PEACE

þriðjudagur, janúar 15, 2008

TILGANGURINN?

Á netinu í dag þarf maður alltaf að vera að slá inn einhverja staðfestinga kóða, hvort sem maður er bara að lesa síður, kommenta á blogg, skrifa blogg osfrv. Hver er tilgangurinn með þessu, SERIOUSLY?

Ok sumt er frekar einfalt, stafirnir líta nokkuð eðlilega út og maður getur apað þetta eftir. Eða þá að maður á að segja summuna af einhverjum 2 tölum sem hefur líka gengið ágætlega hjá mér hingað til. EN á sumum síðum þá eru þessir stafir ÓLÆSILEGIR MEÐ ÖLLU, og ekki nóg með það að letrið er stórfurðulegt og manni finnst maður vera að lesa kínversk tákn, þá er líka búið að krassa yfir stafina svo maður sjái þá nú bara ALLS EKKI. Og svo á maður að skrifa hvað maður sér... HALLÓ.... ég er ekki að ná tilganginum... afhverju er þetta haft ólæsilegt? Ótrúlega furðulegt bara!

Og hvað er málið með snjóinn? Það átti að vera pallasmíði fyrir utan hjá mér þessa vikuna en það er bara allt á kafi í snjó :( Gunni búin að moka helling af holum sem eru bara strax orðnar fullar aftur muhahahaha greyið - þetta tók nú engan smá tíma og átök! Ekki það að ég hafi átt von á að pallasmíðin myndi ganga áfallalaust frekar en annað...
Innréttingasmiðurinn minn er farinn að vinna í hinni vinnunni sinni og kemur ekki aftur fyrr en um helgina. EN hann setti upp baðinnréttinguna í gær, svo nú er ég komin með forstofu- og baðskáp vú hú hú :o) Flísaleggjarinn kemur á morgun og hinn og klárar flísar á eldhús (ég gaf mig með flísarnar á eldhúsið.. Gunni ræður öllu - seriously!) og svo fer smiðurinn vonandi í að setja upp eldhúsið um helgina. Þá eru bara fataskápar í herbergi eftir og okkar er kominn upp að mestu svo þetta fer að klárast - Jebb Majan bara bjartsýn í dag ;)

sunnudagur, janúar 13, 2008

1.ÁRS BRÚÐKAUPSAFMÆLI :)

Já við skötuhjúin eigum afmæli í dag - líður hratt :) Mjög skemmtilegur afmælisdagur, hann fór allur í að moka holur fyrir utan húsið þar sem við erum að byrja á pallagerð! Já og að færa til innréttingar hér innanhús þar sem það átti að taka upp allt parketið í eldhúsi og borðstofu í fyrramálið. Það eru því þreytt afmælisbörn hér á þessu heimili - þreytt en mjög happý eftir yndislegt ár sem hjón :)

Vorum reyndar að komast að því að vinur okkar sem ætlar að redda upptöku á parketinu fyrir okkur er lagstur í flensu. Vonandi jafnar hann sig sem allra fyrst, við erum orðin vön biðinni :) Erum bara endalaust þakklát að hann ætli að redda okkur því þetta er allt komið í strand!

Smiðirnir sem áttu að setja upp innréttingarnar neita allir að mæta nema einn því sá sem við keyptum af skuldar þeim pening og þeir neita að vinna nema fá greitt - sem og ég skil. Einn þeirra er hinsvegar svo hrikalega indæll að hann segist ekki geta látið okkur búa svona og hefur verið að setja þær upp bara einn, hefur komið hér dag eftir dag og unnið fyrir okkur, þrátt fyrir að upp hafi komið hjá honum erfið persónuleg mál á meðan - jii ég er honum svo þakklát líka.
En hann sagði að við yrðum sjálf að redda brasinu með eyjuna og rafmagnið og þar kom vinurinn inn sem bjargvætturinn og þetta virðist ætla að reddast... tekur bara allt pínu tíma :) Ég held samt að fólk fari að hugsa sig um áður en það bendlar sig við íbúðina okkar því það er BARA ÓHAPPA..

Staðan í dag: í dag er forstofan tilbúin. That's it. Já þetta gengur hææææææææææægt. Sjá má myndir af herlegheitunum í neðsta albúminu hjá Önju minni. Þar sjáið þið hvernig við búum hér á bæ nema hvað ástandið versnaði enn þegar við urðum að rýma eldhúsið í dag..! Ég get ekki gengið um íbúðina nema reka bumbuna í hillur eða kassa og húðin á bumbunni er öll orðin aum :(

Síðan var reyndar verið að mæla með því við okkur að taka parketið af eldhúsinu og leggja flísar... mér hrýs hugur við að fara að breyta einhverju hérna úff púff en er farin að hallast að því að þetta sé líklega góð hugmynd. Ætla að sofa á henni í nótt. Góða nótt.