PEACE

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

BLEKKINGAR!

Ég hef séð aðeins úr þáttunum "How to look good naked" en þær fjalla um tjöbbí konur sem einhver gaur er að sannfæra um að séu ekki svo tjöbbí heldur bara sexy. Allavega að þá eru teknar myndir af þeim nöktum og þessum myndum hent upp á einhverja veggi í stórborg og fólk á förnum vegi svo spurt hvað þeim finnist um líkama þessara kvenna.

Svörin hafa verið áhugaverð því karlmennirnir sem eru spurðir eru alltaf yfir sig hrifnir af líkama þeirra... þær reyndar standa þarna þegar þeir eru spurðir en samt hugsaði ég með mér hmmm... kannski vilja þeir hafa smá hold á konunum og mér fannst þetta nú bara nokkuð hughreystandi sko.

Jæja er að lesa Vikuna í gær og þar var verið að spyrja nokkra karlmenn út í mynd af konu á bikini. Þessi kona var grönn. Ekki mjög grönn en ekki tjöbbí, bara mjög venjuleg. Allavega þá fannst hverjum EINASTA karlmanni hún of feit einhversstaðar, of feit læri, of feitir kálfar osfrv.

Þar fór það. Þetta var allt saman bara blekking, karlmenn vilja ekkert hafa hold á kerlingunum heldur bara þykjast vilja það þegar þær heyra til!! Ég held áfram í megrun, líkt og undanfarin hmmm... 14 ár!! Þetta kallast reyndar átak/hollt líferni/ í dag en er ekkert annað en megrun muhahaha :O)

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Ekki sjónvarpsblogg..?

Jii hvað á maður að blogga um ef maður má ekki blogga um sjónvarpið..? Ég geri ekkert annað en að vinna og horfa á Stevie og believe you me þið nennið ekki að lesa blogg um vinnuna :)

Ég verð allavega að minnast á American Idol í gærkveldi. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Simon bað einn keppandan að segja eitthvað athyglisvert um sjálfan sig og hún sagði að hún byggi hjá ömmu sinni og pabba sínum sem væri í hjólastól vegna þess að hann hefði skotið sjálfan sig í hálsinn... sko eftir að hann kom að stjúpmömmu hennar í rúminu með öðrum manni í annað sinn og skaut hana fyrst og svo sig... ef ég skildi dömuna rétt.. JESÚS svipurinn á dómurunum og daman lét bara eins og ekkert væri eðlilegra og mér fannst þetta svo súrealískt að ég bara missti mig og grét úr hlátri... þvílíka súra dæmið maður!! En þessir þættir eru brill, eitthvað annað en íslenska X-factorið sem er að floppa heldur betur finnst mér..

Já æ eitthvað annað en sjónvarpsblogg... ja ég er allavega á leið til Amsterdam... og Dublinar... og það eru fleiri ferðir í pípunum - sjáum hvað setur :) Er orðin spennt að kíkja eitthvað út þó svo að flugið sé nú alltaf jafn óspennandi..

Jii ég hef bara ekkert annað að blogga um.. sorry Anna Sigga, ég skal reyna að koma með eitthvað annað en sjónvarpsblogg næst - er bara alveg tóm núna!!

mánudagur, febrúar 05, 2007

VERINOCA MARS

Þetta var nú meiri stuð helgin :)

Á föstudaginn fór ég í matarboð með skvísunum hérna úr vinnunni og jiii það er alltaf jafn mikið stuð, maturinn sjúklega góður og kokteilarnir af öllum stærðum og gerðum :) Ég var reyndar skynsöm því þegar liðið fór niður í bæ þá fór ég heim - þar sem það var annað matarboð á plani fyrir laugardagskvöldið.

Á laugardaginn var svo mætt í vesturbæinn til Atla og Jennýar og ekki var nú minna stuð þar eða minna góður matur :þ Úff át á mig gat og sátum svo og spjölluðum og hlógum fram á nótt :)

Í gær voru það svo bara rólegheit fyrir frama tölvuna en ég horfði á 18 Veronicu Mars þætti takk fyrir.. er sko bara húkt á þessum þáttum!! Frekar fyndið að það er töffari í þeim þáttum (eins og í öllum öðrum þáttum) hann Logan sem er frekar HOT nema hvað að hann er fæddur '82. Herregud hvað maður er orðin gamall þegar maður er næstum 10 ÁRUM eldri en töffararnir í sjónvarpsþáttunum...