PEACE

þriðjudagur, september 27, 2005

Eirðarlaus...

Vá hvað það er erfitt að einbeyta sér að vinnunni... ég er bara að deyja úr tilhlökkun yfir að vera að fara til Bandaríkjanna :) Finnst pínu leiðinlegt að Gunni skuli ekki vera að koma með því okkur er búið að langa svo lengi að fara til Bandaríkjanna saman en þetta er eitt af mínum uppáhaldslöndum!! Hann hefði samt ekkert gaman af svona ferð svo við verðum bara að stefna á að skreppa fljótlega saman í meiri skoðunarferð en verslunarferð :)

Ég er alveg búin að sjá þetta fyrir mér... við sofum út á hverjum morgni því búðirnar opna örugglega ekkert fyrr en 10 allavega :) Verslum síðan svolítið, förum svo og fáum okkur delicious hádegismat... og ÖL ofcourse :) Verslum síðan pínu meira - kannski mikið meira því eftir nokkra öllara er maður flottur í öllu :) Fáum okkur pínu meira öl.... hendum draslinu inn á herbergi og förum inn til Boston og skoðum þessa fallegu borg seinnipart dags, fáum okkur eitthvað súpergott að borða og svo eitthvað súper súper gott að drekka frameftir kvöldi milli þess sem maður röltir um borgina í blíðunni :) Ummm já 4 svona dagar ættu að koma manni í gott skap :)

Kannski að taka það fram að það er spáð sól og 20-23°C alla dagana sem við verðum úti - ooooo vona að það standist :)

mánudagur, september 26, 2005

Mánudagur til mæðu

Þessi mánudagur er eitthvað hálf erfiður finnst mér.. reyndar rétt að byrja vonandi skánar þetta!!

Fór í ræktina í morgun og ég var svo þreytt að ég mátti hafa mig alla við til að sofna hreinlega ekki í tímanum *geisp*. Reyndi að taka ágætlega á því en það er svolítið erfitt þegar maður er svona þreyttur....

Er svo mætt í vinnu núna og verð að koma mér í gírinn, nóg að gera og ég á leiðinni til AMERÍKU eftir bara 3 daga :o) Jú hú hú hú það er allavega eitthvað til að hlakka til q:o) Eyddi megninu af gærdeginum á netinu að skoða þær búðir sem mig langar að kíkja í úti - bara gaman :)

Helgin var ljúf, eins og alltaf!! Fös var bara rólegur en á lau fengum við gesti og spiluðum sem er nú alltaf gaman og í gærkveldi skellti ég mér í bíó með mömmu, ömmu, Dæju og Rebbu - ekta konuferð :) Jesús myndin var svo fyndin að mér var bara illt í maganum af hlátri, fórum á The 40 year old virgin og ég mæli 100% með henni!! :)