PEACE

föstudagur, júní 25, 2004

Lúxus líf ;)

Dæja sótti mig í vinnuna í dag og við sóttum síðan dömuna og Dæja fór með hana í sund :) Hringdi svo eftir sundið og sagði að hún kæmi bara með hana seinna í kvöld þær væru heima hjá mömmu :) Þvílíkur lúxus að eiga svona yndislega famelíu maður, enda dýrkar stelpan þær, skil hana sko vel ;) Við Gunni unum okkur því bara vel tvö í kotinu hehe erum að grilla okkur kjúlla, nammmmm :þ

Það er víst músagangur í Bryggjuhverfinu... sama er mér reyndar á meðan kóngulærnar láta ekki sjá sig ;) En það besta er að þær eru að gera fólkinu á efri hæðunum lífið leitt haha láta ekki sjá sig hérna á neðri hæðunum, góðar ;)

Ætlaði í bíó í kvöld en er bara ekki að meika það, jiii ég er eins og níræð kelling, meika bara ekki neitt.... En vikan var bara mega stressandi og ég, gamla konan, bara búin á því :( Framundan er því rólegt kvöld í sófanum... hljómar reyndar bara mjög vel ;) Adios!!

Syndajátning..

Ég verð víst að viðurkenna það að ég svindlaði pínu á nammibindindinu mínu í gær *skæl* :( Ég bara vissi að þetta yrði síðasti leikurinn sem England myndi keppa svo ég ákvað að njóta hans með smá nammi :) Sleppti eiginlega kvöldmatnum í staðinn svo ég held að þetta hafi ekki verið neinn stórskandall... en skandall samt!

fimmtudagur, júní 24, 2004

*GRENJ*

Já það fór eins og við áttum von á skötuhjúin, þeir sem María heldur með þeir vinna ALDREI! Og það fyndna er að um leið og ljóst var að vítaspyrnukeppni yrði raunin sagði ég Gunna að liðið mitt hefði aldrei unnið vítaspyrnukeppni og minn maður klúðraði þeim alltaf sbr.goðið mitt hann Roberto Baggio á HM hér forðum :( Og viti menn, Englendingar tapa og Beckham klúðrar vítinu...... og ég grenja :(

Skrítið að Gunni er nú mikið meiri fótboltaáhugamaður en ég en ég verð samt miklu miklu stressaðri en hann nokkurn tímann... hjartað í mér er hreinlega að springa og stundum á ég erfitt með að anda... Gunna leist nú bara ekkert á þetta á tímabili held ég... Og var ég síðan beðin pent um að halda ekki með frökkum á morgun, hugsa að ég hætti bara að fylgjast með þessum bévítans bolta hann gerir ekkert nema valda manni hugarangri :(

GO ENGLAND

Enn bætist við stressið hjá mér, úff!! England að keppa í kvöld, Guð hvað ég vona að þeir vinni, ætla sko að krossa alla putta og tær og alles :) Líst bara vel á þessi lið sem eru komin í 8 liða úrslit, ég held sum sé með Englandi en Hollendingar koma þar á eftir, síðan Frakkar og hugsa ég og þar strax á eftir Svíar :) Nóg af liðum til að halda með hihi og Danir mega líka alveg standa sig vel!

Jæja þetta var íþróttahorn Maju Blö....

miðvikudagur, júní 23, 2004

Er að fara yfirum!

Guð ég er hreinlega að fara yfirum af stressi!! Ég þoli enga óvissu og að vita ekki hvernig allt verður og svona... það þarf sko allt að vera á hreinu alltaf hjá mér því annars bara sef ég ekki, borða lítið, fæ í magann, stífna öll upp og fæ geðveika vöðvabólgu og ógeðslegan hausverk sem henni fylgir :( Já svona er sem sagt líðan mín í dag og verður svona eitthvað fram yfir helgi... Vorkenndi svo sjálfri mér í dag að það munaði oggu pons að ég stælist í nammi... en ég lét litla kökusneið duga ;)

Sáuð þið Autopsy um daginn? Vá geggjaður þáttur maður, ég elska allt svona og bíð spennt eftir næsta þætti ;) Annað sem ég er dottin inn í núna er Miss Match en þá var akkúrat síðasti þátturinn í kvöld, bömmer því hann er æði :(

Já og takk fyrir öll kommentin hihi, þið eruð sko æði pæði ;)

þriðjudagur, júní 22, 2004

Afhverju bloggar maður?

