PEACE

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Höbba höbba









Ég er í þvílíku bloggstuði núna bara...

Allavega langaði bara að deila þessum með ykkur... say no more!! Jú nema kannski að maður fari að fylgjast betur með Arsenal - þetta er nú einu sinni liðið hans Gunna :O)

2 stórfréttir beint af mbl:

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1196637

Ok hvernig er hægt að fara úr því að vera mesti töffari og mest sexy gaur (fyrir utan maka að sjálfsögðu) í heimi beint í það að vera glataðasti og lang minnst sexy gaur í heimi...? Ég meina það vilja fleiri konur í USA sænga hjá Saddam Hussein en honum... hann lenti alveg neðst neðst á listanum yfir þá sem þær vilja sofa hjá....segir það ekki eitthvað?
Hann virðist allavega ekki vera að ná hintinu - greyið :(
Já og aumingja konan hans... hún Katie. Hún hefur eflaust haldið að hún væri aldeilis búin að næla sér í draumaprinsinn... ég meina hann var draumaprins flestra á mínum aldri hér í denn :) En nú er hún eflaust farin að átta sig á því að hún nældi sér í martraðarsækóinn... úps... nema hún sé jafn treg og hann, vona það eiginlega hennar vegna!!

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1196649

Og frétt nr.2 :) Ok er það bara ég eða er það ótrúlega heimskulegt að ein aðal stórmynd ársins sé í uppnámi vegna þess að einhverjir voru ekki alveg að fíla hárið á leikaranum.... uuuu... ég er bara ekki að ná þessu???
Örvæntið ei segi ég nú bara - fólk horfir enn á Glæstar vonir þrátt fyrir að hræðilegasta hárgreiðsla/klipping allra tíma sé ENN þar á skjánum gjörsamlega ÓBREYTT síðan 1970..!!
RIDGE GET A HAIRCUT!!

mánudagur, apríl 17, 2006

Bóndalíf!

Þá er maður búin að prufa það - bóndalífið :) Vorum í sveitinni alla páskana að sjá um búskapinn fyrir tengdó og svei mér þá þetta er nú bara þrældómur þetta sveitalíf...

Ég hafði það nú reyndar súpergott :) Við stelpan sváfum til svona 9 og skriðum framúr milli hálftíu og tíu... og þá var Gunni að koma inn úr fjósi í smá pásu (vaknaði 6:50 alla morgna) og fór svo fljótlega aftur og kom inn um hádegisbil. Síðan fór maðurinn aftur út um 17 og kom inn um 20..!! Við erum að tala um 8 tíma vinnudag (stundum 6 tímar, hann og bróðir hans skiptu þessu á milli sín) bara við það að mjólka, gefa og gera það allra nauðsynlegasta. Ég get rétt svo ímyndað mér hversu langir vinnudagarnir eru þegar allt hitt sem þarf að gera bætist við.. hvað þá þegar sauðburður og heyskapur bætast þar ofaná... Þetta eru allir dagar allan ársins hring... EKKERT FRÍ... aldrei helgarfrí, páskafrí, jólafrí, sumarfrí osfrv....

Dísus mér fannst rosalega gaman að kíkja stundum út í hús með honum og gefa og svona en þetta er alltof mikil vinna maður, ég myndi aldrei meika þetta!! Greinilega dugnaðarforkar þessir tengdaforeldrar sem ég á :)

Annars höfðum við það rosalega gott, boðin í mat hingað og þangað - endalausar stórveislur og gotterí enda kom maður tjöbbí tilbaka og þá er það bara enn eitt átakið sem gildir...