PEACE

fimmtudagur, september 28, 2006

KÁRAHNJÚKAR...

Á maður að þora að blogga um þetta mál... shit þetta er svo mikið hitamál hjá sumum, minna hjá öðrum og þar á meðal moi :)

Vitið það að mér gæti ekki verið meira sama um þessa virkjun... jább ég segi það satt. Og ég skil enganvegin hvað fólk er að tala um þegar það segir þetta svo sorglegt og agalegt og þar frameftir götunum.... ég ber virðingu fyrir þeirri skoðun en ég bara skil hana ekki.

Við erum að tala um einhvern stað lengst í rassgati sem fæstir höfðu heyrt um, hvað þá séð en núna er eins og þetta sé bara ein aðal náttúruperla heims..! Ef það væri verið að drekkja Þingvöllum þá myndi ég skilja öll þessi læti en úff mér er svo sama um þetta landsvæði sem er að fara undir vatn... sorry.

En hinsvegar skil ég alls ekki álverið í Hafnarfirði, það finnst mér algjört HORROR. Að horfa út um gluggann sinn beint á eitthvað álver finnst mér ekki heillandi, langt í frá og ég bara skil enganvegin þessa staðsetningu! Annað ef það væri einhversstaðar þar sem 1% þjóðarinnar sér það en þessi hryllingur blasir við manni í hvert sinn sem maður kemur inn og út úr Hafnarfirði - OJ! Og nú á að tvöfalda það... HERREGUD segi ég nú bara, þar er nú grundvöllur til að mótmæla einhverju Hafnfirðingar og nærsveitamenn (Mæja) :) Gott ef ég mæti ekki bara með í mótmælagöngu Mæja mín og ég lofa að kvarta ekki mikið... nafnan segir mig nefninlega lélegustu kröfugöngumanneskju í heimi!!

miðvikudagur, september 27, 2006

FYRST/VÍST

Ég og nafna mín höfum verið að ræða orðið "víst" undanfarið og þá staðreynd að meginþorri þjóðarinnar notar þetta orð vitlaust. Mér finnst rétt að taka það fram að nafnan er íslenskufræðingur mikill og leiðréttir vinkonur sínar lon og don muhahaha :)

Allavega þá hafði ég aldrei heyrt fólk segja "víst" í staðinn fyrir "fyrst" fyrr en bara fyrir svona 3-4 árum, en síðan hef ég tekið eftir því að önnurhver manneskja liggur við notar "víst" villt og galið... :)

Hér kemur smá kennsla fyrir þá sem hafa áhuga :)
"Víst þið ætlið í ferðina þá skelli ég mér með"
Hvað þýðir þetta....?
Maður segir:
"Fyrst þið ætlið í ferðina þá skelli ég mér með"

Maður notar víst t.d. þegar maður segir:
"Mér er sama hvað þú segir ég geri þetta víst..víst"

Muahahaha en þetta fer nú reyndar ekkert í pirrurnar á mér heldur finnst mér þetta bara svo skrítið því ég hafði bara aldrei heyrt þetta og núna tala allt í einu allir svona :)

EN þið getið líka bara sagt: "Ég tala bara víst svona, sama hvað þú segir/bloggar" muuuuu nei nú er ég hætt, svei mér þá alla daga ef maður er ekki bara farin að kenna móðurmál á blogginu -rétt mellufær í íslensku :)

INBOXIÐ

Gunni var að reyna að senda mér póst í morgun og fékk tilbaka villumeldingu um að inboxið mitt væri fullt...!! Hmm það hlýtur nú að hafa verið einhver bilun þar sem þetta var vinnu inboxið mitt og það bara getur ekki verið fullt. En þetta gerði það þó að verkum að ég ákvað að fara aðeins yfir það og eyða út stórum póstum.