Ég er búin að vera að spá í þetta pínu... hjá mér er það nú aðallega til að hafa eitthvað að gera muhahaha hversu sorglegt er það... :) Bara svo oft rólegt í vinnunni og svona og allir svo bissí eitthvað en tölvan nennir nú alltaf að spjalla við mann ;) En annars veit ég ekki alveg tilhvers ég er að þessu.. það kommenta allavega fáir - hnuss á ykkur :) Er engin tölva á Króknum Rebba? :) Jæja það er allavega einhver sem stendur sig hihi :)

Vinnufélagi minn sagði mér í dag að hann hefði farið á KR leik í gær... og að bróðir minn hefði verið þar og að honum hefði verið hent út af vellinum fyrir óspektir :s Ég svaraði nú að hann hefði líklega verið að vinna haha sem reyndist rétt :) Ég man þá tíð þegar það var aðeins erfiðara að útskýra uppátækin hans Auðuns, en í dag já, þá er þetta nú bara vinnan hans, ja hérna hér :)

mánudagur, júní 21, 2004

Gengur svona líka glimrandi ;)

Ekkert nammi í gær og ekkert nammi í dag, ég er sko að massa þetta nammibindindi :)

Fór á línuskauta á stuttermabolnum í kvöld en mikið rosalega var það erfitt... ég hélt að dekkin væru bara eitthvað biluð það var svo hrikalega erfitt að skauta en síðan fattaði ég það að ég var ekkert búin að borða í kvöld... og hálf dauð úr hungri!! Var í svo mikilli adrenalínsvímu seinnipartinn að ég bara gleymdi að borða hihi og skautaði því bara í ca.20 min og skellti mér svo fyrir framan Stevie og horfði á O.C - pabbinn þar er bara ÆÐI - jebb I like ´em old and wise ;)

Að vera lúser..

Ég er svo mikill lúser stundum, sérstaklega með það að þora ekki að leiðrétta fólk...

Lenti nú illa í því í Háskólanum með einn prófessorinn mar, úff! Það var búið að hræða mig svo með það að hann væri algjör Hitler og að fólk grenjaði undan honum (Mæja það er ljótt að hræða litlar stelpur muhahaha) að ég ákvað að styggja hann sko ekki fyrir mitt litla líf... Sat alltaf efst í fyrirlestrum og vel út í kant til að tryggja að ég væri ekki í augnsambandi við Hr.Hitler þar sem hann átti það til að taka fólk fyrir í tímum og spyrja það spjörunum úr... En í verklegum tímum var ekki eins auðvelt að forðast manninn og hann var eins og rándýr, þefaði uppi hræðsluna hihi og var ekki lengi að finna fnykinn af mér :s Alveg naut hann þess að koma og tala við mig og standa svo nálægt mér að ég gat varla andað og spyrja mig allskyns asnalegra spurninga sem hann fékk asnaleg svör við... og við Ólöf vorum sko glanspíurnar hans... GOD! En það versta var að hann beit það í sig að ég héti MAGGA og ég lilli aumingi þorði ekki að leiðrétta hann.. hélt ég myndi deyja í fyrirlestri einu sinni þegar hann var að tala um eitthvað (ég fylgdist ekki nógu vel með, man því ekki hvað) og lítur síðan yfir allan hópinn og finnur mig efst uppi, úti í kanti og kallar "Ertu ekki sammála MAGGA?" Og ég náði að stama út úr mér "juuúúú..." og auðvitað litu allir við og ég sá sko spurnarsvipinn á liðinu... bara hmmmm er þetta ekki Maja... mig langaði að DEYJA!!

Lenti síðan um daginn í því í vinnunni að það spyr mig einn bakari hvort ég sé gift.. og þar sem ég á mann og barn og lifi eins og gift kona svaraði ég "já"! Og þá fer hann að tala um að það sé nú munur, hann eigi sko dóttir sem eigi "mann" og börn en hún lifi nú bara í synd... haldi að trúlofunarhringurinn sé bara nóg, hann átti sko ekki til orð..! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og ákvað að það væri þá bara í lagi að hann héldi að ég væri gift en samstarfsmaður minn sem var með mér þarna var nú ekki alveg að skilja þetta og spurði mig þegar við komum út í bíl hvort ég væri gift..? Og ég bara "ha? Nei nei ég er ekki gift.." og ákvað að ræða það bara ekkert nánar muhahahah glatað hvað maður er mikill aumgingi q:o)

Og ég er alltaf að lenda í þessu! Fólk misskilur mig eitthvað og ég bara þori ekki að leiðrétta það og síðan verður misskilningurinn alltaf meiri og meiri... djös bras mar!

sunnudagur, júní 20, 2004

Helgin búin :(

Jæja þá er þessari helgi að ljúka, hún var sko svíííít ;) Borðaði nammi eins og ég fengi borgað fyrir það á fös og lau en í dag var sko ekkert afgangs nammi, gaf honum Gunnari mínum það bara því ég hef svo mega mikla sjálfsstjórn :)

Ég þoli reyndar ekki að keyra svona út fyrir bæinn því sumt fólk á stórum bílum heldur að það eigi vegina, urrrr :( Maður mætir þessum bílum (jeppum og einstaka rútum) og þeir keyra ekki einu sinni út í kant, það er eins og þeir hugsi bara með sér "nú jæja ef ég fæ fólksbíl framan á mig er ÉG allavega seif!" Ekkert verið að spá í að fólksbíllinn fer í köku ef hann lendir framaná mar, hnussss!

Jæja ætla að reyna að peppa mig upp í að kíkja út í labbitúr... sjáum hvernig það gengur hehe ;)