PEACE

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Facebook

Ég er á facebook.. eða með facebook.. eða hvað þetta kallast. Og ég sver það ég er of gömul fyrir þetta, ég skil bara hvorki upp né niður í því hvað er í gangi!!

Ég fæ svona 15 e-maila á dag um að einhver sé að faðma mig, eða setja mig á einhvern lista osfrv osfrv og ég, öll af vilja gerð að gera það sem ég er beðin um, fer þarna inn að reyna að finna út úr þessu og enda alltaf í ruglinu bara! Næ held ég aldrei að gera það sem var verið að biðja mig að gera en enda á að biðja aðra um að gera eitthvað fyrir mig!!

Kann svo ekkert að lesa út úr þessu og verð bara ringluð.... bara úff sko!

En ég er í góðu skapi núna. Annað en fyrr í dag en förum ekki út í þá sálma. Allavega þá fyrir það fyrsta er ég komin með gardínur - vú hú :) Þannig að þó svo að innréttingarnar komi ekki fyrr en 20.des þá er ég allavega laus við nágrannana úr glugganum mínum - bíðið var að fá e-mail frá facebook, best að kíkja. Ok átti að staðfesta nýjan vin, held það sé það eina sem ég kann :)
Já og í öðru lagi þá á ég besta mann í heimi :) Þessi elska bauð mér á Austur Indíafélagið í kvöld sem er uppáhaldsstaðurinn minn, akkúrat það sem ég þurfti eftir hrikalega leiðinlegan dag :o)

Ég er ekki sátt við ANTM þátt kvöldsins. Mér fannst hún flottust sem fór heim :(

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

MONTIÐ


Ætla nú að bæta við smá monti því hún Rebekka mín átti litla stelpu um helgina sem er bara sætust í öllum heiminum og geiminum :o) Fékk að máta hana í gær og hún passaði bara akkúrat hehe :) Í fyrsta sinn síðan ég varð ólétt varð ég pínu óþolinmóð að bíða eftir litlunni minni en þetta líður svo hratt, hún verður komin áður en við vitum af ;) En það verður æði að eiga tvær litlar dömur á sama aldri (í mesta lagi 4 mán á milli þeirra) og svona stutt á milli húsa :)

Jólin eru að koma :)

Já nú má sko blogga um jólin enda styttist í hátíðarnar :) Ég er nú ekki komin í mikið jólaskap, ég læt það fara aðeins of mikið í pirrurnar á mér að geta ekki skreytt almennilega núna um helgina og gert allt klárt fyrir des eins og ég er vön því húsið mitt er næstum fokhelt. En ég hef tekið þá ákvörðun að láta það ekki pirra mig meir og vona bara að það besta - að þetta verði allt klárt fyrir jól :)

Húsið gengur hægt en píparinn kom á fös. og tengdi sturtuna og þvottavélina - það var það sem lá mest á. Sjónvarpið hinsvegar virkar ekki og hefur ekki gert og það liggur pínu mikið á því, verður vonandi kippt í liðinn í kvöld!

Um helgina málaði ég herbergið hennar Önju og gerði það klárt að mestu leiti, hengdum upp spegil, hillur og TV og svo var ég búin að taka mig til og setja saman hillusamstæðu sem ég keypti handa henni í IKEA alveg ALEIN :) Og þetta var sko engin smá smíði enda heyrði ég að karlinn hafði enga trú á mér þegar ég byrjaði en ég held ég hafi komið honum á óvart með að ljúka þessu með stæl :) Hann herti reyndar nokkrar skrúfur þegar ég var búinn... muhahahaha say no more :)

Við hengdum líka upp hillu í svefnherberginu, settum upp nokkra reykskynjara og dútluðum svona aðeins við hitt og þetta - það er sko ekki mikil hvíld um helgar í Kólguvaði svo mikið er víst og það er ennþá HELLINGUR eftir. Svo var reyndar skroppið í IKEA til að kaupa nokkra hluti en það var ekki einn þeirra til. ÉG HATA IKEA. Seriously hvað er málið með þessa búð og að eiga ALDREI til neitt nema sýningareintök af draslinu sem þeir selja?? Það hengu 10 eintök upp um alla veggi af speglinum sem mig langaði í en mátti ég kaupa einn? Ekki sjens. Bíða í 3-4 vikur eftir næstu sendingu... Best að tala ekki meira um IKEA þar sem ég var í góðu skapi þegar ég vaknaði.