PEACE

mánudagur, júlí 14, 2008

KÖKUDAGAR

Undanfarnir dagar eru búnir að vera SVAÐALEGIR. Jemundur minn bara, segi ekki annað!

Sótti hana ömmu mína í Vogana á miðvikudaginn og bauð henni og mömmu í smá lunch og síðan heimabakaða köku í eftirrétt. Kakan var góð og ég át aaaaðeins of mikið af henni á miðvikudag og fimmtudag - þá kláraðist hún.

Síðan komu bræður Gunna og fjölskyldur í mat á föstudaginn og þá bakaði ég aðra köku. Mér fannst hún líka aðeins of góð og át yfir mig af henni á fös, lau og sun... hún kláraðist loks eftir morgunmatinn í morgun...

Og á morgun eru svkízumömmur að koma í heimsókn og það verður kaka.. svo ég borða líklega köku á morgun og hinn og þá er ég búin að lifa á köku í heila viku - sjæse. Sú kaka er reyndar ekki heimabökuð, ég hreinlega nennti ekki að baka 3 kökuna á 5 dögum og svindlaði því og fór í bakaríið. Er með pínu móral yfir því þar sem mér finnst fátt skemmtilegra en að finna góða eftirrétti en ég var bara lötust í dag - geri eitthvað gott næst :o)

Annars var ég búin að gleyma því hversu leiðinleg rigningin er. Ekki skrítið þar sem maður hefur varla séð hana að ráði í marga mánuði svei mér þá. EN þetta er komið gott, nú má sólin bara koma aftur :o)