PEACE

laugardagur, mars 25, 2006

DEKUR OG IDOL

Ég fór í geðveikasta dekur EVER í gær með mömmu og Dæju! Við fórum í Laugar í steinanudd og á heilsustofuna - búin að bíða eftir þessum degi síðan við fengum þennan pakka í jólagjöf frá brósa og mmmm þetta var bara besta gjöf sem hægt er að hugsa sér :)

Ég vissi nú ekkert hvað steinanudd var og Mæja var búin að segja mér að þetta væri nú eiginlega ekkert nudd heldur bara settir á mann steinar.... svo ég var svona búin að vera að reyna að ímynda mér mig í 90 min með steina á mér liggjandi alveg kyrr... ?? En svo var þetta ekkert þannig MÆJA - ÞÚ VARST NÚ BARA Í RUGLINU SKO :O) Nuddarinn er með svona steina í potti sem eru sjóðheitir og svo setur hann þá bara í lófana og nuddar mann allan með sjóðheitum steinum, bara æðislegt :) Maður fær nudd og svona hita í alla vöðva um leið, gæti ekki verið betra held ég bara, mæli 200% með þessu!!

Komum svo heim og horfðum á idol. Mér fannst Ragnheiður Sara best, sérstaklega seinna lagið fannst það alveg æðislegt. Mér fannst Ína síst eins og svo oft áður og varð mjööög kát að sjá hana fara niður - púkinn ég :) Bríet Sunna fannst mér lala en Snorri rosalega góður í seinna laginu, ég vona að Snorri eða Bríet vinni þetta...

Eftir þáttinn byrjaði ég að kjósa á fullu, var búin að hringja 3svar inn þegar mér var bent á að við hefðum sko horft á þáttinn á Stöð 2 plús... og því væru úrslitin í raun búin og atkvæðin mín gerðu lítið gagn hahahaha frekar fyndið :O) Kom nú samt alltaf "atkvæði móttekið" þegar ég hringdi inn.. ætli ég hafi verið rukkuð fyrir heimsku mína?

Svo var spilað og hún nafna mín vann held ég gúrkuna þrátt fyrir að kunna ekki spilið og fylgjast ekkert með því hvað var að gerast... frekar skrítið... :) Svo var skipt yfir í Buzz og við nöfnurnar vorum saman í liði og hmmmm það gekk ekki nógu vel... say no more!

fimmtudagur, mars 23, 2006

HÁRTÆTARINN

Ég fjárfesti í svaðlegri græju um daginn - rafmangshártætara sem ég er aldeilis búin að mæla með við alla sem ég þekki og svei mér þá ef flestar vinkonurnar eru ekki búnar eða á leiðinni að fjárfesta í græju líka :)

Ég er APAKONAN holdi klædd, ég sver það ef ég myndi ekki raka eða vaxa fótleggina á mér myndi fólk halda að þetta væru apafótleggir... :( Og það sem meira er að þó ég raki þá þá dugar það í ca.4 klst. svo ég hef nú reynt að vaxa þetta helvXXX - það dugar í svona viku þá byrja að koma hár á stangli...!! En þessi græja er algjört æði, ég er að segja ykkur það, reyndar vaxaði ég mig áður en hún var keypt og hef því bara notað hana til að viðhalda hárfríum fótleggjum og það er ótrúlega auðvelt og alls ekkert vont, smá svona kitl vont stundum en ekki Á-Á-Á-Á-ÁI vont :) Maður þarf samt að passa að teygja á skinninu á þeim stað sem verið að er plokka til að þetta virki sem best og maður finni sem minnst!

Jæja auglýsingum lokið, ætlaði aðallega að segja ykkur frá því að í kvöld réðst ég í fyrsta sinn á hárin undir handleggjunum, hef aldrei vaxað þau... bara ekki lagt í það... en ákvað að prufa þetta - sjæse hvað ég er huguð!! Á-Á-Á-Á-Á-Á-Á-Á-ÁIIIIIII - FOOOOOOxxxxx - VONT VONT VONT :'( Og það eru 20 min síðan ég gafst upp (verkið ca.hálfnað) og ég er ENN að deyja!! Ætla samt að klára þetta á morgun því ég veit að það verður svo ekkert svo vont að viðhalda þessu... versta er að maður getur ekki togað skinnið á móti, held það hafi mjög mikil áhrif! Ég hef notað þetta á "hitt" viðkvæma svæðið og það hefur ekkert verið svo vont svo þetta hlýtur að venjast en SHIT þvílíkur sársauki!!

Jæja hártætara bloggi lokið... varð aðeins lengra en ég ætlaði mér...

þriðjudagur, mars 21, 2006

Verk sem ég forðast..

Já við skötuhjúin skiptum húsverkunum svona nokkurnvegin á milli okkar og það eru nokkur verk sem ég forðast eins og heitan eldinn:

Uppþvottavélin - bæði að taka úr henni og setja í.. kann varla á hana...
Þrífa baðið og klósettið
Fara út með ruslið
Taka úr þvottavélinni
Þrífa bílinn
Taka bensín

Jább þetta eru sem sagt þau heimilisverk sem ég geri sem minnst af en ég er bara dugleg í öðru í staðinn :)