Í inboxinu mínu eru ca.miljón póstar. Ég fæ á bilinu 50-100 e-maila á dag og þetta safnast fljótt saman. Ég er búin að sitja í ALLAN morgun og fara yfir inboxið - þó bara huge og enormous e-maila (leita eftir stærðum) - og er ég búin að eyða út nú þegar um 200-300MB... úps... og á ca. helminginn eftir!! Skrítið að tölvan mín sé svolítið að strögla stundum....

Note to self: Skipuleggja betur hvaða e-maila maður geymir og hverjum maður eyðir strax út!!

Kv.Maja skipulagsfrík :)

UMFERÐIN

Ég sá í fréttunum um daginn umræðu um umferðina í Reykajvík. Eftir að hafa verið í London þar sem fólk þarf að borga fyrir að kveikja á bílunum sínum (án gríns, það þarf að hringja inn og borga gjald í hvert sinn sem það hreyfir bílinn) þá finnst mér ekki mikil umferð í Reykjavík :)

En allavega þá var verið að tala um vandræðaganginn á morgnana og það voru nokkrir stoppaðir sem voru í umferðaröngþveiti og spurðir hversvegna þeir færu ekki bara fyrr af stað á morgnana til að sleppa við mestu umferðina. Það voru nokkrir sem svöruðu að þeir hefðu prufað það en það skipti bara engu máli, umferðin væri alltaf eins... well ég get sagt ykkur það að það er bullshit :) Ég t.d. skutlaði Gunna niður á flugvöll um daginn um kl.7 og fór frá vellinum og upp í Grafarvog milli 7:15-7:30 og það var ENGIN umferð :) Ef ég næ að leggja af stað heiman frá mér rétt fyrir hálf átta þá er ég um 20 min að skutla stelpunni upp í leikskóla og keyra inn í Hafnarfjörð, það er engin umferð... EN ef ég legg af stað svona 20 min í átta þá tekur þetta ferli mig ca.35-40 min því þá er umferðin HELL!!

Svo allir sem eru pirraðir á umferðinni, bara leggja fyrr af stað á morgnana og þá sleppið þið við þennan pirring :) Og ég VEIT að það er erfitt að vakna en það er þess virði.... allavega ef fólk er jafn pirrað í bílaröð og ég..

sunnudagur, september 24, 2006

HELGIN

Það var tekið á því á fös.. kíkt í Þorláksgeisla til hennar Sigrúnar skvísu en það sem gerðist í Þorláksgeisla verður eftir í Þorláksgeisla muhahahaha :) Neinei þetta var svaka stuð, var Kokteilkvöld og maður fékk ýmsa góða kokteila, alveg þar til nafna mín fór að blanda þá... þá gerðist eitthvað..!! Veit ekki hvað hún setti í glösin en ekki var það gott, og ekki fór það vel í maga :( Ég sem ætlaði svoleiðis aldeilis í bæinn fór nú bara heim í staðinn og klósettskálin var föðmuð þar til ca.17 í gærdag þá hélt ég niðri fyrsta bitanum mínum. ALDREI aftur sagði ég og stend við það, fæ mér ekki aftur ýmiskonar blandaða kokteila...!!

Fyrir vikið var laugardagurinn ónýtur og það fannst mér SÚRT :( Ég er löngu hætt að nenna að eyða helgum í þynnku og gerist það ofur sjaldan núorðið en þessi dagur var algjörlega ónýtur - bömmer!!

Í dag horfði ég á fyrsta Grey's þáttinn í nýju seríunni og ég ELSKA þessa þætti, oooo þeir eru bara æði. Ég horfði líka í fyrsta sinn á X-factor, 2 þætti og hreinlega veinaði úr hlátri hérna ein inni í kompu... Gunna var hætt að lítast á blikuna þarna frammi þegar hann heyrði öskrin í mér hahahaha en fyrsti þátturinn er bara of fyndinn og kemur Leonce meðal annars fram þar :) Hlakka til þegar íslenski X-factor byrjar, verst að Simon er ekki dómari þar...