PEACE

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hitt og þetta

Heyrði í fréttunum að það eru miljón manns búnir að sjá páfann - eða öllu heldur lík páfans. Þetta fólk er búið að bíða í ca.9 tíma í margra margra kílómetra röð til að líta hann augum í nokkrar sek, minnir pínu á útsölu hjá BT ef ég á að segja eins og er...! En ég vil nú ekki gera lítið úr andláti páfans og syrgjendunum, fólk er greinilega tilbúið að leggja mikið á sig til að kveðja þennan merka mann! Það er pínu spennó að sjá hver næsti páfi verður, vona að hann verði ekki eins íhaldssamur og þessi þrátt fyrir að allt útlit sé fyrir það - hvað er málið með að samþykkja ekki smokka þegar ógn eins og AIDS er annarsvegar? Og það að konur séu ekki eins merkilegar og karlar - urr don't get me started on that one!

Að öðru - bílastæði fatlaðra! Vá hvað það pirrar mig hvað fólk ber litla virðingu fyrir þessum stæðum :( Það er svona stæði fyrir utan leikskólann hjá Hafdísi Önju og það er yfirleitt ALLTAF bíll í því og þá ekki bíllinn sem keyrir fötluð börn í leikskólann - óþolandi óvirðing! Samt er sko nóg af bílastæðum lausum þarna í kring, þau eru bara ekki akkúrat fyrir framan hliðið..... Eftir að hafa pirrað mig á þessu í hvert sinn sem við skutlum henni í leikskólann kem ég hér í vinnuna og sé forstjórastæðið hér fyrir framan húsið autt - eins og alltaf (og þannig á það að vera)! Það dirfist sko enginn að leggja í það þrátt fyrir að það sé laust svona 90% af mánuðinum þar sem forstjórinn býr í London og að bílastæðavandamál hérna séu mikil, oft fær maður ekki stæði nema í hálftíma fjarlægð liggur við - já það er misjafnt hverjum fólk sýnir virðingu ;)

Og svo er það hann Karl bretaprins. Ég er ekki að skilja það afhverju við köllum manninn KARL??? Hann heitir Charles for God sake... ég myndi kannski skilja þetta ef hann héti Carl en halló hverjum datt í hug að nefna prinsinn í Bretlandi bara upp á nýtt?? Spurning um að kalla Tony Blair bara Anton? Og kannski George Bush bara GEORG RUNNA? Á bara ekki til orð mér finnst þetta svo hallærislegt ;) Afhverju ætli prins William sé ekki kallaður Vilhjálmur... er hann kannski kallaðurVilhjálmur....??

mánudagur, apríl 04, 2005

Harðsperrur - enn og aftur :(

Mig minnir að ég hafi verið búin að tilkynna það að ég fékk harðsperrur dauðans í Prag.. á 3ja og 4ja degi gat ég bara vart gengið, þvílíkur var sársaukinn!!

Verst var þó þegar við fórum upp í einhvern kirkjuturn hjá St.Nicholas kirkjunni (verður að skoða hana Beta, þessa sem er ekki á aðaltorginni heldur hinum megin við Karlsbrúnna)! Það þurfti að labba upp vel yfir 200 tröppur (geðveikt bratt) og við borguðum okkur inn Nota bene... Jesús ég var svo brjáluð út í sjálfan mig þegar við vorum svona hálfnuð upp, ég var móð og másandi og harðsperrurnar að drepa mig sem og iljarnar og ég vissi að ég ætti eftir að príla niður aftur sem er sko 1000 sinnum verra þegar maður er með harðsperrur, það er eins og að ganga með hníf í sínhvorum kálfanum!! Urr ég lét mig hafa það upp, labbaði (þrumaði) hring í kringum turninn og dreif mig svo aftur niður með fýlusvip á vör - sjaldan verið jafn pirruð út í sjálfan mig, auðvitað hefði ég bara átt að bíða meðan þau kíktu þarna upp og hvíla aðeins leggina á mér - en NEI María þykist alltaf geta allt ;) En svo skoðuðum við inn í kirkjuna og vááááá hvað hún var flott, ótrúleg sjón alveg - hún og dómkirkjan, alveg magnaðar byggingar!!

Jæja að harðsperrunum, við kallinn fórum á árshátíð á Kirkjubæjarklaustur um helgina og þegar við mættum var akkúrat að byrja íþróttamót. Mitt lið byrjaði á Limbó og Maja stirða sem allt getur þóttist vera einhver Limbó drottning og lét sig hafa það undir ansi lága hæð og vann inn eitt stig fyrir sitt lið - okkar eina stig í allri keppninni en þau voru sko ansi mörg í boði.... við SÖKKUÐUM sem sagt :o) En VÁ harðsperrurnar sem ég fékk eftir limbóið, er að deyja í efri magavöðvum og lærum, ojojoj þetta þýðir bara eitt, og það er það, að ég er ekki í NEINU formi og þarf ég virkilega að fara að gera eitthvað í þessum málum - strax í dag ;)