PEACE

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ekki lengur gæðastjóri...

Jæja þá er störfum mínum sem gæðastjóra hjá Kornax ehf lokið ;) Flýg í 2 vikna frí í fyrramálið til Lux og síðan er það bara Actavis here I come :) Mæja tekur eflaust vel á móti mér, ég er sko að stóla á það þar sem ég skít alltaf á mig fyrst þegar ég er að byrja í nýju starfi, finnst svo hræðilegt að kunna ekkert!

Stelpan orðin hitalaus thank god en það lekur stanslaust úr nefinu á henni, jiii ég hef bara aldrei vitað annað eins það fossar bara - oj! Það er kominn hnútur í magann út af fluginu en ég held að spennan sé að hafa hann hehe, iss það er ekkert mál að flúga... ekki satt? :s

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

*MONT*

Guð var að fá myndirnar og er að deyja ég er svo ánægð með þær ;)

Þið getið skoðað smá sýnishorn af þeim hér: www.barnaland.is/barn/8515/album/

mánudagur, ágúst 16, 2004

Myndataka dauðans

Úff fórum með stelpuna í myndatöku í gær og þvílík og önnur eins martröð. Barnið er á einhverju óútskýranlegu stigi, er bara kreisí.... það er ekkert hægt að tjónka við hana :( Hún vildi ekki vera með flottu dúkkunum á myndinni, grýtti þeim í okkur, vildi ekki vera hjá flotta vagninum, ýtti honum með fýlusvip fram af pallinum :( Vildi ekki sitja í heykerrunni, gargaði og gargaði og sparkaði þegar það var reynt :( Hún vildi ekki brosa mikið, ekki vera með blóm í hárinu ÞAÐ VAR EKKI SJENS og ekki vera í fínu kjólunum sem henni var nú samt troðið í :( Vildi ekki halda á rósum eða sólblómum eða neinu fínu... það var ALLAT ómögulegt! Það eina sem gekk var að leyfa henni að halda á sápukúluboxi og batteríum... smart ekki satt? Jú og eplin voru vinsæl í örfáar mínútur... dísus, segi ekki annað! Ætli við fáum ekki fýlusvipa-batterísmyndir fyrir 18 þús kallinn haha ;)

Ég var svo uppgefin eftir þetta að þið trúið því ekki, aumingja ljósmyndarinn sem hélt það yrði svo gaman að mynda svona fallega snúllu... held hún hafi ekki getað sagt eftir myndatökuna að það hafi verið gaman haha var samt ótrúlega þolinmóð og góð við stelpuna en hún sagði að þetta hefði nú oft verið auðveldara :) En hún hughreysti okkur með því að hún þyrfti nú ekkert að vera með þetta dót í kringum sig á myndunum því hún væri með svo ótrúlega fallegt andlit hehe maður verður auðvitað mega stoltur þrátt fyrir að það sé bara verið að reyna að hughreysta mann aðeins ;)

Annars bara rúmlega 3 dagar í að þessari vinnu minni ljúki hérna... og í LÚX vú hú hú ;) Það er sko kvöldverður heima í kvöld með Evu og Dodda þar sem þau verða mjólkuð um upplýsingar um það hvað sé vert að skoða o.s.frv. svo sendi Ömmi póst á einhvern sem hann þekkir í Lux til að fá upplýsingar, ég setti inn fyrirspurn á barnaland - ofcourse því þær vita allt og ég er með fullt af punktum þaðan og svo á miðvikudaginn er sko fundur hjá LUX-förum þar sem forskot verður tekið á sæluna hí hí jiiii ég er svo spennt ;)

Og ég er líka spennt að fá nágrannana aftur heim, ömurlegt þegar grannarnir manns stinga bara af eitthvert lengst út í rassgat og kíkja aldrei í bæinn, eins gott að það gerist ekki aftur ;)