PEACE

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Orðatiltæki

Ok ég bara sökka í svona dóti, að segja málshætti og orðatiltæki og allt þetta dóterí!

Komst að því í gær að maður segir víst að nú sé komið annað hljóð í strokkinn.... ég hef nú alltaf haldið að maður segði annað hljóð í skrokkinn þar sem maður er í raun að skipta um skoðun! En nei það er víst rétt að vísa í smjörið haha - ég er nú mikið að spá í að rabba við málfræðideild Íslands og benda þeim á hversu órökrétt þetta er... hvað kemur það hljóðinu í smjörstrokki við þegar maður skiptir um skoðun eða sér að maður hefur rangt fyrir sér?

Og ég hef einnig haldið að maður segði "eins og skrattinn úr Sauðárlæknum".... *ROÐN* en mikið var ég fegin að ein vinkona mín hélt það líka, við héldum sko að þetta væri svona skagfirskt orðatiltæki því í Skagafirði er Sauðárlækur... held ég....?? :o)

Man ekki meira í bili en þetta kemur alltaf allt vitlaust út úr mér svo ég nota þá nú ekki oft... en ég hélt nú að ég væri með þessa 2 á hreinu hahahaha en svo er greinilega ekki - DÓH!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Oh það er svo margt sem mig langar í!!

Mest af öllu langar mig í lágmark 100gr súkkulaði eða súkkulaðiköku eða eitthvað í þeim dúr en Mæja segir að það megi ekki - við erum nebbla í breyttum lífstíl sko... allavega í nokkra daga muhahahaha :þ

En ég var að hugsa um það í gær hvað það væri margt sem mig langar í.... og oooo þetta kostar allt svo mikla penga og ég á þá bara ekki á lager einhverra hluta vegna.... kannski vegna þess að mig langar ALLTAF í eitthvað....?

Mig langar meðal annars í ný húsgögn - ALLT NÝTT nema hjónarúmið og herbergi stelpunnar sleppur líka ;) Langar líka svo í svona gafl á rúmið mitt og flott rúmteppi - þó ég muni líklega lítið nota það.... kannski er maður þó duglegri að búa um ef maður á rúm með gafli og flott rúmteppi ;)

Svo langar mig í flott garðhúsgögn á pallinn minn fyrir sumarið, og í runna eða grindverk fyrir framan húsið mitt, og mig langar líka í svona ljósastaura meðfram gangstéttinni sem liggur upp að útidyrahurðinni.... það verður hinsvegar pottþétt ekki fjárfest í þeim... en oh mér finnst það svo flott að hafa svona ljósastíg upp að húsinu ;)

Og mig langar í 1-2 utanlandsferðir fyrir utan Prag ferðina..... Og mig langar í helling af nýjum fötum...

Jæja best að halda áfram að vinna svo ég eigi nú allavega fyrir reikningunum, læt mig dreyma um afganginn ;)

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Bloggidíblogg

Jerimías, ég er ekki einu sinni búin að blogga um idol...!!

Idol var by the way GEEEEGGJAÐ, oooo það voru allir nokkuð góðir nema greyið Helgi :( Ég var nú með svaka samsæriskenningu um að hann hefði viljað detta út því hún Brynja hans væri ekki lengur með en svo mundi ég að hann valdi lagið áður en hún datt út svo þar fór kenningin sú ;) Vildi samt að hann hefði ekki dottið út því mér finnst hann svo mikið krútt eitthvað og svo skemmtilega öruggur með sig á sviðinu. Heiða fannst mér ágæt, ekkert æði.... Davíð fannst mér nokk góður en ég bara meika hann varla, Hildur Vala fannst mér BRILLIANT og ég ætla að kaupa lagið á tónilist.is því ég fékk massa gæsahúð þegar hún söng og var ánægð að hún Guðrún sagði hið sama hehe ég fíla sko hana Guðrúnu, hún er soddan perla ;) Helgi var já hummm..... hræðilegur og Ylfa var bara nokkuð góð, fíla það hvað hún hefur mikla útgeislun og Lísa var ágæt líka en ekkert geggjuð! Þarf líklega ekki að taka það fram hver fékk mín atkvæði hehe.

Helgin er búin að fara í það að færa myndir af Hafdísi Önju af gömlu tölvunni og yfir á þá nýju, um var að ræða ca.1000 myndir sem ég færði en þær valdi ég sko úr svona 5 þús myndum, þetta var hálft ár sem um var að ræða.... spurning um að vera að missa sig með myndavélina... :) Síðan þurfti að flokka þær niður í albúm á nýju tölvunni og svo þarf að finna númerin á þeim og senda þær inn til Bonusprint í framköllun, er ekki komin í þann pakkann ennþá en ætla að reyna að gera það sem fyrst, alltof langt síðan við framkölluðum - það verður dýrt í þetta skiptið :s

Annars var bara slappað af og haft það notalegt um helgina, við mundum það núna um 9 leytið í kvöld að við ætluðum í bíó í kvöld..... förum bara seinna, Cold Case og 24 hvort eð er örugglega betri afþreying en allar bíómyndir sem eru í bíó núna ;)