PEACE

föstudagur, júní 09, 2006

Baby

Hér eru myndir fyrir þá sem eru forvitnir eins og ég... ég er nú hvorki Brad né Jolie fan en lítil börn eru sko alltaf sæt :)
http://dlisted.blogspot.com/2006/06/more-pics-of-messiah.html

Oh nú styttist í krílið hennar Rebekku minnar, ég get ekki beðið :) Held þetta verði strákur sem á eftir að líta út eins og Pálmi... því Pálmi er alveg eins og Rebekka :O)

Annars fátt í fréttum, bara lovely að helgin sé að koma..mmmm.. Ég tók mig til og tók aðeins til í skápnum mínum í gær. Ég geri óspart grín að nöfnu minni fyrir að kaupa alltaf eins föt en ég er ekkert skárri... dísus ég á miljón hlýraboli, kaupi greinilega bara hlýraboli! Ég henti 8 stk sem ég hef ekki notað í ár og öld og þá voru bara 29 stk eftir... :S Þeir voru að sjálfsögðu settir í flokka og raðað síðan inn í skápinn :)

miðvikudagur, júní 07, 2006

Green Mile

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds myndum en Jesús hvað hún er sorgleg :( Var að horfa á hana um daginn og ég meikaði bara ekki síðustu mínúturnar... hætti bara að horfa svo ég yrði nú ekki of sorgmædd!
Það var svo fyndið þegar þessi mynd var frumsýnd í bíó þá var ég þvílíkt spennt að sjá hana. Mætti mjööööög snemma í bíóið til að fá nú örugglega sæti en það var víst óþarfi... því hún var bara sýnd í pínu litlum sal og ekkert smá fáir sem fóru á hana - hvað var það??

Uppáhalds myndirnar mínar eru þó Shawshank Redemption (sem fékk líka dræmar viðtökur í bíó skilst mér.. HALLÓ FÓLK..!!), Forrest Gump og La Vita e Bella - finnst þær allar æðislegar og get eiginlega ekki gert upp á milli. Green Mile, Leon og fleiri koma svo þar rétt á eftir.

Ég mundi þegar ég horfði á myndina að ég á Green Mile bækurnar, þetta eru 6 eða 7 pocket bækur og ég lánaði þær einhverntímann og hef ekki fengið þær tilbaka... :( Svo ef þú ert með þær kæri lesandi máttu gjarnan skila þeim því mig langar að lána ömmu minni þær :) Það er sko engin skuld komin á þær - Bókasafn Maríu rukkar ekki þó bókum sé skilað seint... bara að þeim sé skilað svo aðrir fái að njóta muhahaha :O) Já við Gunni rekum sko smá bókasafn og erum með nokkra fasta kúnna sem koma reglulega og fá bækur... bókaklúbburinn hans Gunna sem mér fannst nú ekkert lítið hallærislegur er sem sagt að gera góða hluti :O)