PEACE

laugardagur, nóvember 18, 2006

Svakalegt stuð!






Þróunardagurinn rann loks upp í gær og MAN Ó MAN hvað það var mikið stuð :O)

Ég get sagt ykkur það að ég vinn með skemmtilegasta fólki í heimi, herregud hvað það var hlegið mikið, dansað mikið og sungið mikið - þetta var bara ótrúlega gaman :)

Fórum í hláturjóga og hmmm það er ekki eitthvað fyrir mig en maður gat svo sum hlegið slatta, mér fannst þetta bara of langt þar sem við vorum á leið í bjór og minigolf strax eftir jógað - og var ég orðin nokkuð spennt fyrir golfinu.. já og bjórnum muhahaha :) Það var svaka gaman í golfinu.. sumir reyndar pínu pirraðir en hey hvað er smá pirringur á milli golffélaga :) Sigrún rústaði minigolfinu enda greinilega golfsnilli þar á ferð :)

Eftir golfið náðum við Anna Sigga ca.10 min æfingu til að æfa "mörgæsadansinnn". Það dugði, við brilleruðum í þessum skemmtiatriðum (eða svo er mér sagt muhahaaha) og var þetta ekkert nema stuð og allir sem við kölluðum upp á "svið" hressir og til í ruglið :)

Jæja svo höfðum við ekki tíma í að borða meira því við vorum gógó píur hjá strák sem mætti með gítar og við sungum og dönsuðum og sungum og dönsuðum það sem eftir lifði kvölds og fyrir rest voru næstum allir komnir út á gólf að syngja og dansa... svaðaleg stemming.

Takk fyrir mig píur - þið eruð brilliant :)

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

KREISÍ DAGUR

Já þetta er búinn að vera ansi litríkur dagur. Í dag þurfti ég að senda helling af gögnum út til yfirvalda og þau URÐU að fara í dag ef ég á að komast á vinnudjammið á morgun. Ég var nú full bjartsýni í morgun þegar ég mætti, átti að fá gögn sem vantaði fyrir kl.10 og þurfti svo bara að raða þessu svolítið saman og senda út.

Jæja byrja á að prenta það sem komið var þegar ég mætti. Prentarinn bilaður.
Næ að prenta fyrir rest og þurfti þá að ljósrita slatta af gögnum. Ljósritunarvélin flækti allt til helvxxxx. Frábært. Mæja tæknisnillingur reddaði því fyrir rest.
Síðan þurfti að skanna slatta. Giskuðuð þið á rétt? Já skanninn bilaður. FUCKING FRÁBÆRT.

Fór upp til að skanna. Skanninn fraus - 2svar. Og það tekur hann LANGAN tíma að restarta.+

Kom svo í ljós að skanninn þar var líka bilaður, skjölin urðu alltof stór og ekki hægt að senda þau með e-mail. Ok frábært, convertum bara öllu sem tekur heila eilífð því tölvan frýs þegar hún reynir að converta...

Og gögnin sem vantaði og áttu að koma fyrir kl.10 muniði - jaaa þau komu um þrjú leytið. FRÁBÆRT.

Þar fyrir utan áttum við Anna Sigga eftir að æfa dans fyrir skemmtiatriðin - tókum korters rispu sem gekk ekkert súper vel sko... en ætlum að æfa í sitthvoru lagi í kvöld og svo betur á morgun á staðnum... sjáum hvernig það gengur...

En allavega, ég kom þessu út rétt í þessu og er því á leið á þróunardaga á morgun með kompaníinu - vú hú. get ekki beðið eftir að standa á sviðinu, klædd sem mörgæs, að leika í einhverju fáránlegu leikriti og taka svo hallærislegsta og óæfðasta dans ever með Annsý smansý :o)

Best að drífa sig heima að kenna systu eðlisfræði. FRÁBÆRT.

mánudagur, nóvember 13, 2006

SO YOU THINK YOU CAN DANCE

Úlala Dmitry er nú bara too hot í þessum þáttum - fjúff!! En hann má nú alveg fara að passa sig á bringusýningunni - að hún verði ekki þreytt.... og þó... neinei vertu bara ber að ofan, það fer þér alveg SVAKALEGA vel mar :)

En ég held samt með Benji - oh hann er bara ÆÐI. Finnst hann og Travis bestu strákarnir en það er eitthvað við Travis sem böggar mig... veit ekki hvað það er en ekki er það dansstíllinn.
Natalie finnst mér besta stelpan... en mér finnst þessi tveir strákar samt eiginlega bera af.

Og ég var að komast að því að ég ELSKA NÚTÍMADANS. Shit hvað þetta bekkjaratriði með Travis og gellunni var sækó flott maður, ohh ég fékk bara gæsahúð. Nútímadansinn hjá Ivan og sömu gellu var samt enn flottari í síðustu viku - það var flottasta atriði sem ég hef séð í þessum þáttum enda fór dómarakellingin þarna háværa að grenja :) (hef ekki horft á marga þætti svo ég man ekki öll nöfnin en það er sú sem var að semja dansa í kvöld)

Það eru svo margir stórir dagar framunan hjá fjölskyldunni að ég veit ekki hvar þetta endar :) Hann afi minn er að verða sjötugur núna í nóvember og svo frá 20.des-20.jan mun eftirfarandi eiga sér stað:
Dæja systir útskrifast
jólin og áramótin að sjálfsögðu
Pabbi verður fimmtugur
Brúðkaupið - jebb loksins komið að því muhahaha eigum einmitt 13 ára sambands-afmæli á miðnætti sama kvöld :)
Gunni afmæli

Já eins og þið sjáið þá er nóg um að vera framundan :)

Ástæða þess að við skötuhjú erum ekki gift ennþá er líklega aðallega sú að við nennum hvorugt að skipuleggja þetta eða standa í þessu... Var því ákveðið að hafa þetta bara eins óformlegt og hægt er - eina sem þarf að redda er salur, matur og prestur - svo sér veislustjórinn um restina muhahaha :) Neinei en ég er dugleg að skipa aðra í nefndir - er búin að skipa veislustjórann sem sagt, DJ-inn og skreytingastjórann :) Allir með svaka flotta titla og alles - já það er ekki leiðinlegt að vinna fyrir mig!!

En úff þessir 3 hlutir ætla já að verða meira en nóg. Ég byrjaði að leita að sal á mánudaginn í síðustu viku og á þriðjudegi sagði ég við Önnu Siggu "ég tek bara þennan, nenni ekki að standa í þessu lengur" hahahaha og hún var alveg: "LENGUR... byrjaðirðu ekki að skoða þetta í gær?" Djí mér fannst ég búin að leita í marga mánuði.. sem lýsir því ágætlega hversu gaman ég hef af þessu :o)

En kvöldið verður vonandi æðislegt og þá verður þetta allt þess virði - ekki satt? q:o)

sunnudagur, nóvember 12, 2006

VÍNSMÖKKUN OG DEPARTED

Við vorum með smá vínsmökkun hérna hjá okkur í gærkveldi, vorum að velja vín fyrir veisluna. Það var bara mjög gaman enda þegar búið er að opna flösku verður að klára hana svo við urðum að súpa aðeins :) Og við fundum ágætis rauð- og hvítvín, þetta er allt að smella saman.

Við Gunni skelltum okkur svo á myndina The Departed í kvöld og hún er rosaleg. Oh ég hef nú aldrei verið neitt DiCaprio fan en hann er bara geðveikur í þessari mynd, shit!!
Mæli sem sagt með henni!