PEACE

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Idol smædol

Nú er idol bara öll kvöld liggur við, eins frábært og idol er þá finnst mér þetta pínu skemma idol stemminguna sem skapast alltaf á föstudögum því maður er búin að horfa á það á miðvikudegi OG fimmtudegi.... Og þetta veldur líka því að maður er pínu upptekin af sjónvarpinu öll kvöld, eins og í gær þá skaraðist idol við ANTP - sem er EKKI GOTT, en auðvitað horfði ég á idol og tók hitt upp ;)

Allavega þá finnst mér svertinginn með flétturnar geggjaður í þessu Ameríska, ooo hann er bara ÆÐI, held hann heiti Antwar eða eitthvað álíka.. Og hér heima er hún Hildur bara yfirburða manneskja, ég er alltaf að hlusta á frammistöðurnar í vinnunni - sko bara um leið og ég vinn, þetta er bara eins og idol útvarp - og Hildur bara ber af, er algjört æði. Frammistaðan í 32 manna úrslitunum þegar hún söng Celine Dion og þessar 2 síðustu eru bestar finnst mér, bara SNILLD. Hin 3 sem eftir eru eru líka mjög fín, Davíð syngur þessi raul lög ágætlega en mér finnst þessi lög sem hann syngur vel einmitt svona lög sem flestir geta raulað.... Heiða stendur sig alltaf frekar vel en Lísa er svolítið mistæk, held að hún fari heim á morgun!

Jæja idol bloggi lokið í dag - hlakka til að sjá ykkur föndurskvísur á Tapaz í kvöld og Mæja mín láttu þér batna *batni batn straumar frá mér*

Verð að bæta við smá ANTM bloggi - bara smá - en mér finnst þessi svarta sem er með frekar bólótta húð sætust, og þessi sem er blind getur líka verið MEGA FLOTT á myndum, þvílík AUGU!! Annars eru margar flottar nema þessi með spangirnar - HÚN ER AGALEG... hvað er hún að gera þarna?

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Úff

Ég er ennþá uppgefin eftir síðustu helgi... BARA ÞREYTTUST SKO! Dísus er ég áttræð eða.. mamma mín er sko þúsund sinnum sprækari en ég í þessum málum :s

mánudagur, febrúar 21, 2005

Helgin

Helgin var SNILLD!

Á föstudeginum komu mamma, Dæja, Auddi og Lilja og það var byrjað á því að horfa á idol. Allar stelpurnar voru í svaka flottum kjólum og Auddi sagðist sko splæsa á línuna á Humarhúsið ef Sigga myndi ekki tala um það hvað þær væru gasalega fínar.... Þegar sú síðasta var að syngja og Sigga ekki búin að koma með eitt komment um kjólana var minn orðin ansi smeykur... fór að tala um hvort HAMBORGARAR myndu duga.... "UUUUU NEI" var svarið ;) En svo þurfti Sigga endilega að tala um fötin eftir síðustu frammistöðuna og Humarhúsið flaug út um gluggan í þetta skiptið, þvílíkur BÖMMER :'( En það var þó einn sem fagnaði...

Síðan var spilað Actionary og JESÚS ég hef aldrei hlegið jafn mikið á ævinni. Dæja og mamma vorum með mér í liði og þvílíkir leikarar sem eru þar á ferð... einhverra hluta vegna komumst við varla af byrjunarreit áður en hitt liðið kláraði spilið! En við hlógum svo mikið að ég fékk þvílíku magaverkina, þeir voru þó þess virði ;)

Á laugardaginn var matarboð hjá Mæju og Smára, maturinn geggjaður og allir í gúddí fíling. Síðan var farið niður í bæ og ég entist nú bara til að verða kl.6 í bænum, held það hljóti að vera met hjá Maríu Blöndal, er sko mega stolt af mér ;) Sváfum svo í tæpa 5 tíma en þá var tekið á móti litlu snúllu og farið með hana í leikhúsið, voru allir hálf slappir og þreytulegir í gærkveldi og farið snemma að sofa... dugði þó ekki til, er að leka niður af þreytu og úff það er svo langt í næstu helgi sem svo reyndar byrjar með djammi.... hvar endar þetta?