PEACE

miðvikudagur, september 26, 2007

ÞREYTT

Úff ég er þreytt. Eiginlega bara uppgefin.

Ég var að koma úr vinnuferð í gærkveldi, lagði af stað í vinnuferðina kl.03:45 á sunnudagsmorgun og kom heim til mín um 23 í gærkveldi og mætti svo í vinnu fyrir 8 í morgun, alveg búin á því. Það er þreytandi að sitja á fyrirlestrum og námskeiðum allan daginn, hlaupa út um allar trissur að leita að addressum, lestum osfrv. og svo tekur nú flugið sinn toll og enn meiri toll þegar maður er flughræddur, úff maður brennir bara heilmiklu get ég sagt ykkur :) En vinnuferðin var æði, totally worth it. Hittum frábært fólk og skemmtum okkur vel.

Ég er enn að jafna mig eftir síðustu Danmerkurferð sem var fyrir viku. Og svo er það New York í næstu viku.... mann ætti nú að hlakka til að fara til New York en ég sé bara HUGE tímamismun, flugþreytu, miljón vinnuverkefni sem bíða þegar ég kem heim og bara úff. Tilhlökkunin mun samt koma og ég veit að þetta verður bara æði :O)

Það er brjálað að gera í fast.málum. Síðustu kaupendur fengu ekki lán. FRÁBÆRT. Aftur farið í að selja og blablabla allavega á þetta að vera að koma allt núna, kaupandi í greiðslumati og var að selja eign og á að eiga pening. En fast.salarnir (sem eru að selja fyrir mig og ég að kaupa af) hringja non-stop. Ég er orðin svo þreytt á þessum fast.kaupum að mig langar að ÆLA. Shit vonandi fer þetta að verða búið. Ef ég væri ein þá væri ég hætt við þetta. En Gunnar heldur ótrauður áfram og stappar í mig stálinu.. þessi elska :)

Það er brjálað að gera í vinnunni. Svo mikið að þrátt fyrir að ég sé að taka frídaga hér og þar vegna utanlandsferða þá eru þeir ekki frí. Ég á þá inni vegna yfirvinnu, vinn flestar helgar og oft fram á kvöld... geisp.

Óléttunni fylgir líka þreyta. Ótrúleg þreyta... ég gæti sofið endalaust. Ógleðin er þó farin, loksins! Fór í síðustu viku þá komin 15 vikur á leið.

Já eins og þið heyrið þá er Blöndallinn bara þreyttur þessa dagana og ekkert skemmtilegur. En það stendur til bóta. Er að fá kollega til að vinna með mér svo þá lagast allt í vinnunni, fast.veseni fer vonandi að ljúka og utanlandsferðum fer fækkandi... thank god. Ég stefni á að fara ekkert til útlanda á næsta ári :)