PEACE

föstudagur, desember 30, 2005

GLEÐILEGT ÁR ALLIR

Eða "ÁRIÐ" eins og maður myndi segja við alla á barnum annað kvöld ef maður væri fyrir norðan :-)

En ég er hundlasin, fór snemma úr vinnu í gær til að ná þessu úr mér en er sko bara MIKIÐ verri í dag :'( Búin að dorma í sófanum í mest allan dag og taka lyf og læti og bið til Guðs að ég vakni hress á morgun þar sem það er von á gestum í mat - sem og miklu stuði :o)

mánudagur, desember 26, 2005

ÆÐISLEG JÓL :)

Já jólin voru æðisleg í einu orði sagt, sem og allur desember mánuður :) Við borðuðum hér á aðfangadag og mamma, Auddi og Dæja borðuðu hjá okkur, við mamma skiptum með okkur eldamennskunni og nammm hvað það var jömmííí ;O)

Pakkaflóðið var gífurlegt og ég er löngu búin að henda inn myndum á síðuna hennar Hafdísar Önju þar sem hægt er að sjá myndir af herlegheitunum. Ég var að reyna að rifja upp hve marga pakka ég fékk og taldi upp í 22... gæti þó hafa gleymt einhverjum þvílíkt var pakkaflóðið :) Þetta voru líka engar smá gjafir.... fólk er bara brjálað....!! Við "Boston" mæðgur svokallaðar :) fengum meðal annars allar 90 min steinanudd og dekur í Laugum frá brjálaða bróður mínum og frúnni hans... ooooo þið trúið því ekki hvað okkur hlakkar til að fara og láta dekra við okkur - er eitthvað betra eftir allt jólastússið en að fara og láta dekra það úr sér... mmmm... ég held ekki :O) Og minn heittelskaði sló sko í gegn eins og hans er von og vísa :) Ég fékk helling af Mac snyrtivörum, geggjuð Joe Boxer náttföt, Shisheido body creator og síðast en ekki síst ÆÐISLEGA eyrnalokka :o) Systir mín er nú ein sú algjafmildasta manneskja sem ég þekki og gaf hún mér kanebo krem og andlitsvatn OG kjól - bara ÆÐI :) Mamma og pabbi og Hjördís fóru líka overboard í gjafakaupum sem og tengdó en hérna kemur smá upptalning á því sem ég fékk: bol, helling í stellið mitt, helling af hnífapörum sem ég er að safna, 3 konfektkassa, rosa upptakaragræju, Jörðina (bók), geggjaða stál- pastaskeið, ausu og salatskeiðar, stálsalatskál, litla kaffibolla á hanka, jólasveinaskraut, ilmkerti, bodylotion, Lush sápur, DVD mynd, gjafainneign, pening, rauðvín og osta, körfu með ýmiskonar kjöti, rauðvíni og sælgæti og síðast en alls ekki síst - mynd í ramma eftir dótturina sem er bara KRÚTTLEGUST af öllu :)

Á morgun finnst mér jólin bara búin en þá byrjar spennan fyrir gamlárs :) Þegar ég lít tilbaka yfir árið hefur þetta verið eitt albesta ár í lífi mínu! Pragferðin í vor var bara ein sú geggjaðasta, sumarið var yndislegt - útilegurnar, ættarmótið, allar stundirnar á pallinum í fallega pottinum okkar Önju :) allar húsdýraferðirnar og æi já bara allt sem við dunduðum okkur saman fjölskyldan :) Boston ferðin fræga var bara ÆÐI og vooona ég svo sannarlega að hún verði endurtekin að ári og að lokum er þessi des mánuður sem er að líða er bara búin að vera yndislegur fjölskyldumánuður og æðislegt að ljúka þessu ári á svona góðum mánuði :o)