PEACE

miðvikudagur, mars 05, 2008

ALLT OG EKKERT

Ég vil byrja á að óska nöfnu minni innilega til hamingju með litla strákinn sinn, ooohh vonandi koma inn myndir fljótlega :) Við skáluðum sko í kampavín fyrir þeim í vinnunni í morgun og nú bíða 2 kampavínslföskur til viðbótar inni í ísskáp - já þetta er alvöru vinnustaður sem ég vinn á muhahaha :o)

Ég get sagt ykkur að grindargliðnun er komin frá þeim ljóta niðri í víti!! SHITURINN TITTURINN hvað þetta er vont. Hef fengið svona einn og einn sting oft yfir meðgönguna en ekkert hræðilegt og kemur kannski bara í einu og einu skrefi þegar ég geng og er svo búið. En núna hef ég upplifað nokkur skipti þar sem ég kemst bara ekki úr sporunum, þarf að stoppa þar sem ég stend og anda inn og út og helst myndi ég vilja ORGA. Eftir fyrsta skiptið fór ég úr hælunum og hef ekki stigið á þá síðan og það hjálpaði mikið en þetta hefur samt komið aftur og shit aumingja þær konur sem geta varla gengið fyrir þessu ógeði alla meðgönguna - I FEEL YOUR PAIN SISTERS!! Ég á svo stutt eftir að ég get varla kvartað yfir þessu, en Ó MÆ GOD mig hefði ekki grunað hvað þetta getur verið vont. Þið sem ekki hafið upplifað þetta getið ímyndað ykkur langan beittan hníf fastan í leggöngunum á ykkur og svo ætlið þið að reyna að ganga með hann þarna á milli... hljómar vel ekki sattt muhahahaha :o) Svona er allavega mín upplifun en hún getur víst verið mismunandi!

Í annað:

Rafvirkinn kom ekki í síðustu viku og er ekki kominn enn - DARN!!

Man ekki hvort ég sagði ykkur það en það voru engar hillur í fataskápunum okkar svo við pöntuðum þær sér. Það tók langan tíma að fá þær en þær komu í síðustu viku. En það voru ekki til festingar með þeim svo við höfum ekki getað sett þær upp...!! Ok festingar pantaðar með hraði og þær komu í dag. Við fórum niðureftir að sækja þær eftir vinnu en viti menn - VITLAUSAR FESTINGAR komnar alla leið frá Tékklandi. Svo þær voru pantaðar aftur í dag... og við bíðum bara áfram...

En við erum búin að taka til í barnaherberginu - jú hú hú :o) Nú er allt voða fínt þar inni nema þar er reyndar háfur á miðju gólfi sem á ekki að vera þar...! En ég á samt eftir að mála herbergið, sprautulakka húsgögnin sem eru þar, hengja myndir á veggina og hengja upp gardínur en svona þar fyrir utan er herbergið klárt og ég stolt af okkur að hafa þetta af í músaþrepum :)