PEACE

fimmtudagur, september 08, 2005

Síminn...

Mér er satt að segja meinilla við síma... finnst fátt leiðinlegra en að tala í þetta tæki :( Enda held ég að ég þekki engan með lægri símreikning en ég um mán.mót en hann er yfirleitt um þúsundkall.... einhver sem slær það? :) Best að taka það fram að það er ekki vegna nísku - ég bara hreinlega kem mér undan því ef ég mögulega get að hringja í fólk og ég held þetta séu afleiðingar símasölu hér í gamla daga, OJ hvað ég fékk mikið ógeð af að tala í símann eftir það!!

Núna er íbúðin okkar á sölu og er hringt daglega og stundum oft á dag vegna þess.... einhverra hluta vegna er fasteignasalinn bara með númerið mitt og hringja því allir í mig...! Það er leiðinlegt að tala í símann en leiðinlegast af öllu að tala við ókunnugt fólk og vona ég að þessum fasteignaviðskiptum fari því að ljúka.... Við erum búin að fá tilboð í okkar og gera móttilboð og gera síðan tilboð í aðra... en mér skilst að það hafi fleiri en við gert tilboð í húsið akkúrat í dag *&%$#/(&&%* (húsið var búið að vera á sölu í 5 eða 6 vikur án tilboða) og er ég því ekkert alltof bjartsýn að þetta gangi allt upp :'(

miðvikudagur, september 07, 2005

OK, HÉR KEMUR SMÁ BLOGG :)

Dísus það er búið að vera svo SÆKÓ mikið að gera hjá mér að ég hef varla náð að anda síðustu daga - það útskýrir bloggleysið!!

Í fyrsta lagi er maður að vakna um hánætur til að fara í ræktina.... sækó pækó shit!! Svaf reyndar yfir mig í morgun í fyrsta sinn, -damn pirringur, þarf þá að fara eftir vinnu :(

Síðan plataði fasteignasalinn mig til að setja íbúðina mína á sölu svo maður er að sýna hana á kvöldin þess á milli sem maður þrífur hana svo þetta sé nú ekki eins og svínastía... já og svo erum við á fullu að skoða húsið sem við erum að spá í, rúntum framhjá reglulega og búin að kíkja inn 2svar :) Og aðalorkan fer í að hugsa um þetta alltsaman, erum við til í þennan pakka... er þetta sniðugur tími til að standa í þessu.... ÚFF BARA HÖFUÐVERKUR!!

Vinnan er bara KREISÍ, er að vinna í annari deild núna í 2 mán en er samt líka að sinna minni vinnu... þannig að ég er eignlega í svona hmmmm.... 180% vinnu... nóg að gera þar :)

Stelpan á afmæli í næstu viku og er verið að plana afmælið hennar... verður líkelga ein barnaveisla og svo ættingjum bara boðið í afganga :)

Og svo eru bara 3 vikur í U - S - A!! Dísus trúi ekki að það sé að koma að þessu... sérstaklega þar sem það hrapa flugvélar vikulega þessa dagana - fuck!! Já og nú man ég að ég á eftir að redda passanum.... double fuck.... pardon my language :)

Og ég var að lesa rétt í þessu að Davíð Oddson sé með fund þar sem talið er að hann segi af sér sem formaður og gefi það jafnvel út að hann ætli að hætta í stjórnmálum. Það er nú svo skrítið að Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf mesta fylgið í kosningum en samt finnst mér alltaf eins og ég sé sú eina í heiminum sem fílar Dabba, en mér hefur alltaf fundist Dabbi Kóngur töff - alveg frá því að ég var lítil stelpa bara :) Og þegar ég las þessa frétt var mér hugsað til Völvunnar sem spáði því að á þessu ári myndi merkur stjórnmálamaður deyja og að þjóðhöfðingjar út um allan heim myndu votta landi og þjóð samúð sína... eða eitthvað á þessa leið. Þessi spá kom út rétt eftir að Davíð veiktist og mér fannst það frekar krípí...