PEACE

laugardagur, júní 12, 2004

Maja þjófur..

Ég er alltaf að lenda í því að hlið pípi á mig, urrr! Er nefninlega með lyklakippu sem hún Védís vinkona mín gaf mér (með nafninu mínu) en hún er eitthvað gölluð því það er margbúið að reyna að af-þjófavarna hana en það gengur sko ekkert... Það besta var um daginn þegar ég var á leið INN í verslun að þá byrjar hliðið að pípa á fullu og starfsmaður kemur hlaupandi og alveg panikar bara... djúsus!! Hún var alveg bara "hvað pípti hliðið á leiðinni inn ha?" og ég bara "uuu já lyklakippan að stríða mér sko..." nei nei kallar stelpan ekki bara á einhvern securitas gaur.. kræst ég hélt ég yrði bara handtekin á staðnum q;o) En gaurinn auðvitað bara "ef hliðið pípti þegar hún kom inn hefur hún nú varla verið að taka neitt.." og stelpan var nú bara ekkert viss svo ég bara strunsaði í burtu yfir mig hneyksluð á þessu öllu saman! En kippan er enn á og hliðin halda áfram að pípa ;)

Lenti einu sinni í þessu í bókhlöðunni að hliðið pípti og ég bara oooo þessi hlið eru alltaf að stríða mér sko hihi en nei nei síðan við skoðun á pokanum mínum kom í ljós að ég var að RÆNA bók, Ó MÆ GOD ég fékk sko sjokk!! Þá hafði Védís (minnir mig) lánað mér bók sem hún var með á safninu og ég hélt að þetta væri bókin hennar og ætlaði að skila henni bara í næsta tíma en nei nei þá var þetta bók sem hún hafði fengið lánaða á safninu... úps ;) Ég sé það núna að Védís virðist vera svolítið viðriðin þessi þjófamál mín hmmmmmmmm ;)

Pirrandi

Vitið þið hvað er pirrandi...? Það er sko margt, en eitt af því sem er mest pirrandi er þegar maður fær sér 2 bjóra bara svona til að vera í smá stemmingu en maður fær sér ekki fleiri því maður nennir ekki að vakna kl.8 með barninu þunnur! Nei nei síðan vaknar maður ÞUNNUR af 2 BJÓRUM urrrr MEGA PIRRANDI, þá hefði maður alveg eins getað fengið sé 6 sko.... En maður er reyndar mjög fljótur að jafna sig, bara smá hausverkur ti að byrja með... en pirrandi samt sem áður!

Mega stuð í gær, alltaf gaman að fá matvælafræði-gúrúana í heimsókn :) Ég reyndar skil ekki hvernig mér datt í hug að fara í þetta nám... þetta er sko ekki alveg ég... en ég sé nú ekki eftir því þar sem ég kynntist svo frábæru fólki þarna :) Fátt mikilvægara en góðir vinir :)

Jæja EM byrjað, ég hef nú ekki mikinn áhuga á leikjunum núna nema kannski á einstökum liðum - ÁFRAM ENGLAND (allavega Becham *hóst*) og síðan þegar það eru kannski svona 8 lið eftir þá fer ég að lifa mig almennilega inn í þetta með honum Gunna mínum :)

föstudagur, júní 11, 2004

Raunveruleikasjónvarpsfíkill

Ég er sjúk í raunveruleikasjónvarp-alveg sjúk sjúk! Eftir að þessir þættur byrjuðu þá eru aðrir þættir bara ekkert svo spennandi lengur! Idol er í algjöru uppáhaldi og Survivor og Amazing Race koma þar fast á eftir ;) En síðan horfi ég á: The Apprentice, The block, Temptaiton Island, Bachelor, Fear Factor... já bara flest alla þættina held ég ;) Og auðvitað horfi ég á 70 min. og þeir eru BESTIR þarf nú ekki að taka það fram muhahahahaha q;o)

Ég væri samt ekki efni í svona þætti, get ekki sungið fyrir mitt litla líf, yrði geðveikt leiðinleg í Survivor þar sem ég er ekki mönnum hæf ef ég er svöng, yrði geðveikt pirrandi í Amazing Race þar sem ég verð svo geðveikt stressuð yfir öllu... en reyndar gæti ég séð mig í The Block, hefði mega gaman af því ;)

Sá Madonnu í TV-inu áðan og god hvað hún er alltaf flott... ekkert BMI vandamál þar sko... :) Og ég uppgötvaði svolítið sem ég hef mikið spáð í... hef mikið spáð í það hvaðan þetta nafn hennar kemur en svo allt í einu bara "gling" kom það, hún hefur hugsað með sér hversu mikil Prímadonna hún er og tekið Prí svo í burtu og þá verið komin með þetta mega flotta nafn... voruð þið nokkuð búin að fatta þetta..?

