PEACE

laugardagur, nóvember 27, 2004

Gæs gæs gæs :)

Við gæsuðum Mæju í gær og hehe við náðum sko að koma henni á óvart :) Ég byrjaði á færa bílinn hennar í vinnunni þannig að þegar við vorum að fara heim hélt hún að það væri búið að stela flotta Twingóinum sínum muhahahah jiii ég bara grenjaði úr hlátri og allar stelpurnar í vinnunni að fylgjast með í glugganum, úff þetta er bara eitt það fyndnasta sem ég hef lent í :þ Mæja varð alveg kreisí, ætlaði að hringja á lögguna en Ásgeir bróðir hennar lá líka sterkt undir grun en að lokum var þetta allt mér að kenna því ég hafði skroppið út í bíl fyrr um daginn og hún var sannfærð um að ég hefði gleymt að læsa honum og honum hefði verið stolið..... :)

Síðan gekk ýmislegt á, mótórhjólaferð, gullkjóll, gullskór, gullhattur og bleik hárkolla, Singstar og heimsókn í Kringluna og Lyfju - þar sem hún bað hátt og skýrt um smokka sem myndu veita HENNI unað muhahaha og þar lenti einn gaur illa í því sem var að kaupa smokka um leið, æ æ greyið gaurinn hefur örugglega aldrei lent í öðru eins enda var hann eins og kúkur :s Svo var það heitur pottur og nudd en þar datt ég úr stuði því nuddið kom af stað hausverki aldarinnar hjá mér :-/ EN við létum ekki deigan síga, fórum og fengum okkur geggjað gott að borða og sátum og tjöttuðum þar til okkur var liggur við hent út og þá var kíkt í bæinn!! Ég er ánægðust af öllu með það hvað gæsin var til í alla vitleysuna sem okkur datt í hug, var ekkert nema í stemmingu sko, geðveikt gaman að gæsa hana q:o)

Ég var að enda við að henda upp jólaskrautinu og úff ég á orðið ansi mikið af þessu dóti.... er farið að kvíða strax fyrir að taka það niður haha en það er jafn leiðinlegt og það er gaman að setja það upp :) Á reyndar eftir að setja upp allar seríurnar... það er nefninlega ekkert sérstaklega gaman.... en þær fara upp í kvöld eða strax á morgun, það eru þær sem setja mesta jólasvipinn á þetta :) Jii hvað þetta er skemmtilegur tími, ég er einmitt að fara á einhverja jólahátið á morgun og get ekki beðið, það eiga að vera jólasveinar og dóterí þar, gaman að sjá hvernig stelpan bregst við þessu öllu saman :)

Jólabarnið biður að heilsa í bili :)

föstudagur, nóvember 26, 2004

Jamm og jæja

Jæja horfði á endursýninguna á ANTM í gær. Úff hún byrjaði svo seint, ég sofnaði yfir auglýsingunum áður en hún byrjaði en náði að rífa mig á fætur fyrir þáttinn sjálfan en er öfga þreytt fyrir vikið í dag :( Ég var EKKI sátt við úrslitin, vissulega er stelpan með fallegt andlit en líkaminn er ekki kvenlegri en á 13 ára strák sko! Engin brjóst, engar línur og engin taktur - hnuss ég hefði sko valið Mercedes, ekki spurning! En reyndar fannst mér ljósmyndarinn Nigel flottastur af ÖLLUM grrrrr :þ

Það eru sumir hlutir sem ég bara get ekki munað, sama hversu mikið ég reyni! T.d. hvort lessu þátturinn heitir L-word eða world - bara get ekki munað það! Get heldur ekki munað hvort Gunni vill Libby's eða Hunts tómatsósu, honum finnst önnur mikið betri og ég er búin að vera að reyna að muna í 11 ár hvor það er en bara get það ekki enda finn ég engan mun á þeim sjálf. Og svo afmælisdagur einnar vinkonu minnar, ég bara get ekki munað hann sama hversu mikið ég reyni! Ég man hann sko ca. en það eru alltaf svona 3 dagsetningar sem koma til greina... :s Og það er örugglega eitthvað fleira sem ég á erfitt með að muna en man bara ekki í augnblikinu :)

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Veislur

Ég og kallinn minn eigum það sameiginlegt að við verum alveg roooosalega lítið veislufólk! Veislur eru bara eitthvað sem ég hef aldrei fílað... ég er meira svona partý person enda líst mér vel á brúðkaupspartýið hennar Mæju hehe engin stíf veisla þar :)

En ég hélt enga fermingarveislu, hélt smá veislu þegar ég útskrifaðist sem stúdent, eða mamma hélt hana og ég mætti :o) En þegar ég útkrifaðist úr háskólanum nennti ég ekki einu sinni á útskriftina, finnst þær líka leiðinlegar.... og ég hélt enga veislu heldur, fór bara upp í bústað með famelíunni og við grilluðum góðan mat sem var bara stórfínt ;) Þannig að ef þið eruð að bíða eftir brúðkaupsveislu Maríu Blöndal gætuð þið þurft að bíða pínu lengi.... nema veislufílingurinn hellist bara allt í einu yfir mig - maður veit aldrei....

