Þá er maður búin að prufa það - bóndalífið :) Vorum í sveitinni alla páskana að sjá um búskapinn fyrir tengdó og svei mér þá þetta er nú bara þrældómur þetta sveitalíf...
Ég hafði það nú reyndar súpergott :) Við stelpan sváfum til svona 9 og skriðum framúr milli hálftíu og tíu... og þá var Gunni að koma inn úr fjósi í smá pásu (vaknaði 6:50 alla morgna) og fór svo fljótlega aftur og kom inn um hádegisbil. Síðan fór maðurinn aftur út um 17 og kom inn um 20..!! Við erum að tala um 8 tíma vinnudag (stundum 6 tímar, hann og bróðir hans skiptu þessu á milli sín) bara við það að mjólka, gefa og gera það allra nauðsynlegasta. Ég get rétt svo ímyndað mér hversu langir vinnudagarnir eru þegar allt hitt sem þarf að gera bætist við.. hvað þá þegar sauðburður og heyskapur bætast þar ofaná... Þetta eru allir dagar allan ársins hring... EKKERT FRÍ... aldrei helgarfrí, páskafrí, jólafrí, sumarfrí osfrv....
Dísus mér fannst rosalega gaman að kíkja stundum út í hús með honum og gefa og svona en þetta er alltof mikil vinna maður, ég myndi aldrei meika þetta!! Greinilega dugnaðarforkar þessir tengdaforeldrar sem ég á :)
Annars höfðum við það rosalega gott, boðin í mat hingað og þangað - endalausar stórveislur og gotterí enda kom maður tjöbbí tilbaka og þá er það bara enn eitt átakið sem gildir...