PEACE

föstudagur, september 24, 2004

Búin að kveðja litla ljósið mitt!

Fór heim í hádeginu og kvaddi litlu snúlluna mína sem er að fara í sveitina til ömmu og afa í heila viku :( Hugsaði reyndar með mér að ég myndi bara fá mömmu til að sækja hana með flugi á miðvikudaginn ef ég verð alveg að deyja ;) Úff mér finnst heil vika alveg hræðileg tilhugsun en það verður kannski bara ágætis tilbreyting.... Við ætlum t.d. að djamma í kvöld, líklega að skreppa í bíó og út að borða á morgun - það, eða djamma aftur ;) Síðan getum við leyft okkur að sofa alla helgina og lengur alla morgna í næstu viku.... já og getum skroppið út á kvöldin í næstu viku í bíó og á rúntinn og svona eins og við gerðum svo mikið af áður en litla snúllan kom... þetta hljómar nú bara ágætlega allt saman - spurning hvort hún geti verið 2 vikur muhahahhaah nei djók - ALDREI ;)

miðvikudagur, september 22, 2004

Kennaraverkfall..

Það er bara allt að verða vitlaust út af þessu verkfalli og fólk með mjööög ákveðnar skoðanir á málinu.... Annaðhvort eru kennarar fávitar eða frábærir haha virðist lítill millivegur vera ;) Ég nenni nú ekki að koma með einhverjar heitar umræður um þetta en það er tvennt sem fer í mínar fínustu! Annarsvegar að kennarar ætlast til þess að maður sitji heima í launalausu fríi með börnin en þeir hinsvegar fá greitt úr verkfallsjóð á meðan og eiga von á hærri launum þegar þeir snúa til vinnu..... eiga hinir bara að fara á hausinn (sem ekki hafa efni á launalausu fríi) til þess að kennarar fái hærri laun... NEI ÞAÐ FINNST MÉR EKKI ;) Kennarar geta verið í þessu verkfalli en hætt að skipta sér af því þó fólk reddi sér pössun hvort sem það er vinna fólks sem reddar henni eða amman eða who ever sko! Já og svo þetta að kennarar ali upp börnin manns... ja það fólk sem treystir á kennara með 20 eða fleiri börn í bekk til að ala upp börnin sín, á þessi brjáluðu börn sem maður rekst stundum á, eins og helvXXXX strákana sem eltu mig í göngunni hér um daginn....urrrr....! Allavega kem ég til með að ala mín börn upp sjálf svo mikið er víst ;)

Hmmm ok ég er greinilega pínu heit hehe en kennarar hafa alveg rétt á hærri launum finnst mér, þurfa bara ekki að gera sitt allra allra besta til að setja aðrar fjölskyldur á hausinn í leiðinni, það hafa mjög fáir efni á launalausu fríi í margar vikur....

over and out!

mánudagur, september 20, 2004

Bullies :(

Þar kom að því!! Ég er alltaf hálf smeik að labba úti í myrkrinu en minn elskulegi unnusti hefur nú samt gert sitt besta til að sannfæra mig um það, að ganga á göngustíg þar sem eru ljós sé ekki hættuleg... EN ÞAÐ ER EKKI SATT!!! Í kvöld komu 4 hjólagaurar og bögguðu mig :( Lögðu hjólunum sínum yfir allan göngustíginn og hrópuðu eitthvað á mig og eltu mig.... djö maður hvað ég varð REIÐ, urrrr! Ég var sko með það á hreinu hvernig ég ætlaði að taka þá í karphúsið ef þeir svo mikið sem snertu mig, já þeir hefðu sko fengið að finna hvar hann Davíð keypti ölið (vona að þetta sé réttur málsháttur, ég sökka í þeim... o jæja Mæja hlær sig þá bara vitlausa ;) ) Allavega þá voru þeir svo heppnir að þeir létu mig vera eftir að ég hljóp yfir götuna og labbaði bara aftur heim á leið, sem var eins gott þ.e. ef þeir koma til með að vilja eignast börn í framtíðinni *hóst*!

Vitnaleiðslur gengu bara vel held ég, ég var algjört eðal vitni hihi ;) En bloggara félagar mínir SÖKKA, það telst til tíðinda ef þeir blogga 2svar í viku, hnuss :( Fíapía stendur sig reyndar alltaf vel enda algjör snilli þar á ferð ;)

sunnudagur, september 19, 2004

Engin vitnavernd?

Jæja þá fer bara að koma að mínum vitnisburði í glæpamálinu og ég hef ekki þurft á "witness protection" að halda, allavega ekki ennþá....!! Var nú búin að velja mér nafn og allt ef ske kynni að ég þyrfti að flýja land og verða ný manneskja, ég hefði sko orðið Jósefína Baker - að sjálfsögðu, hver önnur ;)

Annars bara allt í gúddí hér, hitti hann Dag í dag og hann er svooo dætur, oooo eggjahljóðin yfirgnæfa bara allt í dag, ja.... nema öskrin í Hafdísis Önju hihi nei nei hún var alveg rosalega góð í kvöld, algjör mömmustelpa sem var fín tilbreyting frá pabbasjúkabarninu ;)