Ég missti af ANTM í gær og þori því ekki að lesa nein blogg í dag :( Ooo ætla að reyna að horfa á það seint í kvöld ef ég hef tíma, það er svo mikið að gera þessa dagana að maður kemst bara ekki yfir allt sem maður ætlar að gera. En Guð hvað ég er spennt fyrir sunnudeginum, get ekki beðið eftir að henda upp öllu jóladótinu upp :) Skil engan veginn hvernig fólk nennir að skreyta smám saman allan desember mánuð.... jii það verður sko allt að fara upp helst á sama degi hjá mér svo maður sjái nú almennilegan mun á skreyttu/óskreyttu húsinu, en ég er líka frekar óþolinmóð haha :) Reyndar fær jólatréið að bíða, finnst ekki alveg hæfa að setja það upp strax!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Að vakna!

Þetta er eitt það erfiðasta sem ég geri, að vakna á morgnana!!

Hvað hugsið þið þegar klukkan hringir? Er einhver sem hugsar með sér - oh æði, nýr dagur að byrja, best að drífa sig á fætur :) - með bros á vör? Ég geri það allavega ekki!! Ég hugsa alltaf eitthvað á þá leið: Nei getur þetta verið? Djísus er klukkan virkilega svona margt? Síðan renni ég í gegnum dagana í von um að það sé helgi og þegar ég átti mig á að svo sé ekki verð ég svo svekkt :( OK, bara 5 min í viðbót (snooze) Eftir 5 min - aftur bara 5 min í viðbót! Eftir svona 6 snooze er drullast á fætur og úff ég er svo þreytt og líður bara ekki vel og þá fer ég að hugsa um það að ég ætli sko að leggjast upp í sófa þegar ég kem heim úr vinnunni og taka smá kríu (sem ég geri samt ALDREI tilhugsunin er bara svo góð á morgnana hehe) en síðan man ég að ég ætla í ræktina um kvöldið, úff ég nenni ekki í ræktina ég er bara of þreytt :(

En ca.5 min eftir að ég er komin á fætur er ég orðin hin hressasta og skil ekkert í því hvað þetta var erfitt ;) Og þá er tilhugsunin um kríu eftir vinnu orðin hin fáránlegasta og mig bara hlakkar til að skella mér í ræktina um kvöldið með stelpunum :)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Íþróttaálfurinn

Já ég vona að Hafdís Anja sjái mömmu sína fyrir sér þegar hún sér íþróttaálfinn í Latabæ hehe því það er það sem ég er, ÍÞRÓTTAÁLFUR muhahahaa :)

Ég er búin að vera svo dugleg síðan við keyptum okkur kort, hef alltaf hreyft mig 4-5 sinnum í viku nema í síðustu viku en þá fór allt í fokk :-/ En það verður sko bætt upp í þessari viku og byrjuðum við í gær á miljón ;) Ég reyndar borðaði aðeins of mikið áður en við fórum, hugsaði með mér að það gerði lítið til þar sem við værum að fara í pömp og þar er ekkert hopp og vitleysa. En það var ekki sniðugt, úff í eitt skiptið komu nú bara upp hálfmeltar kartöflur og lítið annað að gera en að kyngja þeim bara aftur - VIÐBJÓÐUR :( Og síðan leið mér bara rosalega illa í tímanum, svimaði og titraði öll og oj þetta var bara vibba erfitt en ég tók sko á öllu mínu! Eftir tímann skruppum við meiri að segja á bretti og púluðum í 20 min svo þetta var bara tekið með trompi :þ

Í dag eru það síðan bara harðsperrur dauðans sem eru að bögga mig sem og rosalega þreyta, úff erfitt að halda augunum opnum, er bara alveg að soooofna zzzzzzzzzzz. Ætla að mæta hálf sex í Combat ef ég næ að halda mér vakandi þangað til......

Jæja íþróttafréttum lokið, best að fara að vinna :þ

sunnudagur, nóvember 21, 2004

I´m on bloggfire :)

Vil byrja á að benda á öll nýju bloggin hér fyrir neðan hehe, maður er bara í stuði þessa dagana :þ

En ég sá eina mestu hörmung sem fyrirfinnst í gær..... AÐAL JÓLAGJÖFINA Í ÁR, úff!! En það er Birgittu dúkkan, ég efast um að nokkur stelpa sem sér dúkkuna langi lengur í hana því hún er forljót og nákvæmlega ekkert lík Birgittu :-/ Myndi allavega aldrei kaupa þetta fyrirbæri handa mínu barni híhí :þ

Hér er snilldin http://photos.heremy.com/creepz/80734646621.jpg hvað finnst ykkur?

Troy

Myndin var góð EN mér fannst ekki gaman að horfa á hana :´( Þakka bara Guði fyrir að ég fór ekki á hana í bíó, HERREGUD!!

Dísus leit í spegil þegar ég vaknaði í morgun og ég var ennþá öll grátbólgin.... myndin var bara of sorgleg fyrir mig!