PEACE

föstudagur, september 17, 2004

Jólin..

Ég verð að viðurkenna að ég er pínu farin að spá í jólin en það kemur nú þrennt til! Í fyrsta lagi keypti ég nokkrar jólagjafir úti og fór því smá að spá í þau. Í öðru lagi erum við föndurkonur að spá í að skella okkur norður í föndurferð/húsmæðrarolof þar sem yrði föndrað væntanlega jóladót (allavega ég) og sötrað eitthvað með föndrinu - að sjálfsögðu ;) Og í þriðja lagi þá er hálf fjölskyldan mín að spá í að skella sér til útlanda yfir jólin :( Skil vel að fólk sé spennt fyrir því en aldrei myndi ég tíma að eyða uppáhalds tíma ársins annarsstaðar en hér heima - mikið skemmtilegra að fara út þegar tíminn hér heima er leiðinlegur..... er þetta að virka hjá mér, eru ekki allir hættir við að fara út um jólin hihi ;) Já og reyndar eru atriðin 4, ég er að reyna að velja núna hvaða myndir ég ætla að stækka af snúllu og jiii minn eini hvað mér finnst þetta erfitt :( Finnst ykkur eitthvað athugavert við að hafa 9 myndir af barninu upp á vegg í stofunni... ;)

En allavega þá hlakkar mig geðveikt til jólanna ég er svo rosalegt jólabarn :)


Stefnan..

Haldið að manni hafi ekki bara verð stefnt fyrir dóm á mánudaginn, jii dúdda mía sko ;) Hringdi í mig lögfræðingur áðan og spurði hvort það hefði ekki verið búið að láta mig vita af stefnunni.... ég bara "Ha? Stefnunni...?" Nei ég hafði nú ekki verið látin vita af neinni stefnu svo karl greyið gerði það bara! Á mánudaginn mætum við Gunni því galvösk niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og berum vitni vegna fasteignakaupa okkar sem voru nú í meira lagi furðuleg sko :) Spáðum við einmitt mikið í því á þeim tíma sem við keyptum hvort fasteignasalar væru bara svona ósvífnir...... og komumst að þeirri niðurstöðu að svo hlyti bara að vera þar sem við heyrðum ekkert meira um þetta mál - en í ljós kom í dag að það tók bara rúm 2 ár að vinna í því hahahahaha ;) En þetta kemur sem betur fer hvorki okkur við né íbúðinni, við erum bara vitni, ég fékk alveg fyrir hjartað fyrst þegar maðurinn nefndi stefnu og er eiginlega bara enn í sjokkur :)

fimmtudagur, september 16, 2004

Blogg leti...

Úff það er einhver leti núna í mér að blogga... Ég er búin að gera fátt annað en að baka síðan á laugardaginn í síðustu viku, úff ekki það skemmtilegasta sem ég geri!! Og þar að auki er ekki búin að vera kvöldmatur á mínu heimili síðan á föstudaginn í síðustu viku, bara afmælisafgangar sem ég er komin með nett ógeð á... enda kom ég með afgangana frá því í gær í vinnuna í dag og bað liðið hér að klára þetta fyrir mig ;)

Það mættu fullt af krökkum í afmælið í gær og það var nú fyndnast þegar ÖLL sko ÖLL bleyjubörnin tóku upp á því að kúka á sig á SÖMU 10 mínútunum, það bara skapaðist öngþveiti og fýlan maður, ojojojojoj hún var ROSALEG :)

Annars bara fínt að frétta, er sko súper ánægð í nýju vinnunni minni og rosa dugleg í gönguátakinu...... ennþá, er á meðan er ;)

mánudagur, september 13, 2004

Pöddudraumar :(

Ég er að verða geðveik á þessu, en mig dreymir pöddudrauma reglulega og úff þeir eru svo raunverulegir :´( Lýsa sér þannig að það eru pöddur allt í kringum mig og ég alveg hysterísk að reyna að losa mig við þær.... Yfirleitt enda draumarnir með því að hann Gunni minn vekur mig en það dugar ekki betur en það að ég sé enn pöddurnar þegar ég vakna og er alveg þvílíkt að reyna að sína honum þær, á koddanum, á veggnum, í loftinu.... hmmm.... ætli ég sé að verða sækó...? Síðan þegar ég vakna almennilega á morgnana (þetta er alltaf yfir hánótt) þá man ég alveg eftir að ég vaknaði og ég MAN að pöddurnar VORU þarna.... Já og þetta ástand er búið að vera núna í nokkra mánuði takk fyrir, við skötuhjú erum bæði orðin pínu þreytt á því ;(

Svo ef það er einhver þarna úti sem getur ráðið í svona sækódrauma og jafnvel komið með góð ráð til að losna við þá þá má sá hinn sami senda mér lausnina í commentum, ja nema hún gefi til kynna að ég þurfi á hjálp "sérfræðinga" að halda, þá má sá hinn sami bara halda þessu út af fyrir sig ;) ...... reeeeyndar þá var óvenju lítið um þessa drauma úti í Lúx... og tel ég það vera vegna þess að þar fékk maður sér sopann á hverju kvöldi.... ætli það sé málið, að ég þurfi bara smá slurk áður en ég fer að sofa..? Muhhahahaha :þ