PEACE

föstudagur, júní 18, 2004

ÓKÍ!

Jæja þeir sem þorðu að segja sína skoðun fannst gamla útlitið flottara svo það er komið á aftur.... 4 tíma vinna í súginn muhahaha en það skiptir engu ;) Reyndar bætti aðeins í það blómum og dúlleríi þar sem ég er svo mikil dúlla, sorrí Mæja þú ælir þá bara ef þetta er of væmið, muuuuuuuuuuuuuuu q:o)

Ekkert nammi í gær en í dag er nammidagur og nammm nammm ég ELSKA NAMMIDAGA! Hvernig gengur hjá ykkur hinum? Hreyfingin mín gengur líka þvílíkt vel, hef farið út að labba á kvöldin og fór í klukkutíma línuskautaferð í gær á stuttermabolnum, geðveikt dugleg og það var geðveikt gaman... sum sé algjör geðveiki bara ;)

Hvort er flottara..?

Ok nú þarf ég hreinskilin svör... hvort er græna gamla bloggið flottara eða þetta nýja sumarútlit...? Endilega commentið um það sem ykkur FINNST ég á þetta gamla ennþá ef það verður ofaná þá bara skipti ég :)

fimmtudagur, júní 17, 2004

Þykir rétt að taka það fram...

Að eftir þessi ævintýri keyri ég mjööög varlega, held ég sé kölluð snigillinn ;) Enda fékk ég endurgreiðslu frá Sjóvá í fyrsta sinn á þessu ári vú-hú ;) Svo ég vill halda því fram að ég sé mjög öruggur bílstjóri í dag!

Bílstjóri dauðans...

Ég held ég sé versti bílstjóri ever... ja fyrir utan kannski eina sem ég þekki, við erum svona svipaðar lol ;) Ég hef lent í 3 árekstrum sem voru mér að kenna.... eða þannig!

Nr.1 þá vorum við Anna Sigga á leið á eitthvað hestamannamót og mér, 17 ára mega skvísunni, fannst bíllinn fyrir framan mig fara eitthvað hægt svo ég brunaði framúr henni og í ljós kom lausamöl dauðans stuttu seinna.... Sá ekki skiltin því það var rigning úti og dísús ég kunni sko ekki að keyra í lausamöl og bíllinn bara snerist í hringi og endað að lokum út í skurði.. Við vorum svo ótrúlega heppnar að lenda á sandhól því hann lenti beint á húddinu...! Það fyrsta sem ég sagði var "Ó mæ god pabbi drepur mig!" Hvernig mér datt þessi setning í hug skil ég ekki og engin í kringum mig haha þar sem þetta var í fyrsta lagi minn bíll og í öðru lagi var pabbi ekki týpan til að fara að drepa mig út af þessu ;) Enda kom á daginn að allir voru bara fegnir að engin slasaðist og við Annsý skiptum bara um föt og kíktum á djammið, þóttumst ekkert kannast við bílinn sem fólk sagðist hafa séð útí skurði rétt fyrir utan Krók muhahahhahaha q:o) Pabbi hennar Önnu Siggu tjaslaði bílnum saman fyrir mig sem betur fer því annars hefði það ekki svarað kostnaði en mér þótti vænt um að fá Dæ-arann minn aftur, enda ekki kallaður PARTÝ-MÓBÍL fyrir ekki neitt :) Ég kenni nú vegagerðinni á Króknum um þetta slys, viðvaranir við lausamöl voru bara glataðar!

Nr.2 þá var ég á leið heim í mat úr vinnunni og fór yfir á rauðu/gulu ljósi... fékk bíl beint í hliðina á mér og bíllinn minn var úrskurðaður ónýtur :( Kenni ljósunum um þetta slys þar sem þau áttu að vera samstillt en það klikkaði greinilega eitthvað þarna...

Nr.3 Þá keyrði ég aftan á kellingu sem var stopp... úps! Bíllinn þurfti viðgerð upp á tæpan 200 þús kall minnir mig.... Kellingin var verri bílstjóri en ég þar sem hún átti ekkert að vera stopp þarna... mér fannst þetta því ekki mér að kenna!

Síðan lenti ég einu sinni út í skurð þegar ónefnd vinkona var að keyra mig í vinnuna, fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu! Við vorum á svona 20 km hraða en einhvernveginn tókst bílstjóranum að keyra út í skurð... skil ekki ennþá hvernig hún fór að því muhahahha :)

Já og síðan lentum við Rebekka í ævintýri einu sinni, vorum á leið á ball en ákváðum að fara í smá jepparúnt í fjörunni fyrst ;) Festum okkur auðvitað strax og reyndum allt til að losa bílinn, mottur undir dekk, moka sand o.s.frv. Enduðum á því að hringja í pabba hennar Önnu Siggu (sem var á þeim tíma með bílinn minn enná....) því við vorum drulluhræddar um að við værum búnar að skemma jeppan eitthvað og hann kom og "bjargaði" okkur með því að setja bílinn í drif eða eitthvað álíka... muhahahaha þvílíkir jeppabílstjórar sem við vorum og fínu hvítu ball-buxurnar mínar ónýtar eftir okkar björgunaraðferðir :)

Bílaævintýrin mín eru nú fleiri en daman mín var að vakna og er að kalla á mömmu sína svo - adjö :)

Freistingar freistingar....

