PEACE

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

SKOT FYRIR NEÐAN BELITSSTAÐ!

Já það var sko skotið á mig áðan - og það fyrir neðan belitsstað!!

Vinkona mín minntist á það við mig að bloggið mitt væri farið að minna óþægilega mikið á HÚSMÆÐRABLOGG... !! Herregud, þvílík mógðun!!

En reyndar er ég búin að vera með frekar niðurdrepandi blogg held ég, best að reyna að kippa því í liðinn.

Úff þegar pressan er sett á mann.. ég veit sko ekkert hvað skal segja...

Allavega er búin að fara á Mýrina og hún er GEÐVEIK. Besta íslenska mynd sem ég hef séð, en ég held að hún sé skemmtilegri ef maður er búin að lesa bækurnar og "þekkir" Erlend, Sigurð Óla og Elínborgu :)

Horfði á fótboltaleikinn í gær, ég sem horfi næstum aldrei á fótbolta. Ég, Gunni og Siggi sátum sko spennt og öskruðum, fögnuðum og grétum saman... nei ok við grétum ekki en þetta var svaðalegt maður. Þvílíkt fagnað þegar Eiður skoraði, þvílík sorg þegar hann meiddist og það virkaði slæmt og þvílík fýla þegar helvítis Chelsea jafnaði. Ég mundi svooo vel í restina afhverju ég horfi ekki á þetta crap.

Í dag er hugurinn búinn að vera í New York en við erum að spá í að reyna að skreppa þangað í Febrúar... en þetta er allt ennþá bara á byrjunarstigi. Ég bara verð alltaf spennti karlinn þegar eitthvað stendur til og þetta held ég að yrði GEÐVEIK ferð, sérstaklega ef allir komast - sjáum til ;)

Jæja vona að þetta blogg þóknist yðar hátign - you know who you are :)

Flugur... eða kannski flugvélar..?

Hafið þið einhverntíman séð flugvél og ruglast og haldið að um FLUGU væri að ræða?

Hahahaha ég hélt það væri nú ekki hægt að ruglast á flugu og flugvél en ein ónefnd vinkona mín sannaði nú að það er sko aldeilis hægt.

Hún hafði verið að horfa upp í himininn af 16 hæð og hélt hún væri að horfa á svona "lightbulb flies" - það eru flugur sem lýsa svona upp í myrkri (og heita eflaust eitthvað allat annað, hún kallaði þær þetta) en svo áttaði hún sig allt í einu á því að þetta voru víst alls ekkert flugur heldur FLUGVÉLAR.

Jesús Pétur - hvernig er hægt að ruglast á flugum og flugvélum...?...???...????

Ja mér er spurn :o)

þriðjudagur, október 31, 2006

Sorglegt :(

Ég rakst á þessa umræðu á barnalandi áðan, mikið hryllilega er þetta sorglegt :(
http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5119113&advtype=52&page=1#m5120650

Þessi unga kona er jafn gömul mér. Hún er einstæð með þrjú börn og ólæknandi krabbamein.

Ég veit að ég er pínu í því að linka á svona síður og eflaust mörgum sem finnst ég velta mér of mikið upp úr þessu en þetta sýnir manni svo vel hversu gott maður hefur það! Ég tel að maður hafi gott af því að sjá svart á hvítu hvað "alvöru" erfiðleikar eru - maður er endalaust tautandi út af ENGU!

Allavega það er linkur þarna á bloggið hennar og mikið rosalega er hún sterk. Ég óska henni alls hins besta í þessari baráttu.