PEACE

laugardagur, júlí 17, 2004

Fjuff þvilikur hiti!!

Jiii maður er bara að kafna her a Froni hahahaha, kafna ur hita, hvað er það??  Allavega hvað sem það er, þa bara I LOOOOOVE IT ;)  Fekk einmitt sms fra Mæju vinkonu i morgun og þar bullaði hun eitthvað um sol og goða drykki (hun er a Spani) og eg öfundaði hana sko MEGA mikið en nei nei svo er maður bara buin að vera i sömu stöðu i allan dag hehe i hlyrabol með bjor i hönd vu-hu, who needs Spain ;)  Þetta er aldeilis flott þar sem við þurfum að æfa okkur fyrir Lux ferðina þar sem hun fer nu bara að bresta a any time now ;)
 
For i tivoliið i dag og kræst hvað þetta er dyrt maður, hnusss :(  Forum i Parisarhjolið - eg, Gunni, mamma og stelpan og það kostaði 2000 kall fyrir okkur ein ferð.. HALLO??  Og ekki nog með það heldur var eg að skita a mig allan timann og stelpan lika og svei mer þa ef ekki bara mamma lika (þo svo hun hafi litið latið bera a þvi..) þannig að i raun hefði att að borga OKKUR fyrir að ferðast með þessu drasli...  Forum svo i Husdyragarðinn og það var allt annar handleggur, alltaf jafn æðislegt að koma þangað, enda vinnur þar besti starfsmaður i heimi ;)
 
Annars er þetta buin að vera teiknimyndahelgi her hja okkur fameliunni, horfðum a Ice age i gær sem var frabær, Shrek aðan sem er nu bara BEST - skil ekki folk sem er ekki buið að sja hana... hmmm... ;)  Og svo er það bara Nemo i kvöld eða annað kvöld ;)

fimmtudagur, júlí 15, 2004

'Atakið gengur bara vel ;)

Ja i morgun voru farin 2 kg a fyrstu vikunni, þessi kur er alveg magnaður!! Enda er þetta i raun ekki kur heldur bara hollt mataræði alla daga vikunnar... eg svindlaði samt sma siðustu helgi en það hefur sem betur fer ekki skemmt mikið fyrir! Nu er bara að vona að þau haldi afram að fjuka aður en eg fer ut :) Eins og þið sjaið þa er tölvan min að frika ut, eg get ekki gert kommu yfir stafi það kemur alltaf svona ´´i staðinn :( Ef einhver kann a það ma sa hinn sami lata mig vita þvi eg nenni ekki blogga með þetta svona :(

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Sjáið þið villurnar?

Það gengur eitthvað illa hjá fólki að finna villurnar 3 á myndinni... þær eru vel faldar en eru þarna einhversstaðar - ég fann þær ;) Sérð þú þær?

http://members.home.nl/saen/Special/Zoeken.swf

Getur maður dáið úr leiðindum..?

Held ég sé að andast hérna mér leiðist svooooooooooooo :( Það er bara ekkert að gera í vinnunni, mikið rosalega er ég fegin að vera í fríi á morgun og hinn, vona að ég lifi daginn af... það er tæpt!

þriðjudagur, júlí 13, 2004

ÓGÓ stolt ;)

Það er kaka hér í vinnunni núna fyrir starfsmenn, girnilegasta Baileysterta EVER úff en ég hef sko ekki fengið mér einn bita af henni, ekki einn einasta ;) Bara búin að vera að japla á gulrótum, tómötum og jarðaberjum.... meeee... mér líður eins og rollu.. vonandi verð ég grönn rolla innan tíðar ;)

mánudagur, júlí 12, 2004

Grænmeti

Dísús ég er að breytast í grænmeti :s Er að taka mig á -jú nó- og í því felst að éta 600g til 1 kg af grænmeti á dag!! Mér finnst þetta bara tú möts er ekki alveg að koma þessu niður með góðu móti sko og síðan er þetta rááááán dýrt mar, kræst :( Heill poki af salati er 80 g svo ímyndið ykkur magnið 1 kg... jebb þetta eru sko fleiri fleiri fötur af grænmeti.... ég reyndar reyni að kaupa þungt með eins og tómata og gúrkur og svona en þetta er samt allt of mikið...

Jæja nenni ekki að tauta meira um þetta, þarf að halda áfram að japla á grasinu mínu...

Kveðja frá kálhausnum!

Komin úr sveitasælunni

Jæja þá er maður komin heim úr sveitasælunni! Það var rosa fínt fyrir norðan, frábært veður og mikil stemming í bænum, ég hef bara aldrei séð jafn mikið af fólki á Sauðárkróki enda er þetta yfirleitt eins og draugabær þegar maður mætir þarna en það var sko annað uppi á tengingum í þetta skiptið ;) Og veðrið toppaði þetta allt, NEMA á kvöldvökunni á laugardagskvöldið, kvöldið sem ég fór út á lífið, týpískt!! Við kíktum á Audda og Jóa og ég fór í fína gula jakkanaum mínum og síðan svartri flíspeysu yfir því það rigndi eins og hellt væri úr fötu, þegar við ætluðum svo að bruna í partý og ég fór úr sveita peysunni þá var fíni guli jakkinn orðin eins og tígrisdýr... svartur og gulur, mega smart en þá litaði helv.... peysan hann því hún var blaut í gegn :( Mikil sorg sem varð við þessa uppgötvun en haldið að hún Kristín mamma hans Ömma hafi ekki bjargað þessu og náð öllum litnum úr, jibbý ;) Kíktum á ball en við Rebba vorum svo þreyttar að við náðum ekki upp almennilegri stemmingu á ballinu, Rebba þreytt eftir að hafa unnið allan sólarhringinn undanfarna daga en ég þreytt vegna þess að.... ja ég bara veit það ekki, ég er bara ALLTAF þreytt, byrjaði á járninu aftur í morgun sjáum hvort þetta lagast ekki :(

Stelpan búin að vera til fyrirmyndar í svefnmálum í fríinu, sefur alltaf til 10, I LOVE IT ;) En nú fer fríinu að ljúka í bili... það er bara jobbið á morgun, haldið að það sé, fúlt hvað tíminn líður alltaf hratt þegar maður er að skemmta sér :(