Síminn...
Mér er satt að segja meinilla við síma... finnst fátt leiðinlegra en að tala í þetta tæki :( Enda held ég að ég þekki engan með lægri símreikning en ég um mán.mót en hann er yfirleitt um þúsundkall.... einhver sem slær það? :) Best að taka það fram að það er ekki vegna nísku - ég bara hreinlega kem mér undan því ef ég mögulega get að hringja í fólk og ég held þetta séu afleiðingar símasölu hér í gamla daga, OJ hvað ég fékk mikið ógeð af að tala í símann eftir það!!
Núna er íbúðin okkar á sölu og er hringt daglega og stundum oft á dag vegna þess.... einhverra hluta vegna er fasteignasalinn bara með númerið mitt og hringja því allir í mig...! Það er leiðinlegt að tala í símann en leiðinlegast af öllu að tala við ókunnugt fólk og vona ég að þessum fasteignaviðskiptum fari því að ljúka.... Við erum búin að fá tilboð í okkar og gera móttilboð og gera síðan tilboð í aðra... en mér skilst að það hafi fleiri en við gert tilboð í húsið akkúrat í dag *&%$#/(&&%* (húsið var búið að vera á sölu í 5 eða 6 vikur án tilboða) og er ég því ekkert alltof bjartsýn að þetta gangi allt upp :'(
Núna er íbúðin okkar á sölu og er hringt daglega og stundum oft á dag vegna þess.... einhverra hluta vegna er fasteignasalinn bara með númerið mitt og hringja því allir í mig...! Það er leiðinlegt að tala í símann en leiðinlegast af öllu að tala við ókunnugt fólk og vona ég að þessum fasteignaviðskiptum fari því að ljúka.... Við erum búin að fá tilboð í okkar og gera móttilboð og gera síðan tilboð í aðra... en mér skilst að það hafi fleiri en við gert tilboð í húsið akkúrat í dag *&%$#/(&&%* (húsið var búið að vera á sölu í 5 eða 6 vikur án tilboða) og er ég því ekkert alltof bjartsýn að þetta gangi allt upp :'(