PEACE

laugardagur, október 28, 2006

Skemmtilegt blogg

Ég fer nú alltaf reglulega bloggrúnt og kíki á linkana hérna við hliðina - þeir eru nú misvirkir get ég sagt ykkur!

Svo eru nokkur í viðbót sem ég kíki stundum á og hérna er eitt þeirra, þessi er alveg með skemmtilegri pennum finnst mér svo ég ákvað að benda ykkur á hann :o)
http://www.sigmarg.blogspot.com/

Hvergi smeyk!

Eða kannski full trausts?

Það er varðandi hin ýmsu efni sem fólk í dag forðast eins og heitan eldinn.

Fyrst ber að nefna Aspartam - EITRIÐ.
Ég hef ekki hinar minstu áhyggjur af aspartaminu í Pepsi Maxinu mínu. Aspartam er eitt mest rannsakaða sætuefni í heiminum og þegar ég var í næringarfræðinnni var allavega ekkert sem sýndi fram á að það væri skaðlegt. Ef það væri bráðdrepandi væri það líka varla leyft í matvæli.. eða hvað?

Næsta efni er MSG.
Það er einhver HYSTERÍA í gangi á landinu vegna MSG. Ég er viss um að 90% þeirra sem forðast MSG hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að forðast - það er bara múgæsingurinn sem þeir eru að fylgja :) Við Gunni vorum út í búð um daginn og hann sér einhverja matvöru sem á stóð stórum stöfum MSG FRÍTT og var alveg uuu hvað er það? Ég svaraði bara "don't ask" jebb ég ét MSG líka.. Ber þarna líka fullt traust til heilbrigðisyfirvalda, ef það væri bráðdrepandi væri það ekki leyft.

Og að lokum eru það rotvarnarefnin.
Mér finnst matvörur fullar af rotvarnarefnum reyndar yfirleitt ógirnilegar því þær eru gamlar. Og mér finnst gamall matur ÓGEÐ. EN ég hef uppgötvað muffins sem eru eflaust stútfullar af rotvarnarefnum en þær eru samt DELICIOUS og borða ég þær sko af bestu lyst :þ Þær eru helgarmorgunmaturinn á þessu heimili..
Algeng setning er "oj þú átt aldrei eftir að rotna ef þú borðar öll þessu rotvarnarefni"
Well.. jú eflaust mun ég rotna. En það sem merkilegra er - ef ég mætti ráða myndi ég nú kjósa að rotna ekki.... mér finnst rotnun nefninlega ógeðsleg tilhugsun!! Ég myndi miklu frekar vilja líta bara eins út í kistunni minni 100 árum eftir að ég er grafin eins og daginn sem ég fór undir græna torfu :)

En allavega þá þarf ótrúlega lítið til að matvara sé bönnuð - ef hún ekki þykir fullkomlega hættulaus þá er hún ekki leyfð. Kristall plús var nú bannaður vegna vítamína... ekki eru þau óholl..!! Maður man líka eftir M&M banninu góða.... það var vinsælasta sæglætið í fríhöfninni á þeim tíma þrátt fyrir að vera bannað..
Ég hef sko miklu meiri áhyggjur af koltvísýringnum sem ég anda að mér þegar ég skrepp út í göngutúr en þessu eitri sem ég borða daglega :)

Hitt er svo allt annar handleggur að matvæli fara misvel í fólk. Sumir þola illa mjólkurvörur, aðrir gervörur, aðrir MSG osfrv. Og þá að sjálfsögðu forðast maður vöruna eftir fremsta megni.

Og að lokum "ALLT ER GOTT Í HÓFI". Verst að ég kann mér ekki hóf..

fimmtudagur, október 26, 2006

Of gott til að vera satt?

Ég velti því stundum fyrir mér hvort hlutirnir séu að ganga of vel... þegar allt í lífi mans er eins og maður vill hafa það þá verður maður hræddur um að eitthvað komi til með að fara úrskeiðis.. kannist þið við þetta er þetta bara ég sem er svona paranojuð?

Mér finnst ég svo ótrúlega heppin. Ég á besta mann í heimi, yndislegasta barn í heimi, bestu fjölskyldu í heimi og bestu vini í heimi. Við skötuhjúin erum bæði í fínni vinnu, allir í kringum mig eru við ágæta heilsu, ég hef aldrei misst neinn nákominn mér - osfrv.
Er þetta og gott til að vera satt?

