PEACE

fimmtudagur, september 06, 2007

Nammi...

Ég vinn með yndislegri vinkonu minni sem er ekkert nema indæl og vill allt fyrir mann gera. Meðal annars er hún rosalega dugleg að gefa mér eitthvað "gott" að borða þegar ég er svöng (sem er alltaf í kringum 10 leitið). Alltaf segir hún "ég á eitt ROSALEGA gott" og þegar ég var nýbyrjuð átti ég alltaf von á svaka góðgæti - en ekki lengur!!

Fyrst var boðið upp á eitthvað ógeðis hörbalæf súkkulaði *gubb*. Ég keypti mér þó kassa af þessu til að hafa til að narta í en svo bara kem ég þessu ekki niður, þetta er svo vont. Vinkonan kallar þetta NAMMI... WTF.. þetta er svo langt frá því að vera nammi að það er ekki fyndið.

Næst var það eitthvað annað svona "heilsusúkkulaði". Var lítið skárra.. verra ef eitthvað var og enn og aftur fannst vinkonunni þetta algjört nammi og skyldi bara ekkert í mér.

Og í dag sló hún nú öll met þegar hún sagðist eiga eitt ROSALEGA gott. Hún mætti með pappakex með smá súkkulaðislykju á, algjör VIBBI sem ég reyndi nú samt að koma niður því ég er svo svöng og viti menn ég fékk bara hiksta þetta var svo þurrt (bara eins og pappi) og drakk ég nú samt vatn með því!!

En það er ekki eins og ég læri af reynslunni og komi með nesti... ó nei er bara alltaf svöng og treð því í mig allskonar heilsuógeði sem greyið vinkonan er svo indæl að bjóða uppá og ég kann engan veginn að meta!! Það er þó stutt í að hin sælkera Mæja mæti á svæðið muhahahaha Mæja mættu með almennilegt (óhollt) nesti með þér!!

Vanþákkláta vinkonan.

miðvikudagur, september 05, 2007

Ég veit, ég veit!

Shit er ekki að standa mig í blogginu - bara alls ekki! Er svo sammála nöfnunni, maður saknar þess að kíkja bloggrúnt þegar næstum ENGINN bloggar og svo er maður manna verstur muhaahaha :)

Allavega hér er allt að gerast. Við settum íbúðina á sölu, daginn eftir að hún var sýnd seldist hún....! Í dag buðum við því í íbúð sem við höfum augastað á og þetta kemur allt betur í ljós á morgun :)
Fyndið samt, ég er ekki næstum eins spennt og þegar við keyptum hérna. Þá vorum við í eldgamalli kjallaraíbúð sem var niðurgrafin og frekar dimm og lifðum við góðu lífi með silfurskottum og þessháttar gestum (kaupi ALDREI aftur gamalt :) En munurinn á henni og þessari sem við erum í núna var í mínum augum gígantískur, mér fannst ég vera að flytja í HÖLL :O) Íbúðin sem við buðum í núna er reyndar sérhæð og með bílskýli og 50% stærri og nánast spáný en samt finnst mér eiginlega eini munurinn vera stærðin... en hún er þó líka töluvert flottari, munurinn er bara ekki eins mikill og síðast. Til að munurinn yrði svona mikill vantaði mig 20 millur og það virtist bara ENGINN tilbúinn að styrkja mig um 20 mills...??? Skilðaggi pípól.

Já og svo er kríli á leiðinni. Ný vinna, nýtt hús, nýtt barn. Dugar ekkert minna þegar Blöndalinn er annars vegar muhahaha :O)

Jú og ég bara verð að minnast á brúðkaup sem ég fór í síðustu helgi. Magnaðasti andsk... ever :) Þetta var gervibrúðkaup því það var verið að hrekkja fólk og ég lék gest sem þurfti ekkert að gera og SHIT hvað ég átti erfitt með mig. Mér fannst GEÐVEIKT erfitt að vera alvörugefin og hlæja ekki þegar ekki mátti hlæja. Ég er greinilega ekki mikið efni í leikkonu :) En þetta verður sýnt í sjónvarpinu fljótlega, mikið vona ég að ég sjáist ekki á skjánum... verst að aðal lætin voru akkúrat fyrir framan nefið á mér :S Sko bara slagsmál og læti muhahaha og ég skeit næstum á mig ég varð svo hrædd!!

Jæja say no more, blogga meira fljótlega :)