Aukakílóin

Það settust á mig nokkur kíló á meðgöngunni sem ég hafði nú ekki miklar áhyggjur af.... hélt þau myndu að sjálfsöðgu bara renna af mér þegar barnið yrði komið í heiminn!

Barnið kom og þau runnu af... ja öll nema 5 sem sátu bara sem fastast og sitja ennþá :( Og ég er búin að vera með plön til að losna við þau núna í tæp 2 ár, þetta er sko allt hugsað í áföngum. Fyrst gaf ég þessu 6 mán. án þess að ætla að stressa mig, ekkert gerðist svo ég ákvað að það væri nú alveg eðlilegt að vera ár að koma sér í horf eftir barnseign ;) Ja þar sem ekkert gerðist þá er nú 1,5 ár kannski ekkert svo agalegt... og jú nú er ég að stefna á 2 ára afmælið muhahahahaha en ég veit samt alveg að þau verða ekkert farin þá, þau fara sko ekkert, gerði mér grein fyrir því núna þegar ég las Bridget Jones í síðasta mánuði ;)

Og síðan er maður á þvílíku afneitunar stigi! Var að reikna út BMI stuðulinn minn og ég er á mörkum þess að vera í kjörþyngd og OFALIN ó mæ god OFALIN muhahahaha :) Og þá hugsar maður isss ég er nú ekkert FEIT EÐA OFALIN en samt finnst mér ég sko of feit en ég vill ekki að einhverju tölvuforriti finnist það líka... Guð hvað maður er skrítin ;)

fimmtudagur, júní 10, 2004

JIBBÍÍÍÍÍÍÍÍ :)

Hún Fía reddaði þessu nýja kommentakerfi fyrir mig, það er sko miklu miklu flottara svo nú skuluð þið vera dugleg að kommenta ;)

Þúsund þakkir Fía snillingur *knús til þín*

Versta pikköp-línan ;)

Var að lesa texta með verstu pikköp línunum... mér fannst nú engin þeirra toppa þá sem ég fékk hér um árið.. (sko árið ´91..)

Þá kom upp að mér drengur og sagðist sko vita hvað ég héti, hvar ég byggi og hver KENNITALAN mín væri muhahahahaha og síðan var þetta allt þulið upp í heilli runu, greininlega vel æft ;) - mega sexý sko... eða þannig...MUUUUUU q:o)

Toppið þessa :-)

Urrr

Urr það virkar ekki alveg sem skildi :( Bíðið bara, þetta kemur allt...

Nýtt commentakerfi..

Er að reyna að setja inn nýtt commenta kerfi... gengur hálf brösulega að setja inn gömlu commentin... en það hlýtur að hafast! Er bara að kanna hvort þetta nýja virki ekki örugglega..

miðvikudagur, júní 09, 2004

Strætó sækós...

Djísus hvað er það með þetta lið sem notar strætó? Ég er alltaf að lenda í einhverju vangefnu í strætó verst að ég man ekki helminginn af sögunum, er með alzheimer lite á háu stigi :( Allavega í dag þá komu 2 rónar og settust við hliðina á mér og OJ hvað þeir voru mikill vibbi! Annar þeirra var að tala við ósýnilegann vin sinn... eða þennan dauða við hliðina á sér... um það að "s-s-s-s-s-sjalfsadisfrokkurinn gæti ekki ðdjórnað þeððu landi, nú væri kominn tími s-s-s-samfylingur...." og hann frussaði svo rosalega með þessari ræðu að ég sá mig knúna til að flýja aftar í vagninn... hrákan bara stefndi beint á mig urrr!

Í síðustu viku þá var einhver róni fyrir aftan mig sem stundaði það að sparka í lappirnar á mér... sá mig líka knúna til að flýja í það skiptið...

Og fyrir löngu síðan lenti ég í honum skilta kalli sem stendur alltaf á Langholtsveginum og lætur okkur vita af ýmiskonar þörfum hlutum, meðal annars að heimsendir sé í nánd..! Hann benti á mig eitt skiptið og hrópaði yfir vagninn "´sjáiði hana í fósturstellingunni.. það hefur einhver barnað hana þessa" djí mar vissi ekki hvert ég ætlaði..

