Ég held ég sé versti bílstjóri ever... ja fyrir utan kannski eina sem ég þekki, við erum svona svipaðar lol ;) Ég hef lent í 3 árekstrum sem voru mér að kenna.... eða þannig!
Nr.1 þá vorum við Anna Sigga á leið á eitthvað hestamannamót og mér, 17 ára mega skvísunni, fannst bíllinn fyrir framan mig fara eitthvað hægt svo ég brunaði framúr henni og í ljós kom lausamöl dauðans stuttu seinna.... Sá ekki skiltin því það var rigning úti og dísús ég kunni sko ekki að keyra í lausamöl og bíllinn bara snerist í hringi og endað að lokum út í skurði.. Við vorum svo ótrúlega heppnar að lenda á sandhól því hann lenti beint á húddinu...! Það fyrsta sem ég sagði var "Ó mæ god pabbi drepur mig!" Hvernig mér datt þessi setning í hug skil ég ekki og engin í kringum mig haha þar sem þetta var í fyrsta lagi minn bíll og í öðru lagi var pabbi ekki týpan til að fara að drepa mig út af þessu ;) Enda kom á daginn að allir voru bara fegnir að engin slasaðist og við Annsý skiptum bara um föt og kíktum á djammið, þóttumst ekkert kannast við bílinn sem fólk sagðist hafa séð útí skurði rétt fyrir utan Krók muhahahhahaha q:o) Pabbi hennar Önnu Siggu tjaslaði bílnum saman fyrir mig sem betur fer því annars hefði það ekki svarað kostnaði en mér þótti vænt um að fá Dæ-arann minn aftur, enda ekki kallaður PARTÝ-MÓBÍL fyrir ekki neitt :) Ég kenni nú vegagerðinni á Króknum um þetta slys, viðvaranir við lausamöl voru bara glataðar!
Nr.2 þá var ég á leið heim í mat úr vinnunni og fór yfir á rauðu/gulu ljósi... fékk bíl beint í hliðina á mér og bíllinn minn var úrskurðaður ónýtur :( Kenni ljósunum um þetta slys þar sem þau áttu að vera samstillt en það klikkaði greinilega eitthvað þarna...
Nr.3 Þá keyrði ég aftan á kellingu sem var stopp... úps! Bíllinn þurfti viðgerð upp á tæpan 200 þús kall minnir mig.... Kellingin var verri bílstjóri en ég þar sem hún átti ekkert að vera stopp þarna... mér fannst þetta því ekki mér að kenna!
Síðan lenti ég einu sinni út í skurð þegar ónefnd vinkona var að keyra mig í vinnuna, fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu! Við vorum á svona 20 km hraða en einhvernveginn tókst bílstjóranum að keyra út í skurð... skil ekki ennþá hvernig hún fór að því muhahahha :)
Já og síðan lentum við Rebekka í ævintýri einu sinni, vorum á leið á ball en ákváðum að fara í smá jepparúnt í fjörunni fyrst ;) Festum okkur auðvitað strax og reyndum allt til að losa bílinn, mottur undir dekk, moka sand o.s.frv. Enduðum á því að hringja í pabba hennar Önnu Siggu (sem var á þeim tíma með bílinn minn enná....) því við vorum drulluhræddar um að við værum búnar að skemma jeppan eitthvað og hann kom og "bjargaði" okkur með því að setja bílinn í drif eða eitthvað álíka... muhahahaha þvílíkir jeppabílstjórar sem við vorum og fínu hvítu ball-buxurnar mínar ónýtar eftir okkar björgunaraðferðir :)
Bílaævintýrin mín eru nú fleiri en daman mín var að vakna og er að kalla á mömmu sína svo - adjö :)