Úff Gunni hringdi í mig í gær en hann ætlaði að stoppa í búð á leiðinni heim úr vinnu og spurði hvort hann ætti ekki að kaupa nammi þar sem það væri hálfgerður föstudagur og við stefndum á vídeókvöld.... Kræst hvað ég átti erfitt, fór í gegnum reglurnar hennar Mæju og jú frídagar eins og 17.júní sleppa en hvað með daginn fyrir þá... eru þeir þá ekki eins og föstudagar? Og föstudagar eru nammidagar.... EN ég ákvað að ef ég ætla að ná einhverju af mér fyrir utanlandsferðina þá þýðir bara ekkert að svindla á sjálfum sér svo ég tilkynnti Gunnari það með stolti að ég væri í nammibindindi og vildi því ekkert nammi og ég er mega stolt af mér :) Hugsa að ég sleppi meiri að segja nammi í dag og fái mér bara á morgun, þrátt fyrir að reglurnar séu alveg skýrar með daginn í dag, ég bara hef svo mikla sjálfstjórn muhahahahahaha q:o)

Pínu fyndið að ég byrjaði í þessu átaki fyrir löngu, það er utanlandsferðar-átakinu ;) Það var fyrir 3 mán. held ég og þá hugsaði ég með mér að þetta yrði lítið mál þar sem ég hefði 5 mán og þyrfti því í raun bara að missa 1 kg á mán og þá yrði ég mega glöð ;) En nú eru liðnir 3 og ekki eitt gramm farið... skrítið... Ef það væri nóg að HUGSA um það hvað mann langar til að vera grannur og hvernig maður ætlar að fara að því þá væri ég að detta í sundur það er nokkuð ljóst :)

miðvikudagur, júní 16, 2004

Blöndalinn mælir með:

Beyglum frá Bagel Company, naaaammmmmmiiiiii :þ Fékk mér með kjúkling og allskonar dóti, ekkert smá hollt og geggjað gott :) Endilega prufið!

Ekkert nammi í gær og ekkert nammi í dag, þetta er nú bara pís of keik... :)

þriðjudagur, júní 15, 2004

Einhver memm kannski?

Ef einhver vill vera memm í nammibindindinu fyrir framan alþjóð er það velkomið... ;) Einhver..? Hmmmmm Mæja "lightning" einhver....? MUUUUUUUUUUU :)

Kling kling

Þetta er hljóðið sem heyrist í minni þegar Ólöf og Ófeigur eru búin að vera í heimsókn, jiii hvað drengurinn er mikið krútt ;) EN síðan kemur skæruliðinn minn heim og þá breytist hljóðið í úff púff :) Nei nei hún er yndisleg þessi elska en hún dugar... í bili allavega :)

Ég er komin í nammi átak eina ferðina enn ;) 7 nammidagar í viku eru bara ekki alveg að virka... datt í hug í dag að setja hérna inn hvort ég svindla eða ekki svona til að setja smá pressu á mig - þjóðin að fylgjast með og allt það muhahahahhahha - og ég get allavega sagt að ég fékk mér ekki nammi í gær og ekki í dag ;) Sjáum til með framhaldið en fös og lau eru nammidagar :) Verst að hafa byrjað að drekka gos aftur eftir 2 mán. breik.... og Fjóla enn að standa sig einhverjum 8 mánuðum seinna, þvílíkur dugnaður í henni, GO FJÓLA :)

sunnudagur, júní 13, 2004

Djö bíp bíp bíp

Þetta kennir manni að horfa ekki á þessar helvxxxx íþróttir :( Mitt lið tapar ALLTAF og það sem verra er ég ÞOLI ÞAÐ EKKI verð geðveikt pirruð :( Hvernig er hægt að tapa leik þegar maður er 1 núll yfir og leiktíminn búinn.... hmmmm... URRRR! Og það sem verra er, lið karlsins vann og hann að fagna á miljón sem gerir mann ennþá pirraðri!!

Ég er reyndar með varalið til að halda með - HOLLAND, og þar er Kluvert fremstur í flokki! Reyndar vorkenni hálf þeim liðum sem lenda í því að ég haldi með þeim... ég er þvílíkur óhappagripur, sá sem ég held með vinnur ALDREI, sko ALDREI!!

Jæja best að fara og horfa á comb-over aldarinnar og sjá hvort skapið lagast ekki eitthvað við að horfa á kollinn á Trump... maður hefði haldið að einn ríkasti maður í heimi hefði efni á einhverju skárra en þessari ÖMURLEGU greiðslu, Guð minn góður!!