Já og svo var það gamli kallinn, veit nú ekki hvað var að honum en mikið var það! Hann settist við hliðina á mér og spurði mig hvort ég vissi hvar X gata (man ekki nafnið) væri... ég sagði honum að hann færi ekki út strax, ég skildi láta hann vita... nei nei dinglar kallinn ekki bjöllunni og stendur upp á næstu stoppustöð og spyr vagnstjórann hvor þetta sé X-gata og vagnstjórinn segir nei.. þá bendir kall fíflið á mig og segir að ég hafi sagt honum að hann ætti að fara út hér... síðan bara kemur hann og sest aftur hjá mér!! Og hann spyr aftur og ég svara því sama að það sé ekki alveg strax sem hann eigi að fara út og aftur dinglar hann... og spyr vagnstjórann... og spyr mig síðan yfir allan vagninn hversvegna ég sé alltaf að ljúga að sér, hvort það sé eitthvað að mér - je right eitthvað að MÉR..!! Og alltaf settist hann aftur hjá mér... skemmtileg strætó ferð það!

Man ekki fleiri í bili... en þær eru sko mikið fleiri! Held samt að matvælafræði stelpunum finnist sagan af því þegar Blöndalinn tók leigubíl heim úr skólanum fyndnust-því hún vissi ekki hvoru megin við götuna hún átti að bíða eftir strætó muuuuuuuu já það er margt skrítið í kýrhausnum ;)

Allt að gerast :)

Sko mína - losnaði við þetta drasl hér á hliðinni, kannski þetta sé rétt hjá Mæju að ég sé tölvusnilli... ja allavega á okkar mælikvarða :) Og kommentunum rignir inn vííí :) Er á leiðinni á Tommaborgara í hádeginu að fá mér einn sveittann :þ

Hvað er bara engin að lesa bloggið mitt eða kunnið þið ekki að commenta kannski... þið þurfið ekki að signa ykkur inn, bara gerið anonymous og þá kemur þetta allt :)

Jæja góðar líkur á matvælafræði-palla-partý á fös, jei jei Gunni að fara að kveðja Ebse vin sinn svo þetta er bara hið besta mál því þá þarf ég ekki að hanga ein heima allt kvöldið :) *SKÁL*

Hvað er málið með fréttina af Emil, Freyju og hundinum.... Emil bara hetja..... :) Ég þykist nú vita betur en DV í þessu máli... segi ekki meir!

Kv.Maja alvitra ;)

HJÁLP!

Mér finnst ljótt þetta Previus post hér til hliðar enn kann ekki að losna við það :( Kann það einhver..?

þriðjudagur, júní 08, 2004

Jei jei jei komið inn commenta kerfi OG linkar víííí þetta gat ég ;) Tók laaaangan tíma, axlirnar búnar á því, ég MEGA pirruð og Gunni búinn að bíða leeengi eftir tölvunni :(

En ég hætti ekki núna, þarf að setja inn fleiri linka vú hú ;)

Og það er skylda að commenta hjá mér ef ég er dugleg að uppfæra bloggið.... JÁ COMMENTIÐ NÚNA!

PRUFA!

Er að reyna að setja inn eitthvað svona comment dót.. er það nokkuð komið?

Mikið rosalega er ég öflugur bloggari maður... muhahaha q;o) Er einmitt að færa færslur úr vefbókinni hennar Hafdísar Önju yfir í Word, komin með 8 mánuði og það eru um 400 bls... pínu duglegri þar ;)

Hmmm ég kann bara ekkert að blogga eða bara á þetta drasl yfir höfuð ætli ég láti þessa færslu ekki duga bara út þetta ár ;) Annars er pallurinn að standa fyrir sínu, alltaf sól á pallinum sko, hefur ekki komið einn dagur án sólar síðan hann kom upp MUUUUUUUUUU (hlátur að hætti Mæju Ólafs - bara snilld) ;)

Ætla að athuga hvort ég geti sett inn linka og svona hérna og kannksi myndir... væri nú gaman að setja inn myndir á netið af öðrum en litlu dömu.... á sko margar góðar af ykkur kæru drykkjufélagar hehe :)

Jæja auglýsi pallapartý fljótlega... það bara kemst enginn :( Auddi mega bissí með svína-liðinu, Rebba og Ömmi orðin að sveitalubbum-tímabundið sem betur fer- og Mæja með pössupíur sem aldrei næst í... Já og matvælafræðin eins og hún leggur sig ófrísk... þvílíkt ástand mar, púff!

Over and out... eru þetta kúl lokaorð...?