PEACE

fimmtudagur, mars 01, 2007

Ugly Maja

Ég horfði á Ugly Betty í fyrsta sinn í gær, tók 5 þætti eða svo í gærkveldi og mér finnst þessir þættir ÆÐISLEGIR :) Jiii ég sé mig svo í henni stundum, finn svakalega til með henni þegar hún er að hrasa og labba á og svona... akkúrat eitthvað sem ég lendi í :O)

Allavega mæli með þessum þáttum, hef ekki tíma í meira blogg er orðin svo svööööng - við erum líka líkar að því leitinu til, við þurfum að borða MIKIÐ ég og Ugly Betty - og ekkert helvxxxx kjál kjaftæði sko heldur almennilegan mat :)

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

BACK FROM AMS

Þið sem ekki talið flugfreyjumál þá er sko AMS=Amsterdam - að sjálfsögðu :) Ég er öll að komast upp á lagið með svona fluffu tal en ég þurfti nú bara næstum túlk fyrst þegar ég var að tala við Önnu Siggu vinkonu mína (gamla fluffu) hún talar bara í svona styttingum, pínu svipað og fólkið í Svínasúpunni sem les upp auglýsingarnar í mogganum með styttingum lol :)

En Amsterdam var YNDISLEG, ohhh þetta var sko BARA gaman :) Við brölluðum ýmislegt, löbbuðum um miðbæinn, kíktum í búðir (en ekki hvað), pöbbarölt, borðað á góðum veitingastöðum, farið í keilu (fengum viðurnefnið "the bowlers" - löng saga), spilað, kíkt í rauðahverfið o.fl. :) Ótrúlega skemmtileg borg finnst mér og ekkert smá fyndin hjólamenningin þarna, það eru ALLIR á hjólum og Jesús hjólin eru þau AL ljóstustu sem ég hef nokkurntíman séð!! Og svo er hasslykt út um allt, þvílíkur viðbjóður ég hafði aldrei fundið þessa lykt áður en úff hún fer sko ekki framhjá manni - GUBB!
Rauðahverfið fannst mér hræðilegt, úff að sjá þessar konur þarna í gluggunum út um allt... ég fékk bara velgju í magann og sumar virtust nú bara svona 16-17 ára :'( Og ojj svo sá maður gaurana fara inn til þeirra og þá var dregið fyrir gluggann... viðbjóður, hver fer í alvöru inn á svona stað??

En allavega við skemmtum okkur svakalega vel enda frábær hópur sem fór saman :) Eina sem skemmdi pínu fyrir var að mágkona mín var lá allan fimmtudag og föstudag veik :( Rétt náði að kíkja með okkur út á laugardaginn!! Enda var ákveðið að við þyrftum bara að skreppa í svona fjölskylduferð sem fyrst aftur og þá verða vonandi allir frískir :)

Annars bara allt gott að frétta af mér, breytingar í nánd og er ég orðin súperspennt :)