PEACE

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Bubbi... nei ég meina pabbi... ;)

Jesús hélt ég yrði ekki eldri þegar strákarnir voru að benda Bubba á að mamma mín væri á lausu... hahahaha það sem þessum drengjum dettur ekki í hug :þ Bubbi þú lætur hana mömmu mína vera - urrrr ;)

Flensa og viðbjóður

Kræst hvað þetta eru búnar að vera ömurlegar vikur þær 2 síðustu :´( Stelpan veik ALLA síðustu viku, Gunni með ælupest á mánudag og ég búin að vera veik alla þessa viku - HATE IT! Fékk svona líka agalegan verk í eyrun og nú skil ég betur litlu snúlluna mína þegar hún er með eyrnabólgu, æ æ æ hvað þetta er voooont :(

Hef í raun ekkert að blogga um, hausinn á mér er svona 50 kg núna, mega erfitt að hugsa eða einbeyta sér, blogga bara meira á morgun, vildi bara láta vita að I AM ALIVE :)

sunnudagur, janúar 30, 2005

Mig langar í dýýýýr...

Oh mig er búið að langa svo í hund... eða kött... bara eitthvað krútt ;) Hunda draumurinn hvarf samt nánast þegar við pössuðum hund í Lúx í sumar, ég mundi þá hvað þetta er mikil skuldbinding, já maður er fljótur að gleyma... og svo hundahárin, úff ég meika þau varla...

Jæja hætti að suða um hundinn eftir þá ferð og er búin að vera í kattarsuði (við kallinn) og nú eru kettlingar í sveitinni og ég var svona að ýja að því við Gunnar hvað daman hefði gott af að umgangast kisur og svona, alveg þangað til að kattarkvikindið kom með DAUÐA MÚS inn í SVEFNHERBERGIÐ OKKAR.... OJJJJJJJJJJJJJ.... *hrollur* hún var eitthvað að leika sér undir borði við rúmið og ég ætlaði að klappa henni en sé þá að hún er að henda einhverju til og frá... ég kíki betur og GUUUUUUUNNNNNNNNNIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Er hætt við köttin líka, en nú langar mig í hest, oooo mikið rosalega langar mig að eiga hest :´( Á nú reyndar örugglega 10 stk. en engan taminn og allir í sveitinni, hver veit nema maður láti temja einn einn daginn og flytji hann suður og fari bara í hestamennskuna ;)

Idol blogg => er bara sátt við niðurstöðuna frá því á fös. Margrét Lára og Davíð hvorugt að mínu skapi... leiðinlegt að Lísa fór niður samt en mér fannst þetta agalegt hjá henni svo ég var ekkert hissa!