið á tveim sérlega gjafmildum vinnustöðum, gjafirnar frá Apótekinu á Króknum voru sko engar smá gjafir, maður fékk hreinlega allt sem manni langaði í oooo það var svo æðislegt að vinna þar, sérstaklega yfir jólin enda hugsa ég alltaf til þeirra yfir jólatímann!! Vinnan sem ég er í núna toppaði þó allt síðustu jól... vonandi gerir hún það aftur núna muhahahhah :)