Ég reyni nú að hugsa ekki of mikið um þetta en oft þegar ég leggst á koddann á kvöldin og fer að hugsa of mikið þá kemur þessi hugsun upp í hugann... og hún er scary. En fyrir vikið þá reyni ég að njóta lífsins eins og ég get og muna hvað ég er ótrúlega heppin :) Einhver sagði að maður ætti að lifa hvern dag eins og hann sé sá síðasti - held það sé mikið til í því.. svona innan vissra marka :)

Jæja það er LOKS orðið heitt á skrifstofunni, svo heitt að ég var að opna gluggan enda eru allir hérna inni í lopapeysum og látum :) Best að halda áfram að vinna, það er seriously mikið að gera hjá mér (skrifaði þetta í 5 min matarpásu - er ekki að slugsa pípól!!)

miðvikudagur, október 25, 2006

Hvalveiðar og kuldi

Jæja hvalveiðar bara heitasta topicið í dag...!
Ekki hjá mér samt, hef litla skoðun á hvalveiðum en mikið finnst mér hallærislegt af Bretum og Bandaríkjamönnum að vera eitthvað að fordæma hvalveiðarnar okkar... hmmm eruð þið ekki að drita niður Íraka..? Það er kannski allt annar handleggur - ég meina hvalir/Írakar - jú það er ÓGEÐSLEGA LJÓTT að drepa hvali það sér það hver heilvita maður... stupid people (sérstaklega þú RUNNI (Bush)!).

Og djö er orðið kalt maður, brrrr :( Mér er kalt frá því ég vakna og þar til ég fer að sofa. Ógeðslega kalt að fara út í bíl á morgnana (þó svo að minn yndislegi unnusti hiti alltaf bílinn fyrst) og svo er svo kalt hérna í vinnunni því það eru svo til engir útveggir hérna - BARA GLUGGAR og við erum ekki alveg búin að læra hvernig stjórna skal hitanum hérna inni! þannig að manni er kalt frá morgni til kvölds og ég er ekki að fíla það! Ég vil fá bara jól strax og svo sumar takk fyrir!!

mánudagur, október 23, 2006

Austur Indía + Footloose

Við skvísurnar (moi, Rebekka, Birna og Anna Sigga) skelltum okkur út að borða í gærkveldi á Austur Indíafélagið sem er einn albesti veitingastaðurinn í bænum. Mmmm við fengum svaka góðan mat og spjölluðum svaka mikið - svo mikið að allt einu vorum við að verða of seinar á leiksýninguna.. ÚPS!! Rukum upp úr sætunum þegar við áttuðum okkur á tímanum og ég ætlaði bara að rjúka út... stelpurnar kölluðu á eftir mér hvort ég ætlaði ekki að greiða fyrir matinn.. hmmm þarf maður þess sem sagt muhahaha :)

Jæja svo var brunað niður í Borgarleikhús á miljón, lagt hjá Mogganum reyndar og svo hlaupið á hælunum yfir og þetta rétt slapp við vorum mættar kl.20 í leikshúsið og sýningin bara að byrja. Þetta var stórfín sýning alveg, allavega hafði ég gaman af henni :) Þorvaldur Davíð alveg hrikalega sætur enda voru engin smá píkuöskur í gangi í salnum frá unglingsstúlkunum :þ

Á leiðinni út lenti ég í hrikalega neyðarlegu atviki. Vorum að labba frá sætunum og upp tröppur þegar ég er allt í einu bara föst.. komst ekkert áfram. Lít við og sé að kjólfaldurinn hafði fest í arminum á endasætinu... og maðurinn fyrir aftan mig rífur kjólinn lausann fyrir mig og segir ÚÚÚÚPS og hlær og hlær og hlær. Ég segi takk og dríf mig í burt en heyri að maðurinn sem var með honum var að spyrja hvað hefði verið svona fyndið og hann að reyna að útskýra það alveg í kasti blessaður... shit ég svitnaði alveg ég skammaðist mín svo mikið... :)

Allavega frábær endir á æðislegri helgi. Takk fyrir kvöldið dömur, við verðum að endurtaka þetta fljótlega :o)