PEACE

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

London.. I'm coming :)

Já nú eru bara nokkrar klst í þetta. Það er mæting 5:40 upp á völl, hverjum dettur þessi tímasetning í hug? Ég sé fram á enn einn daginn þar sem ég geng um eins og Zombie... niður Oxford að versla - shit vona að þetta hafi ekki hamlandi áhrif á verslunaræðið.

Ég kíkti á spoilera fyrir Rock Star. Aðallega vegna þess að ég held ég nái ekki að vaka. Nei aðallega vegna þess að ég gat ekki beðið og sannfærði mig um að það væri ekkert að því að kíkja þar sem ég gæti líklega ekki vakað... :) Já óþolinmæðin á það til að brjótast fram.

Hún Sigrún er búin að vera með skemmtileg blogg undandarið um syndir sínar. Mér fannst þetta sniðug blogghugmynd og ætlaði að apa þetta upp eftir henni. En nei, ég man ekki eftir einni einustu synd sem ég framdi á mínum unglingsárum og ég er ekki að grínast - mér finnst það sorglegt!! Eina sem ég man eftir eru símaötin okkar Rebekku, vá hvað við hlógum að þessu maður, okkur fannst við alveg sjúklega fyndnar :) Man nú ekki hverja við vorum að hringja í en gott ef ég náði ekki henni Önnu Siggu einu sinni nokkuð vel muhahaha :) já við áttum nokkra góða spretti í símastuðinu en það er varla hægt að kalla það syndir.... Ég vona að hún Hafdís Anja mín verði svona leiðinlegur unglingur eins og mamma hennar :)

Jæja best að pakka. Ætla að pakka einu pilsi, einum buxum, einum bol og nærfötum. Ég treysti algjörlega á að ég finni eitthvað á mig á Oxford á morgun, annars verð ég í djúpum.

PIIIIIIIRRRRRRRUUUUUUÐÐÐÐÐ

Það er tvennt sem gerir mig geðveika í skapinu - hungur og svefnleysi!!

Akkúrat núna er ég nærri dauð úr þreytu, bara alveg búin á því en ég - stoltur íslendingurinn - vakti allan helvxxx bíp bíp bíp Súpernova þáttinn og hlustaði á helvxxxx bíp bíp bíp vælið í Dilönu í heilan klukkutíma til þess að geta kosið minn mann. EN NEI það er EKKI að ganga og ég er svoooooo pirruð að ég gæti gargað!! Á netinu kemur bara ERROR ERROR eða þá villumelding að ég nái ekki að slá helvxxxx bíp bíp bíp stafina rétt inn, OK hvað er málið með þessa stafi?????? Þeir eru gjörsamlega ólesandi með öllu og alltof margir og ég bara næ þessu ekki!!

Jæja gerði dauðaleit að símanum mínum, ég skyldi kjósa fyrst ég á annað borð var að halda mér vakandi en NEI, ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SENDA SMS HELDUR *ARGGGGG*!!

Ég er farin að sofa. Ég er viss um að Magni dettur út þar sem fæstir íslendingar eru að fara að vaka næstu klukkustundirnar til að kjósa :( Kallinn minn ætlar að vaka pínu lengur og reyna að senda eitthvað í gegn, alltaf jafn hjálpsamur þessi elska. Ég er samt pirruð.

Jæja kom 2 SMS í gegn.. ætli það dugi... LOL :)

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Hvað er málið með þetta...

Ok í fyrsta lagi: Hvað er málið með hann Simon og bringuna.. ég meina HERREGUD PÅ HIMMELEN!!! Ég persónulega dýrka manninn, finnst hann algjört æði, eitthvað svo sexy hvað hann er svalur í Idolinu... en halló ÞETTA ER EKKI SEXY SIMON... meira svona *gubb og æl*!! Hvernig datt dömunni sem hann er með upp á arminn í hug að mæta með manninum svona? Ég hefði sagt honum að hneppa eða hann gengi einn niður rauða dregilinn.. og hana nú!!

Og í öðru lagi: Sjáið þið eitthvað athugavert við hana Tyru sem var líka á Emmy verðlaunahátíðinni í gær...?


Ok gellan er með hárkollu.... hvað er málið með það...? Ætli hún sé sköllótt.. eða ætli þetta sé bara normið í Hollywood, allir með hárkollu? Djí ekki grunaði mig þetta en ég er nú líka frekar græn í sambandi við allt svona!!

Og að lokum, GÓÐA SKEMMTUN: http://youtube.com/watch?v=SHiVh-pRzFM

mánudagur, ágúst 28, 2006

Grenjað og verlsað

WOW það er bara drama í gangi í Nágrönnum í dag!! Var að sjálfsögðu löööööngu búin að lesa um þetta flugslys á neighbours.com muhahaha en þetta er samt svaðalegt. Ég sá ekki þáttinn í síðustu viku en slysaðist á þáttinn í kvöld og óbój óbój það komu tár... ég er sko algjör sökker :'(

En yfir í skemmtilegri hluti - ég er byrjuð að verlsa í London muhahahaha :o) Búin að panta fullt á Argos handa dömunni minni sem býður þess bara að ég pikki það upp á fimmtudaginn á Oxford Street... hversu mikil snilld er það :o) OG við erum búin að bóka okkur á hótel sem er við Covent Garden... oh maður það er bara allt að gerast enda bara tæpir 3 dagar í þetta!!

Ég gat reyndar ekki pantað miða á Queen á netinu :( En ég er búin að bóka á ABBA svo það er spurning hvort verður fyrir valinu á laugardagskvöldið - Queen eða London Eye og River Cruise, kemur bara allt í ljós segir Gunni... óþarfi að plana OF mikið að hans mati... hummmmm....

Það er búið að vera GEÐVEIKT að gera í vinnunni undanfarið, vann alla helgina og get því ekki beðið eftir að komast út í afslöppun - verður kannski pínu púl að versla en það er skemmtilegasta púl í heimi :) Og svo stoppar maður bara reglulega á pöbbunum og fær sér öl, þá líka lítur maður svo vel út í öllu :O)